Einhleypir karlar í fjárhagsvanda 12. júní 2005 00:01 MYND/Vísir Vaxandi hópur einhleypra karla á í fjárhagsvandræðum, en einhleypum konum sem eiga í slíkum erfiðleikum hefur hins vegar fækkað undanfarið ár. Á síðasta ári leituðu rúmlega 700 manns til Rágjafarstofu um fjármál heimilanna sem er fækkun frá árinu 2003 þegar meira en 800 manns leituðu þangað vegna fjárhagsvandræða. Athygli vekur að einhleypum körlum í fjárhagsvandræðum virðist hafa fjölgað verulega undanfarin tvö ár. Ásta Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu, segir þann hóp fara stækkandi og að stofnunin vilji fara að skoða hann nánar. Hún viti af áhuga félagsmálaráðuneytisins til að gera það líka en það sé mjög spennandi að rannsaka þennan hóp. Ásta segir þennan hóp manna gjarnan skulda skatta aftur í tímann sem og meðlög og oft hafi skapast ákveðinn vítahringur sem þeim takist ekki að komast út úr. En það er fleira sem vekur athygli í niðurstöðunum. Ásta segir að nú séu fleiri í leiguhúsnæði heldur en eigin fasteign. Þá vakni sú spurning hvort leigumarkaðurin sé að glæðast. Árið 2002 voru meira en 52 prósent í eigin húsnæði en um 39 prósent í leiguhúsnæði en á síðasta ári höfðu hlutföllin snúist við og þá voru mun fleiri í leiguhúsnæði. Ráðgjafarstofan hefur gefið út viðmiðunartöflu um framfærslukostnað fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem eiga í greiðsluerfiðleikum. Þeim sem leita til ráðgjafastofunnar er sniðinn ansi þröngur stakkur. Til að mynda á einstaklingur að geta komist af með ríflega 37 þúsund krónur á mánuði að undanskildu húsnæði og samgöngum. Ásta leggur þó áherslu á að viðmiðunin eigi bara við um einstaklinga í verulegum fjárhagsvandræðum og engum sé ætlað að notast við hana til lengri tíma. Aðspurð hvort einhver nái að lifa á þessari upphæð segir Ásta að eflaust geri einhver það en sá lifi væntanlega ekki við góðan kost. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Vaxandi hópur einhleypra karla á í fjárhagsvandræðum, en einhleypum konum sem eiga í slíkum erfiðleikum hefur hins vegar fækkað undanfarið ár. Á síðasta ári leituðu rúmlega 700 manns til Rágjafarstofu um fjármál heimilanna sem er fækkun frá árinu 2003 þegar meira en 800 manns leituðu þangað vegna fjárhagsvandræða. Athygli vekur að einhleypum körlum í fjárhagsvandræðum virðist hafa fjölgað verulega undanfarin tvö ár. Ásta Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu, segir þann hóp fara stækkandi og að stofnunin vilji fara að skoða hann nánar. Hún viti af áhuga félagsmálaráðuneytisins til að gera það líka en það sé mjög spennandi að rannsaka þennan hóp. Ásta segir þennan hóp manna gjarnan skulda skatta aftur í tímann sem og meðlög og oft hafi skapast ákveðinn vítahringur sem þeim takist ekki að komast út úr. En það er fleira sem vekur athygli í niðurstöðunum. Ásta segir að nú séu fleiri í leiguhúsnæði heldur en eigin fasteign. Þá vakni sú spurning hvort leigumarkaðurin sé að glæðast. Árið 2002 voru meira en 52 prósent í eigin húsnæði en um 39 prósent í leiguhúsnæði en á síðasta ári höfðu hlutföllin snúist við og þá voru mun fleiri í leiguhúsnæði. Ráðgjafarstofan hefur gefið út viðmiðunartöflu um framfærslukostnað fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem eiga í greiðsluerfiðleikum. Þeim sem leita til ráðgjafastofunnar er sniðinn ansi þröngur stakkur. Til að mynda á einstaklingur að geta komist af með ríflega 37 þúsund krónur á mánuði að undanskildu húsnæði og samgöngum. Ásta leggur þó áherslu á að viðmiðunin eigi bara við um einstaklinga í verulegum fjárhagsvandræðum og engum sé ætlað að notast við hana til lengri tíma. Aðspurð hvort einhver nái að lifa á þessari upphæð segir Ásta að eflaust geri einhver það en sá lifi væntanlega ekki við góðan kost.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira