Geta aukið útlán um billjón 3. ágúst 2005 00:01 Eftir skiptingu Burðaráss milli Landsbankans og Straums eykst svigrúm Landsbankans til útlána allverulega. Góð uppgjör KB banka og Íslandsbanka skapa einnig hagstæð skilyrði fyrir útlánaaukningu. Viðmælendur Fréttablaðsins telja að bankarnir þrír hafi á skömmum tíma skapað möguleika fyrir aukin útlán fyrir allt að þúsund milljarða króna eða eina billjón. Við sameiningu Landsbankans og Straums jókst eigið fé bankans um 37 milljarða og verður 96 milljarðar eftir og ef bankinn selur eigin bréf. Þó hefur bankinn einnig tekið við eignarhlut í öðrum fyrirtækjum sem kunna að hafa áhrif á aukna útlánagetu svo sem eignarhlut í sænska fjárfestingarbankanum Carnegie og öðrum fyrirtækjum. Ýmsir þættir ráða því hversu mikið útlánageta bankanna getur aukist svo sem áhættusækni útlánanna og samsetning eignaaukningarinnar sem til verður. "Svigrúm bankanna til eignaaukningar eykst vissulega en ég býst ekki við útlánasprenginu hérlendis umfram það sem þegar er orðið," segir Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabanka Íslands. Hann segir þó ástæðulaust að ætla að bankarnir slaki á kröfum sínum um gæði útlána þrátt fyrir þær breytingar sem nú hafa orðið "Þeir hafa getuna en spurningin er til hvers vilji þeirra stendur. Starfsemi íslensku bankanna er orðin mjög fjölþætt og þar af leiðandi hafa þeir marga möguleika hérlendis og erlendis. Þær breytingar sem nú hafa orðið eru mjög ánægjuleg styrking á fjármálakerfinu. Ég mæli með því að bankarnir haldi áfram sterkri eiginfjárstöðu og tek undir það sem fram hefur komið hjá Björgólfi Guðmundssyni um nauðsyn þess að bankarnir séu sem traustastir á komandi árum," segir Tryggvi. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Eftir skiptingu Burðaráss milli Landsbankans og Straums eykst svigrúm Landsbankans til útlána allverulega. Góð uppgjör KB banka og Íslandsbanka skapa einnig hagstæð skilyrði fyrir útlánaaukningu. Viðmælendur Fréttablaðsins telja að bankarnir þrír hafi á skömmum tíma skapað möguleika fyrir aukin útlán fyrir allt að þúsund milljarða króna eða eina billjón. Við sameiningu Landsbankans og Straums jókst eigið fé bankans um 37 milljarða og verður 96 milljarðar eftir og ef bankinn selur eigin bréf. Þó hefur bankinn einnig tekið við eignarhlut í öðrum fyrirtækjum sem kunna að hafa áhrif á aukna útlánagetu svo sem eignarhlut í sænska fjárfestingarbankanum Carnegie og öðrum fyrirtækjum. Ýmsir þættir ráða því hversu mikið útlánageta bankanna getur aukist svo sem áhættusækni útlánanna og samsetning eignaaukningarinnar sem til verður. "Svigrúm bankanna til eignaaukningar eykst vissulega en ég býst ekki við útlánasprenginu hérlendis umfram það sem þegar er orðið," segir Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabanka Íslands. Hann segir þó ástæðulaust að ætla að bankarnir slaki á kröfum sínum um gæði útlána þrátt fyrir þær breytingar sem nú hafa orðið "Þeir hafa getuna en spurningin er til hvers vilji þeirra stendur. Starfsemi íslensku bankanna er orðin mjög fjölþætt og þar af leiðandi hafa þeir marga möguleika hérlendis og erlendis. Þær breytingar sem nú hafa orðið eru mjög ánægjuleg styrking á fjármálakerfinu. Ég mæli með því að bankarnir haldi áfram sterkri eiginfjárstöðu og tek undir það sem fram hefur komið hjá Björgólfi Guðmundssyni um nauðsyn þess að bankarnir séu sem traustastir á komandi árum," segir Tryggvi.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira