Fjárfestar draga sig í hlé 13. júlí 2005 00:01 Af þeim tólf fjárfestahópum, sem hugðu á kaup á Símanum, eru sex sagðir hafa heltst úr lestinni. Einkavæðingarnefnd fékk upplýsingar um endanlega samsetningu hópanna í dag, en mun sitja á þeim þar til tilboðin verða opnuð í lok þessa mánaðar. Tólf hópar fjárfesta komust í gegnum nálarauga einkavæðinganefndar sem tilvonandi eigendur Símans. Í þeim hópi voru fleiri erlendir fjárfestar en íslenskir en þeir erlendu virðast nú vera að týnast út. Sá frestur sem hóparnir fengu til að skýra frá því hvernig þeir yrðu samsettir rann út í dag og samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins hafa sex hópar, sem eingöngu voru skipaðir erlendum fjárfestum, fallið frá áformum sínum um að eignast fyrirtækið. Þeir fulltrúar einkavæðinganefndar, sem fréttastofa ræddi við í dag, vildu ekki staðfesta þetta. Formaður nefndarinnar sagði að engar upplýsingar yrðu gefnar um fjárfestana fyrr en tilboð yrðu opnuð enda gæti farið svo að einhverjir þeirra sem skiluðu inn upplýsingum í dag taki ekki þátt í útboðinu. Fækkun í bjóðendahópnum kemur ekki mjög á óvart. Sex hópar af tólf voru með svokölluð fjörutíu og fimm prósenta tilboð og ljóst var að þeir yrðu að sameinast til að uppfylla skilyrði nefndarinnar. Líklegt má telja að eftir daginn standi Fjárfestahópurinn sem samdi við Almenning eftir, en í honum eru Burðarás, KEA, Tryggingamiðstöðin, Ólafur Jóhann Ólafsson og Talsímafélagið. Fjárfestahópur Atorku og nokkurra einstaklinga. Fjárfestahópur sem í er Exista sem áður hét Meiður og er meðal annars í eigu bræðranna í Bakkavör, Kaupþing, nokkrir lífeyrissjóðir og fleiri. Hópur sem er skipaðu Fjárfestingafélaginu Straumi og Cinven Limited. Hópur sem samanstendur af Hellman og Friedman Europe og fleiri aðilum í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Íslandi, þar á meðal nokkurra kvenna úr íslensku atvinnulífi. Og hópur fjárfesta sem samanstendur af íslenskum og bandarískum fjárfestum, þeirra á meðal, Ripplewood, Mid Ocean og Íslandsbanka. Þann 28.júlí kemur væntanlega í ljós hvort erlendir fjárfestar hafi sameinast einhverjum þessara hópa eða hver öðrum. Þá verða kauptilboð opnuð og Síminn sleginn hæstbjóðanda í kjölfarið. Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Af þeim tólf fjárfestahópum, sem hugðu á kaup á Símanum, eru sex sagðir hafa heltst úr lestinni. Einkavæðingarnefnd fékk upplýsingar um endanlega samsetningu hópanna í dag, en mun sitja á þeim þar til tilboðin verða opnuð í lok þessa mánaðar. Tólf hópar fjárfesta komust í gegnum nálarauga einkavæðinganefndar sem tilvonandi eigendur Símans. Í þeim hópi voru fleiri erlendir fjárfestar en íslenskir en þeir erlendu virðast nú vera að týnast út. Sá frestur sem hóparnir fengu til að skýra frá því hvernig þeir yrðu samsettir rann út í dag og samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins hafa sex hópar, sem eingöngu voru skipaðir erlendum fjárfestum, fallið frá áformum sínum um að eignast fyrirtækið. Þeir fulltrúar einkavæðinganefndar, sem fréttastofa ræddi við í dag, vildu ekki staðfesta þetta. Formaður nefndarinnar sagði að engar upplýsingar yrðu gefnar um fjárfestana fyrr en tilboð yrðu opnuð enda gæti farið svo að einhverjir þeirra sem skiluðu inn upplýsingum í dag taki ekki þátt í útboðinu. Fækkun í bjóðendahópnum kemur ekki mjög á óvart. Sex hópar af tólf voru með svokölluð fjörutíu og fimm prósenta tilboð og ljóst var að þeir yrðu að sameinast til að uppfylla skilyrði nefndarinnar. Líklegt má telja að eftir daginn standi Fjárfestahópurinn sem samdi við Almenning eftir, en í honum eru Burðarás, KEA, Tryggingamiðstöðin, Ólafur Jóhann Ólafsson og Talsímafélagið. Fjárfestahópur Atorku og nokkurra einstaklinga. Fjárfestahópur sem í er Exista sem áður hét Meiður og er meðal annars í eigu bræðranna í Bakkavör, Kaupþing, nokkrir lífeyrissjóðir og fleiri. Hópur sem er skipaðu Fjárfestingafélaginu Straumi og Cinven Limited. Hópur sem samanstendur af Hellman og Friedman Europe og fleiri aðilum í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Íslandi, þar á meðal nokkurra kvenna úr íslensku atvinnulífi. Og hópur fjárfesta sem samanstendur af íslenskum og bandarískum fjárfestum, þeirra á meðal, Ripplewood, Mid Ocean og Íslandsbanka. Þann 28.júlí kemur væntanlega í ljós hvort erlendir fjárfestar hafi sameinast einhverjum þessara hópa eða hver öðrum. Þá verða kauptilboð opnuð og Síminn sleginn hæstbjóðanda í kjölfarið.
Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira