Sameining ólíkleg í ljósi laganna 9. júní 2005 00:01 Samkeppnisyfirvöld geta lagt bann við því að keppinautar á markaði eigi menn í stjórnum þeirra fyrirtækja sem þeir eiga í samkeppni við. Ekki er líklegt í ljósi samkeppnislaga að Landsbankinn sameinist Íslandsbanka. Af fimm stærstu fjármagnsstofnunum landsins hefur einungis ein ekki stórfelld eignatengsl við feðgana Björgólf Thor Björgólfsson og Björgólf Guðmundsson. Þetta eru Straumur, Burðarás, Kaupþing, Íslandsbanki og Landsbanki. Þeir eru því orðnir valdamestu mennirnir í íslensku viðskiptalífi. Áform Landsbankamanna vegna Íslandsbanka eru ekki gefin upp. Af Björgólfi Guðmundssyni má ráða að framtíðin sé óákveðin. Þeir gætu þess vegna selt bréfin á morgun. Heimildarmaður innan Íslandsbanka segir hins vegar að þótt ekki kæmi til sameiningar bankanna eða frekara samstarfs þá henti núverandi staða Landsbankanum mjög vel. Samkeppnisstaðan sé mjög þægileg. Það geti verið mun stærri hagsmunir í húfi fyrir Landsbankann að viðhalda þessari samkeppnisstöðu en liggi ljóst fyrir. Ólíklegt er að samruni bankanna yrði leyfður út frá samkeppnislögum, til að mynda með hliðsjón af sameiningartilraun Búnaðarbanka og Landsbanka árið 2000 sem lagt var bann við. En eru einhver úrræði til að hindra skaðlega samkeppni núna? Í tíundu grein samkeppnislaga er lagt bann við samkeppnishamlandi samningum milli fyrirtækja, til að mynda samráði og öðru í þeim dúr. Samkvæmt heimildum fréttastofu er hugsanlegt að hægt sé að beita því þegar keppinautar eignast stjórnarmenn í helstu samkeppnisfyrirtækjum. Annað ákvæði sem samkeppnisyfirvöld hefðu getað beitt í slíku tilfelli var sautjánda grein samkeppnislaganna um að Samkeppnisráð gæti gripið til aðgerða gegn aðstæðum sem hafa skaðleg áhrif á markaði. Það ákvæði nam Alþingi úr gildi nú skömmu fyrir þinglok. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Samkeppnisyfirvöld geta lagt bann við því að keppinautar á markaði eigi menn í stjórnum þeirra fyrirtækja sem þeir eiga í samkeppni við. Ekki er líklegt í ljósi samkeppnislaga að Landsbankinn sameinist Íslandsbanka. Af fimm stærstu fjármagnsstofnunum landsins hefur einungis ein ekki stórfelld eignatengsl við feðgana Björgólf Thor Björgólfsson og Björgólf Guðmundsson. Þetta eru Straumur, Burðarás, Kaupþing, Íslandsbanki og Landsbanki. Þeir eru því orðnir valdamestu mennirnir í íslensku viðskiptalífi. Áform Landsbankamanna vegna Íslandsbanka eru ekki gefin upp. Af Björgólfi Guðmundssyni má ráða að framtíðin sé óákveðin. Þeir gætu þess vegna selt bréfin á morgun. Heimildarmaður innan Íslandsbanka segir hins vegar að þótt ekki kæmi til sameiningar bankanna eða frekara samstarfs þá henti núverandi staða Landsbankanum mjög vel. Samkeppnisstaðan sé mjög þægileg. Það geti verið mun stærri hagsmunir í húfi fyrir Landsbankann að viðhalda þessari samkeppnisstöðu en liggi ljóst fyrir. Ólíklegt er að samruni bankanna yrði leyfður út frá samkeppnislögum, til að mynda með hliðsjón af sameiningartilraun Búnaðarbanka og Landsbanka árið 2000 sem lagt var bann við. En eru einhver úrræði til að hindra skaðlega samkeppni núna? Í tíundu grein samkeppnislaga er lagt bann við samkeppnishamlandi samningum milli fyrirtækja, til að mynda samráði og öðru í þeim dúr. Samkvæmt heimildum fréttastofu er hugsanlegt að hægt sé að beita því þegar keppinautar eignast stjórnarmenn í helstu samkeppnisfyrirtækjum. Annað ákvæði sem samkeppnisyfirvöld hefðu getað beitt í slíku tilfelli var sautjánda grein samkeppnislaganna um að Samkeppnisráð gæti gripið til aðgerða gegn aðstæðum sem hafa skaðleg áhrif á markaði. Það ákvæði nam Alþingi úr gildi nú skömmu fyrir þinglok.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira