Útiloka ekki frekari fjárfestingar 31. maí 2005 00:01 Avion Group útilokar ekki frekari fjárfestingar í flutningastarfsemi, þótt fyrirtækið sé nýbúið að festa kaup á næstum öllum bréfum í sjálfu Eimskipafélaginu. Stefnt er að skráningu Avion Group í Kauphöll Íslands eigi síðar en 31. janúar á næsta ári. Um er að ræða 94,1 prósents hlut í Eimskipafélagi Íslands til Avion Group en félagið stefnir einnig að kaupum á 5,9 prósenta hlut P/F Tjalds í Eimskipafélaginu en þannig mun Avion Group eignast félagið að fullu á 23 milljarða króna. Með þessu verður til stærsta félag landsins í flutningastarfsemi með 110 milljarða króna veltu, 4.400 starfsmenn og 80 starfsstöðvar um heim allan. Magnús Þorsteinsson, aðaleigandi Avion Group, hefur ákveðið að selja hlut sinn í Samson feðgunum Björgólfi Guðmundssyni og Björgólfi Thor og verða þeir því einu aðilar að félaginu en Samson er stór hluthafi í Landsbankanum og Burðarási. Aðspurður hvað hann ætli sér með Eimskip segir Magnús að haldið verði áfram að stuðla að vexti og viðgangi þess. Spurður hvort kaupverðið sé ekki hátt segir Magnús að vissulega séu 23 milljarða miklir peningar. Hann hafi verið stjórnarformaður Eimskips síðastliðin tvö ár og það sé mjög ánægjulegt að reksturinn hafi gengið svo vel og félagið skuli orðið svo mikils virði. Þrátt fyrir að flutningareskstur sé áhættusamur geiri, segist Magnús ekki vera smeykur. Öll fyrirtækin séu í góðum rekstri og skili ágætum hagnaði og ef menn haldi vel á spilum þurfi þeir ekkert að óttast. Margir hafa sýnt Eimskipafélaginu áhuga undanfarið. Friðrik Jóhannsson, forstjóri Burðaráss, segir ástæður þess að félagið hafa verið selt nú vera það verð sem boðið var, en innleystur söluhagnaður fyrir skatta er 15,5 milljarðar króna. Aðspurður hvort ekki hafi staðið til að setja félagið á markað segir Friðrik að það hafi átt að gera síðar á árinu en forsvarsmenn Burðaráss telji að salan í dag sé áhugaverðari kostur. Inttur eftir því hvað verði gert við hagnaðinn segir Friðrik að verið sé að skoða mörg verkefni og það verði að koma í ljós. Burðarás hefur verið að auka við sig í skandinavíska tryggingafélaginu Skandia að undanförnu. Spurður hvort Burðarás hafi áhuga á að eignast félagið að fullu segir Friðrik að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að kaupa stærri hlut í því en fylgst sé með þróuninni þar. Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Avion Group útilokar ekki frekari fjárfestingar í flutningastarfsemi, þótt fyrirtækið sé nýbúið að festa kaup á næstum öllum bréfum í sjálfu Eimskipafélaginu. Stefnt er að skráningu Avion Group í Kauphöll Íslands eigi síðar en 31. janúar á næsta ári. Um er að ræða 94,1 prósents hlut í Eimskipafélagi Íslands til Avion Group en félagið stefnir einnig að kaupum á 5,9 prósenta hlut P/F Tjalds í Eimskipafélaginu en þannig mun Avion Group eignast félagið að fullu á 23 milljarða króna. Með þessu verður til stærsta félag landsins í flutningastarfsemi með 110 milljarða króna veltu, 4.400 starfsmenn og 80 starfsstöðvar um heim allan. Magnús Þorsteinsson, aðaleigandi Avion Group, hefur ákveðið að selja hlut sinn í Samson feðgunum Björgólfi Guðmundssyni og Björgólfi Thor og verða þeir því einu aðilar að félaginu en Samson er stór hluthafi í Landsbankanum og Burðarási. Aðspurður hvað hann ætli sér með Eimskip segir Magnús að haldið verði áfram að stuðla að vexti og viðgangi þess. Spurður hvort kaupverðið sé ekki hátt segir Magnús að vissulega séu 23 milljarða miklir peningar. Hann hafi verið stjórnarformaður Eimskips síðastliðin tvö ár og það sé mjög ánægjulegt að reksturinn hafi gengið svo vel og félagið skuli orðið svo mikils virði. Þrátt fyrir að flutningareskstur sé áhættusamur geiri, segist Magnús ekki vera smeykur. Öll fyrirtækin séu í góðum rekstri og skili ágætum hagnaði og ef menn haldi vel á spilum þurfi þeir ekkert að óttast. Margir hafa sýnt Eimskipafélaginu áhuga undanfarið. Friðrik Jóhannsson, forstjóri Burðaráss, segir ástæður þess að félagið hafa verið selt nú vera það verð sem boðið var, en innleystur söluhagnaður fyrir skatta er 15,5 milljarðar króna. Aðspurður hvort ekki hafi staðið til að setja félagið á markað segir Friðrik að það hafi átt að gera síðar á árinu en forsvarsmenn Burðaráss telji að salan í dag sé áhugaverðari kostur. Inttur eftir því hvað verði gert við hagnaðinn segir Friðrik að verið sé að skoða mörg verkefni og það verði að koma í ljós. Burðarás hefur verið að auka við sig í skandinavíska tryggingafélaginu Skandia að undanförnu. Spurður hvort Burðarás hafi áhuga á að eignast félagið að fullu segir Friðrik að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að kaupa stærri hlut í því en fylgst sé með þróuninni þar.
Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira