Leggja 6 milljarða í danskt félag 19. júlí 2005 00:01 Baugur hefur keypt 30 prósenta hlut í danska fasteignafélaginu Keops fyrir um sex milljarða íslenskra króna. Starfsemi Keops felst meðal annars í því að kaupa og endurnýja atvinnu- og íbúðarhúsnæði, bæði til útleigu og sölu. Einnig er starfrækt innan félagsins nokkurs konar eignarhaldsfélag sem heldur utan um fjárfestingar í fasteignum. Húsnæði félagsins er aðallega í Kaupmannahöfn og víðar í Danmörku en einnig í Svíþjóð og á Spáni. Félagið hefur verið skráð í kauphöllina í Danmörku frá árinu 1998. Gengi félagsins hefur hækkað mikið að undanförnu og er það hástökkvari ársins í dönsku kauphöllinni. Skarphéðinn Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri Nordic fjárfestinga, félagsins sem sér um fjárfestingar Baugs á Norðurlöndum, segir félagið ætla að koma að stjórnun Keops. Ráðgert er að halda hluthafafund í ágúst þar sem fulltrúar Baugs taki sæti í stjórn Keops. Heildareignir félagsins nema nú tæpum áttatíu milljörðum íslenskra króna en eignir þess hafa stóraukist að undanförnu með kaupum á ýmsum fasteignum. Tekjur félagsins á síðasta ári námu í kringum átta milljörðum króna og hagnaður félagsins var tæpar 800 milljónir króna. Baugur keypti 30 prósenta hlut sinn af stofnanda og forstjóra félagsins en hann átti hátt í 70 prósenta hlut í félaginu. Baugur verður því næststærsti eigandi félagsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Baugur fjárfestir í verslunarhúsnæði en fyrir á félagið umtalsverðan hlut í fasteignafélaginu Stoðum og félagið seldi nýlega 10 prósenta hlut sinn í breska fasteignafélaginu LxB. Baugur á fyrir hlut í fasteignafélagi sem stofnað var í kringum húsnæði Magasin du Nord við Kóngsins Nýjatorg. Skarphéðinn Berg segir Baug vera að skoða frekari fjárfestingar í Danmörku. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Baugur hefur keypt 30 prósenta hlut í danska fasteignafélaginu Keops fyrir um sex milljarða íslenskra króna. Starfsemi Keops felst meðal annars í því að kaupa og endurnýja atvinnu- og íbúðarhúsnæði, bæði til útleigu og sölu. Einnig er starfrækt innan félagsins nokkurs konar eignarhaldsfélag sem heldur utan um fjárfestingar í fasteignum. Húsnæði félagsins er aðallega í Kaupmannahöfn og víðar í Danmörku en einnig í Svíþjóð og á Spáni. Félagið hefur verið skráð í kauphöllina í Danmörku frá árinu 1998. Gengi félagsins hefur hækkað mikið að undanförnu og er það hástökkvari ársins í dönsku kauphöllinni. Skarphéðinn Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri Nordic fjárfestinga, félagsins sem sér um fjárfestingar Baugs á Norðurlöndum, segir félagið ætla að koma að stjórnun Keops. Ráðgert er að halda hluthafafund í ágúst þar sem fulltrúar Baugs taki sæti í stjórn Keops. Heildareignir félagsins nema nú tæpum áttatíu milljörðum íslenskra króna en eignir þess hafa stóraukist að undanförnu með kaupum á ýmsum fasteignum. Tekjur félagsins á síðasta ári námu í kringum átta milljörðum króna og hagnaður félagsins var tæpar 800 milljónir króna. Baugur keypti 30 prósenta hlut sinn af stofnanda og forstjóra félagsins en hann átti hátt í 70 prósenta hlut í félaginu. Baugur verður því næststærsti eigandi félagsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Baugur fjárfestir í verslunarhúsnæði en fyrir á félagið umtalsverðan hlut í fasteignafélaginu Stoðum og félagið seldi nýlega 10 prósenta hlut sinn í breska fasteignafélaginu LxB. Baugur á fyrir hlut í fasteignafélagi sem stofnað var í kringum húsnæði Magasin du Nord við Kóngsins Nýjatorg. Skarphéðinn Berg segir Baug vera að skoða frekari fjárfestingar í Danmörku.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira