Kaupa meirihluta í ilmvatnssala 6. júlí 2005 00:01 L&H Group, móðurfélag Lyfja og heilsu, hefur ásamt samstarfsaðilum keypt ríflega 70 prósenta hlut í breska fyrirtækinu Per-Scent Group sem sérhæfir sig í sölu og markaðssetningu ilmvatns. Kaupverðið er 42 milljónir punda eða tæpir fimm milljarðar króna. Við kaupin tvöfaldast velta samstæðunar og er hún áætluð tólf milljarðar króna. Hagnaður fyrirtækisins fyrir afskriftir og fjármagnsliði nemur um 900 milljónum króna. Karl Wernersson, stjórnarformaður fyrirtækisins segir að með þessum kaupum muni meirihluti tekna og hagnaðar fyrirtækisins koma af erlendri starfsemi. Hann segir kaupin lið í markmiðum L&H við að byggja upp alþjóðlegt markaðs- og sölufyrirtæki á sviði heilsu, heilsuvara og munaðar- og snyrtivöru. "Þetta er vel rekið og arðbært félag með mikla vaxtarmöguleika, hagstætt kaupverð auk verulegrar áhættudreifingar," segir Karl. Hann bætir því við að félagið falli að skilgreindum markmiðum samsteypunnar. Karl leggur áherslu á áhættudreifingu með tilkomu ilvatnssölunnar, en megin starfsemin hefur verið rekstur lyfjabúða sem er háður stjórnvaldsaðgerðum og því sveiflukenndur. Hann vill ekki gefa upp samstarfsaðilana, en móðurfélag L&H, Leiftri, er hluthafi í Icelandkeðjunni ásamt Pálma Haraldssyni og Baugi. Per-Scent er með höfðustöðvar í Manchester og munu núverandi stjórnendur félagsins sitja áfram við stjórnvölinn. Karl segir fyrirtækið hafa gott net viðskiptamanna og ætlunin sé að nýta það vel og efla frekar og hugsanlega nýta fyrir annan rekstur Lyfja og heilsu. Hann segir að hugurinn standi til frekari sóknar og stefnt sé að því að sækja fram á nýjum mörkuðum. Leiftri er í eigu sömu aðila og Milestone sem er næst stærsti hluthafi í Íslandsbanka og stærsti eigandi Sjóvár, auk eignarhlutar í Actavis. Milestone mun sinna innlendum eignum, en Leiftri er fjárfestingarfélag sem hyggur á frekari fjárfestingar í heilsutengdri sölustarfsemi á erlendum mörkuðum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
L&H Group, móðurfélag Lyfja og heilsu, hefur ásamt samstarfsaðilum keypt ríflega 70 prósenta hlut í breska fyrirtækinu Per-Scent Group sem sérhæfir sig í sölu og markaðssetningu ilmvatns. Kaupverðið er 42 milljónir punda eða tæpir fimm milljarðar króna. Við kaupin tvöfaldast velta samstæðunar og er hún áætluð tólf milljarðar króna. Hagnaður fyrirtækisins fyrir afskriftir og fjármagnsliði nemur um 900 milljónum króna. Karl Wernersson, stjórnarformaður fyrirtækisins segir að með þessum kaupum muni meirihluti tekna og hagnaðar fyrirtækisins koma af erlendri starfsemi. Hann segir kaupin lið í markmiðum L&H við að byggja upp alþjóðlegt markaðs- og sölufyrirtæki á sviði heilsu, heilsuvara og munaðar- og snyrtivöru. "Þetta er vel rekið og arðbært félag með mikla vaxtarmöguleika, hagstætt kaupverð auk verulegrar áhættudreifingar," segir Karl. Hann bætir því við að félagið falli að skilgreindum markmiðum samsteypunnar. Karl leggur áherslu á áhættudreifingu með tilkomu ilvatnssölunnar, en megin starfsemin hefur verið rekstur lyfjabúða sem er háður stjórnvaldsaðgerðum og því sveiflukenndur. Hann vill ekki gefa upp samstarfsaðilana, en móðurfélag L&H, Leiftri, er hluthafi í Icelandkeðjunni ásamt Pálma Haraldssyni og Baugi. Per-Scent er með höfðustöðvar í Manchester og munu núverandi stjórnendur félagsins sitja áfram við stjórnvölinn. Karl segir fyrirtækið hafa gott net viðskiptamanna og ætlunin sé að nýta það vel og efla frekar og hugsanlega nýta fyrir annan rekstur Lyfja og heilsu. Hann segir að hugurinn standi til frekari sóknar og stefnt sé að því að sækja fram á nýjum mörkuðum. Leiftri er í eigu sömu aðila og Milestone sem er næst stærsti hluthafi í Íslandsbanka og stærsti eigandi Sjóvár, auk eignarhlutar í Actavis. Milestone mun sinna innlendum eignum, en Leiftri er fjárfestingarfélag sem hyggur á frekari fjárfestingar í heilsutengdri sölustarfsemi á erlendum mörkuðum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira