Á sinn þátt í verðsprengingunni 15. júlí 2005 00:01 MYND/Vísir Sérfræðingar á íbúðamarkaði telja að lánasamningar Íbúðalánasjóðs við bankana, um að þeir geti endurlánað ríkistryggða peninga og sloppið við alla áhættu, eigi sinn þátt í verðsprengingunni á íbúðamarkaðnum. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi verður ekki annað ráðið af viðauka við lánasamning Íbúðalánasjóðs við bankana, og öðrum gögnum sem fréttastofan hefur undir höndum, en að bankarnir leppi í raun lánveitingar Íbúðalánasjóðs til einstaklinga sem fá lánað umfram þær heimildir sem sjóðurinn hefur samkvæmt lögum. Heimildin nemur tæpum 16 milljónum. Með öðrum orðum getur húsbyggjandi fengið tæpar 16 milljónir lánaðar hjá Íbúðalánasjóði en þær tæpar tíu milljónir sem vantar upp á 25 milljóna markið getur hann svo fengið lánaðar hjá banka, sem í raun er að endurlána peninga frá Íbúðalánasjóðnum sjálfum, en það eru ríkistryggðir peningar. Sjóðurinn, og þar með almenningur í landinu, tekur hins vegar sjálfur á sig áföll af vanskilum, eða ef íbúðaverð lækkar niður fyrir veðheimildir. Sérfræðingar benda á að þessi ríkistryggða leikflétta geti þýtt það að bankarnir sýni ekki sama aðhald og þegar þeir eru að lána eigið fé og það, með öðru, eigi sinn þátt í að skrúfa upp íbúðaverðið. Ekki náðist í Árna Magnússon félagsmálaráðherar fyrir fréttir og Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, vildi lítið tjá sig þar sem hann hafi ekki séð gögn málsins, nema hvað þetta virtist klárlega ganga á skjön við vilja stjórnvalda um rekstur Íbúðalánasjóðs. Innlent Viðskipti Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Sérfræðingar á íbúðamarkaði telja að lánasamningar Íbúðalánasjóðs við bankana, um að þeir geti endurlánað ríkistryggða peninga og sloppið við alla áhættu, eigi sinn þátt í verðsprengingunni á íbúðamarkaðnum. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi verður ekki annað ráðið af viðauka við lánasamning Íbúðalánasjóðs við bankana, og öðrum gögnum sem fréttastofan hefur undir höndum, en að bankarnir leppi í raun lánveitingar Íbúðalánasjóðs til einstaklinga sem fá lánað umfram þær heimildir sem sjóðurinn hefur samkvæmt lögum. Heimildin nemur tæpum 16 milljónum. Með öðrum orðum getur húsbyggjandi fengið tæpar 16 milljónir lánaðar hjá Íbúðalánasjóði en þær tæpar tíu milljónir sem vantar upp á 25 milljóna markið getur hann svo fengið lánaðar hjá banka, sem í raun er að endurlána peninga frá Íbúðalánasjóðnum sjálfum, en það eru ríkistryggðir peningar. Sjóðurinn, og þar með almenningur í landinu, tekur hins vegar sjálfur á sig áföll af vanskilum, eða ef íbúðaverð lækkar niður fyrir veðheimildir. Sérfræðingar benda á að þessi ríkistryggða leikflétta geti þýtt það að bankarnir sýni ekki sama aðhald og þegar þeir eru að lána eigið fé og það, með öðru, eigi sinn þátt í að skrúfa upp íbúðaverðið. Ekki náðist í Árna Magnússon félagsmálaráðherar fyrir fréttir og Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, vildi lítið tjá sig þar sem hann hafi ekki séð gögn málsins, nema hvað þetta virtist klárlega ganga á skjön við vilja stjórnvalda um rekstur Íbúðalánasjóðs.
Innlent Viðskipti Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira