Beðið eftir ákvörðun Steinunnar 6. júní 2005 00:01 Enn er þess beðið með eftirvæntingu hvort Steinunn Jónsdóttir, dóttir Jóns Helga Guðmundssonar sem kenndur er við Byko, selji fjögurra prósenta hlut sinn í bankanum og þá hverjum. Hlutur Steinunnar getur orðið til þess að nýr meirihluti myndist í bankanum. Margir bjuggust við að í dag yrði gert ljóst hver myndi kaupa hlut Steinunnar en svo var ekki. Eins og fram hefur komið í fréttum á sér stað hörð valdabarátta innan Íslandsbanka. Bjarni Ármannsson, forstjóri bankans, hefur tekið fullan þátt í þessari baráttu en nýlega keypti Bjarni hlutabréf í bankanum fyrir 1,3 milljarða króna af Jóni Helga Guðmundssyni, eiganda Byko og föður Steinunnar. Deilt er hart um það á markaði hvort það teljist siðferðilega rétt af forstjóranum að blanda sínum eigin persónulegu hagsmunum með þessum hætti í málið því sem forstjóri eigi hann að hafa hagsmuni allra hluthafanna í fyrirrúmi og það geti hann ekki í þessari stöðu. Bjarni sagði þó sjálfur í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að kaupin væru fullkomlega eðlileg. Þá keypti Einar Sveinsson, stjórnarformaður bankans, fyrir ríflega 500 milljónir og aðrir fimm lykilstjórnendur keyptu fyrir um 226 milljónir hver og er talið að með kaupunum vilji þeir tryggja völd sín innan bankans. Ekki náðist í Steinunni fyrir fréttir og hvort af sölunni verður eða hvenær er ekki hægt að segja til um að svo stöddu. Þykir þó flestum líklegast að ef sölunni verður selji hún hlutinn aðila tengdum Straumi. Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Enn er þess beðið með eftirvæntingu hvort Steinunn Jónsdóttir, dóttir Jóns Helga Guðmundssonar sem kenndur er við Byko, selji fjögurra prósenta hlut sinn í bankanum og þá hverjum. Hlutur Steinunnar getur orðið til þess að nýr meirihluti myndist í bankanum. Margir bjuggust við að í dag yrði gert ljóst hver myndi kaupa hlut Steinunnar en svo var ekki. Eins og fram hefur komið í fréttum á sér stað hörð valdabarátta innan Íslandsbanka. Bjarni Ármannsson, forstjóri bankans, hefur tekið fullan þátt í þessari baráttu en nýlega keypti Bjarni hlutabréf í bankanum fyrir 1,3 milljarða króna af Jóni Helga Guðmundssyni, eiganda Byko og föður Steinunnar. Deilt er hart um það á markaði hvort það teljist siðferðilega rétt af forstjóranum að blanda sínum eigin persónulegu hagsmunum með þessum hætti í málið því sem forstjóri eigi hann að hafa hagsmuni allra hluthafanna í fyrirrúmi og það geti hann ekki í þessari stöðu. Bjarni sagði þó sjálfur í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að kaupin væru fullkomlega eðlileg. Þá keypti Einar Sveinsson, stjórnarformaður bankans, fyrir ríflega 500 milljónir og aðrir fimm lykilstjórnendur keyptu fyrir um 226 milljónir hver og er talið að með kaupunum vilji þeir tryggja völd sín innan bankans. Ekki náðist í Steinunni fyrir fréttir og hvort af sölunni verður eða hvenær er ekki hægt að segja til um að svo stöddu. Þykir þó flestum líklegast að ef sölunni verður selji hún hlutinn aðila tengdum Straumi.
Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira