Undrast ekki vantrú á markmiðum 6. júní 2005 00:01 Forstöðumaður Íslandsbanka er ekki hissa á að almenningur hafi litla trú á að markmið Seðlabanka Íslands um að halda verðbólgunni í 2,5 prósentum haldist en fólk býst við að verðbólgan verði um 4 prósent næstu tólf mánuði. Þetta kemur fram í könnun sem IMG Gallup gerði fyrir Seðlabankann en bankinn býst við að verðbólgan verði þrjú prósent í ár og 3,6 prósent á næsta ári. Almenningur væntir þess hins vegar að verðbólgan verði um 4 prósent næstu tólf mánuðina. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, segir ekki koma á óvart að fólk hafi vantrú á spá Seðlabankans. En hvers vegna? Ingólfur segir verðbólgan hafi verið yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans um langa hríð. Á þeim fjórum árum sem bankinn hafi verið með verðbólgumarkmið hafi verðbólgan verið yfir markmiðinu tvo þriðju hluta tímans og að meðaltali 4,2 prósent. Ingólfur segir útlitið í efnahagsmálum einnig hafa áhrif á verðbólguvæntingar. Nú sé vaxandi þensla á innlendum markaði og þegar litið sé til næstu tveggja ára megi reikna með því að þenslan verði enn meiri. Þá segir Ingólfur verðbólgumarkmið Seðlabankans ekki hafa staðist undanfarin ár. Fyrir því séu ýmsar ástæður. Þegar bankinn hafi tekið upp verðbólgumarkið hafi verið mikið ójanfnvægi á hagkerfinu, mikill viðskiptahalli, og komið hafi verið út úr fastgengiskerfi sem ekki hafi hentað þeim frjálsu fjármagnsflutningum sem verið hafi á þeim tíma. Það hafi verið eðlilegt að krónan myndi lækka og það myndi leiða til verðbólguskots sem Seðlabankinn hafi lítið getað gert í. Síðan hafi tekið við stærstu framkvæmdir Íslandssögunnar sem sé óvenjulegt ástand og erfitt að eiga við fyrir bankann, sérstaklega þegar hann hafi ekki ríki og sveitarfélög með sér. En hverju spáir greiningardeild Íslandsbanka? Ingólfur segir að deildin spái því að verðbólgan verði í ríflega þremur prósentum eftir 12 mánuði og 5,6 prósent yfir næsta ár sem talsvert langt yfir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans. Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Forstöðumaður Íslandsbanka er ekki hissa á að almenningur hafi litla trú á að markmið Seðlabanka Íslands um að halda verðbólgunni í 2,5 prósentum haldist en fólk býst við að verðbólgan verði um 4 prósent næstu tólf mánuði. Þetta kemur fram í könnun sem IMG Gallup gerði fyrir Seðlabankann en bankinn býst við að verðbólgan verði þrjú prósent í ár og 3,6 prósent á næsta ári. Almenningur væntir þess hins vegar að verðbólgan verði um 4 prósent næstu tólf mánuðina. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, segir ekki koma á óvart að fólk hafi vantrú á spá Seðlabankans. En hvers vegna? Ingólfur segir verðbólgan hafi verið yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans um langa hríð. Á þeim fjórum árum sem bankinn hafi verið með verðbólgumarkmið hafi verðbólgan verið yfir markmiðinu tvo þriðju hluta tímans og að meðaltali 4,2 prósent. Ingólfur segir útlitið í efnahagsmálum einnig hafa áhrif á verðbólguvæntingar. Nú sé vaxandi þensla á innlendum markaði og þegar litið sé til næstu tveggja ára megi reikna með því að þenslan verði enn meiri. Þá segir Ingólfur verðbólgumarkmið Seðlabankans ekki hafa staðist undanfarin ár. Fyrir því séu ýmsar ástæður. Þegar bankinn hafi tekið upp verðbólgumarkið hafi verið mikið ójanfnvægi á hagkerfinu, mikill viðskiptahalli, og komið hafi verið út úr fastgengiskerfi sem ekki hafi hentað þeim frjálsu fjármagnsflutningum sem verið hafi á þeim tíma. Það hafi verið eðlilegt að krónan myndi lækka og það myndi leiða til verðbólguskots sem Seðlabankinn hafi lítið getað gert í. Síðan hafi tekið við stærstu framkvæmdir Íslandssögunnar sem sé óvenjulegt ástand og erfitt að eiga við fyrir bankann, sérstaklega þegar hann hafi ekki ríki og sveitarfélög með sér. En hverju spáir greiningardeild Íslandsbanka? Ingólfur segir að deildin spái því að verðbólgan verði í ríflega þremur prósentum eftir 12 mánuði og 5,6 prósent yfir næsta ár sem talsvert langt yfir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans.
Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira