KB banki stærri en Ísland 28. júlí 2005 00:01 KB banki er orðinn stærri en Ísland. Eignir bankans eru nú meiri en framtaldar eignir allra heimila í landinu. Hagnaður bankans nam tæpum 25 milljörðum króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins, sem er meira en samanlagður hagnaður hinna bankanna. Hagnaður KB banka er fjórum milljörðum meiri en hagnaður Landsbanka og Íslandsbanka samanlagður. Þó gekk rekstur þeirra einnig mjög vel, en Íslandsbanki skilaði tíu milljarða króna hagnaði og Landsbankinn ellefu. Samtals nam hagnaður bankanna á fyrri helmingi ársins því um 45 milljörðum króna, en það jafngildir samanlögðum útgjöldum félagsmála-, forsætis- utanríkis-, umhverfis, sjávarútvegs-, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins á heilu ári. Spurður að því hvaðan allir peningarnir koma sagði Hreiðar Már Sigurðsson, bankastjóri KB banka, að mestu tekjurnar væru af fjárfestingar og banlkastarfsemi þar sem þeir væru að aðstoða fyrirtæki við yfirtökur og koma með fjármögnun og ráðgjöf inn í slík viðskipti. Einnig væri gengishagnaður af bæði verðbréfum og hlutabréfum erlendis á fyrri helmingi ársins. Eignir Landsbankans eru orðnar rúmur milljarður króna og Íslandsbanka um einn komma þrír milljarðar. En það má segja að KB banki sé orðinn stærri en Ísland, því eignir hans eru nú um 2.200 milljarðar króna, sem er nokkru meira en framtaldar eignir allra heimila í landinu. Hreiðar Már sagði að vel væri hægt að halda þessu áfram og sagði að KB banki væri númer 211 í heiminum og sjöundi stærsti banki Norðurlanda. Hann sagði KB banka hafa sett sér það markmið að vaxa hraðar en nokkur keppinautanna og verða einn af leiðandi bönum í Evrópu á fjárfestingabankasviðinu. Hreiðar Már segir að ekki sé of geyst farið og að banki sem vaxi hratt sé alls ekki áhættusamari en banki sem vaxi hægt eða standi í stað og með vextinum ráða bankarnir eigin örlögum. Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
KB banki er orðinn stærri en Ísland. Eignir bankans eru nú meiri en framtaldar eignir allra heimila í landinu. Hagnaður bankans nam tæpum 25 milljörðum króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins, sem er meira en samanlagður hagnaður hinna bankanna. Hagnaður KB banka er fjórum milljörðum meiri en hagnaður Landsbanka og Íslandsbanka samanlagður. Þó gekk rekstur þeirra einnig mjög vel, en Íslandsbanki skilaði tíu milljarða króna hagnaði og Landsbankinn ellefu. Samtals nam hagnaður bankanna á fyrri helmingi ársins því um 45 milljörðum króna, en það jafngildir samanlögðum útgjöldum félagsmála-, forsætis- utanríkis-, umhverfis, sjávarútvegs-, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins á heilu ári. Spurður að því hvaðan allir peningarnir koma sagði Hreiðar Már Sigurðsson, bankastjóri KB banka, að mestu tekjurnar væru af fjárfestingar og banlkastarfsemi þar sem þeir væru að aðstoða fyrirtæki við yfirtökur og koma með fjármögnun og ráðgjöf inn í slík viðskipti. Einnig væri gengishagnaður af bæði verðbréfum og hlutabréfum erlendis á fyrri helmingi ársins. Eignir Landsbankans eru orðnar rúmur milljarður króna og Íslandsbanka um einn komma þrír milljarðar. En það má segja að KB banki sé orðinn stærri en Ísland, því eignir hans eru nú um 2.200 milljarðar króna, sem er nokkru meira en framtaldar eignir allra heimila í landinu. Hreiðar Már sagði að vel væri hægt að halda þessu áfram og sagði að KB banki væri númer 211 í heiminum og sjöundi stærsti banki Norðurlanda. Hann sagði KB banka hafa sett sér það markmið að vaxa hraðar en nokkur keppinautanna og verða einn af leiðandi bönum í Evrópu á fjárfestingabankasviðinu. Hreiðar Már segir að ekki sé of geyst farið og að banki sem vaxi hratt sé alls ekki áhættusamari en banki sem vaxi hægt eða standi í stað og með vextinum ráða bankarnir eigin örlögum.
Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira