Óvíst með kaup á Somerfield 3. júlí 2005 00:01 Breska blaðið Sunday Times greindi frá því í gær að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefði boðist til að draga sig út úr viðræðum um kaup á bresku verslanakeðjunni Somerfield í kjölfar 40 liða kæru sem Ríkislögreglustjóri gaf út á hendur sex aðilum tengdum Baugi síðastliðinn föstudag. Ein af ástæðunum er talin vera sú að bankastofnanir yrðu tregar til að lána Baugi fé vegna kaupanna meðan óvissa ríkti um framtíð fyrirtækisins. Fleiri breskir fjölmiðlar fjölluðu um málið í gær svo sem eins og Financial Times, Daily Telegraph og Sunday Herald. "Fyrirtækið greindi frá því á föstudag að þessi ákæra myndi ekki hafa nein áhrif á starfslega getu félagsins til þess að standa við skuldbindingar sínar og munum við kappkosta að halda áfram okkar striki. Við leggjum höfuðáherslu á að fyrirtækið verði ekki fyrir skakkaföllum Ég kannast því ekkert við að Baugur hafi boðist til að draga sig út úr fyrirtækjahópnum og Jón Ásgeir kannast ekkert við að hafa gefið út yfirlýsingu þess efnis," segir Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, um fréttir breskra dagblaða um að Baugur hafi boðist til að draga sig út viðræðum vegna kaupa á Somerfield. Baráttan um Somerfield stendur milli tveggja fyrirtækjahópa, annars vegar fjárfestingarfélagsins London & Regional og hins vegar hóps þar sem eru Baugur Group hf., Apax, Barclays Capital og kaupsýslumaðurinn Robert Tchenguiz. Fyrirtækahópurinn hafði áformað kynningu á tilboði sínu eftir örfáa daga. Í Sunday Times var haft eftir ónefndum ráðgjafa fyrirtækjahópsins, sem Baugur tilheyrir, að hann væri viss um að Baugur drægi sig út út úr samningaviðræðunum ef ákæran myndi hafa óæskileg áhrif á hópinn. Ráðgjafinn sagði að hópurinn myndi halda áfram að undirbúa kauptilboðið þrátt fyrir að Baugur hafi átt að leggja til 25 prósent kaupverðsins á Somerfield sem talið er nema um 127 milljörðum króna. Blaðamaður Daily Telegraph sagði í gærkvöldi að hann hefði heyrt að Baugur ætlaði sér að halda áfram í fyrirtækjahópnum en það væri spurning hvort hin fyrirtækin í hópnum vildu halda áfram samstarfi við Baug í ljósi aðstæðna. Ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson vegna málsins. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignast meirihluta í Streifeneder ortho.production Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Sjá meira
Breska blaðið Sunday Times greindi frá því í gær að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefði boðist til að draga sig út úr viðræðum um kaup á bresku verslanakeðjunni Somerfield í kjölfar 40 liða kæru sem Ríkislögreglustjóri gaf út á hendur sex aðilum tengdum Baugi síðastliðinn föstudag. Ein af ástæðunum er talin vera sú að bankastofnanir yrðu tregar til að lána Baugi fé vegna kaupanna meðan óvissa ríkti um framtíð fyrirtækisins. Fleiri breskir fjölmiðlar fjölluðu um málið í gær svo sem eins og Financial Times, Daily Telegraph og Sunday Herald. "Fyrirtækið greindi frá því á föstudag að þessi ákæra myndi ekki hafa nein áhrif á starfslega getu félagsins til þess að standa við skuldbindingar sínar og munum við kappkosta að halda áfram okkar striki. Við leggjum höfuðáherslu á að fyrirtækið verði ekki fyrir skakkaföllum Ég kannast því ekkert við að Baugur hafi boðist til að draga sig út úr fyrirtækjahópnum og Jón Ásgeir kannast ekkert við að hafa gefið út yfirlýsingu þess efnis," segir Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, um fréttir breskra dagblaða um að Baugur hafi boðist til að draga sig út viðræðum vegna kaupa á Somerfield. Baráttan um Somerfield stendur milli tveggja fyrirtækjahópa, annars vegar fjárfestingarfélagsins London & Regional og hins vegar hóps þar sem eru Baugur Group hf., Apax, Barclays Capital og kaupsýslumaðurinn Robert Tchenguiz. Fyrirtækahópurinn hafði áformað kynningu á tilboði sínu eftir örfáa daga. Í Sunday Times var haft eftir ónefndum ráðgjafa fyrirtækjahópsins, sem Baugur tilheyrir, að hann væri viss um að Baugur drægi sig út út úr samningaviðræðunum ef ákæran myndi hafa óæskileg áhrif á hópinn. Ráðgjafinn sagði að hópurinn myndi halda áfram að undirbúa kauptilboðið þrátt fyrir að Baugur hafi átt að leggja til 25 prósent kaupverðsins á Somerfield sem talið er nema um 127 milljörðum króna. Blaðamaður Daily Telegraph sagði í gærkvöldi að hann hefði heyrt að Baugur ætlaði sér að halda áfram í fyrirtækjahópnum en það væri spurning hvort hin fyrirtækin í hópnum vildu halda áfram samstarfi við Baug í ljósi aðstæðna. Ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson vegna málsins.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignast meirihluta í Streifeneder ortho.production Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Sjá meira