Methagnaður Burðaráss 13. október 2005 19:34 Burðarás stefnir að frekari erlendum fjárfestingum í framtíðinni segir forstjóri félagsins. Burðarás hagnaðist um 20 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Ekkert félag í Íslensku kauphöllinni hefur nokkurn tíma hagnast jafnmikið á svo stuttum tíma. Hagnaður Burðaráss fyrstu sex mánuði ársins nam tæpum 25 milljörðum króna, en þar af var hagnaður á öðrum ársfjórðungi 20 milljarðar króna. Ekkert íslenskt fyrirtæki hefur hagnast svo hressilega á einum ársfjórðungi og Burðarás gerði á síðustu þremur mánuðum. Helmingur hagnaðarins er tilkominn vegna sölu fyrirtækisins á Eimskipafélaginu en hagnaður af annarri fjárfestingastarfsemi nam rúmum 12 milljörðum króna. Heildareignir Burðaráss eru nú 117 milljarðar en Burðarás á skráðar eignir fyrir 85 milljarða króna og óskráðar eignir fyrir rúma 19 milljarða. Verðmætustu eignir félagsins eru í Íslandsbanka, Skandia og Carnegie en stærsta óskráða eign fyrirtækisins, er í Avion Group sem félagið fékk að hluta til í skiptum fyrir Eimskip. Aðspurður um hvað fyrirtækið ætli að gera við þennan mikla hagnað sagði Friðrik Jóhannsson, forstjóri, að mörg verkefni væru til skoðunar, bæði hér heima og erlendis. Hann sagði jafnframt að þunginn í fjárfestingum þeirra væri að flytjast meria til útlanda. Hann sagði að Burðarás hygðist gera tilboð í Símann ásamt hópi fjárfesta og að nokkur verkefni væru til skoðunar erlendis. Hann sagði líka að ein stærsta eign félagsins væri í Skandia og að það væri góð fjárfesting með mikla ávöxtunarmöguleika. Burðarás á 4,5 prósent í félaginu en Friðrik vill ekki segja nákvæmlega til um hversu stóran hlut Burðarás hefur í hyggju að eignast í félaginu. Á tímabilinu fjárfesti Burðarás í Novator, sem er fjárfestingarfélag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, fyrir um fjóra milljarða króna. Novator leggur höfuðáherslu á fjárfestingar í fjarskiptafyrirtækjum. Friðrik sagði að erfitt sé að segja til um næstu skref. Tækifærin kæmu fyrirvaralaust og ákvarðanir oft teknar með skömmum fyrirvara. Innlent Viðskipti Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Burðarás stefnir að frekari erlendum fjárfestingum í framtíðinni segir forstjóri félagsins. Burðarás hagnaðist um 20 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Ekkert félag í Íslensku kauphöllinni hefur nokkurn tíma hagnast jafnmikið á svo stuttum tíma. Hagnaður Burðaráss fyrstu sex mánuði ársins nam tæpum 25 milljörðum króna, en þar af var hagnaður á öðrum ársfjórðungi 20 milljarðar króna. Ekkert íslenskt fyrirtæki hefur hagnast svo hressilega á einum ársfjórðungi og Burðarás gerði á síðustu þremur mánuðum. Helmingur hagnaðarins er tilkominn vegna sölu fyrirtækisins á Eimskipafélaginu en hagnaður af annarri fjárfestingastarfsemi nam rúmum 12 milljörðum króna. Heildareignir Burðaráss eru nú 117 milljarðar en Burðarás á skráðar eignir fyrir 85 milljarða króna og óskráðar eignir fyrir rúma 19 milljarða. Verðmætustu eignir félagsins eru í Íslandsbanka, Skandia og Carnegie en stærsta óskráða eign fyrirtækisins, er í Avion Group sem félagið fékk að hluta til í skiptum fyrir Eimskip. Aðspurður um hvað fyrirtækið ætli að gera við þennan mikla hagnað sagði Friðrik Jóhannsson, forstjóri, að mörg verkefni væru til skoðunar, bæði hér heima og erlendis. Hann sagði jafnframt að þunginn í fjárfestingum þeirra væri að flytjast meria til útlanda. Hann sagði að Burðarás hygðist gera tilboð í Símann ásamt hópi fjárfesta og að nokkur verkefni væru til skoðunar erlendis. Hann sagði líka að ein stærsta eign félagsins væri í Skandia og að það væri góð fjárfesting með mikla ávöxtunarmöguleika. Burðarás á 4,5 prósent í félaginu en Friðrik vill ekki segja nákvæmlega til um hversu stóran hlut Burðarás hefur í hyggju að eignast í félaginu. Á tímabilinu fjárfesti Burðarás í Novator, sem er fjárfestingarfélag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, fyrir um fjóra milljarða króna. Novator leggur höfuðáherslu á fjárfestingar í fjarskiptafyrirtækjum. Friðrik sagði að erfitt sé að segja til um næstu skref. Tækifærin kæmu fyrirvaralaust og ákvarðanir oft teknar með skömmum fyrirvara.
Innlent Viðskipti Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira