S-hópurinn fékk milljarða að láni 30. maí 2005 00:01 S-hópurinn fékk milljarða að láni frá Landsbankanum á meðan hann var enn í ríkiseigu. Lánið var til að fjármagna fyrri greiðslu S-hópsins vegna kaupa á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum í janúar 2003. Eignarhaldsfélagið Egla fékk um 3 milljarða króna í lán frá Landsbankanum en félög í S-hópnum fengu alls lánaða 6 til 8 milljarða króna. Þýski bankinn Hauck & Aufhauser átti 50 prósenta hlut í Eglu, Ker átti 49,5 prósenta hlut og VÍS 0,5 prósenta hlut. Þetta kemur fram í síðasta hluta greinaflokks Fréttablaðsins um einkavæðingu bankanna, sem birtist í blaðinu í dag. Þar kemur einnig fram að þegar framkvæmdanefndin valdi S-hópinn til viðræðna um kaupin á Búnaðarbankanum hafði nefndin ekki enn fengið uppgefið hvaða erlendi fjárfestir væri þar á meðal. S-hópurinn sagði fjárfestinn ekki vilja koma fram fyrr en að loknum samningum. Samið var um það að S-hópurinn gæfi HSBC upp nafnið á fjárfestinum og HSBC myndi síðan upplýsa nefndina um hvort hann teldist áreiðanlegur. Niðurstaða HSBC var jákvæð í garð fjárfestisins. Umsögn HSBC vakti ekki spurningar meðal framkvæmdanefndarinnar fyrr en kaupsamningur var undirritaður og tilkynnt var að þýski einkabankinn Hauck & Aufhauser væri erlendi fjárfestirinn. Nefndarmönnum fannst þá að umsögn HSBC hefði ekki getað átt við Hauck & Aufhauser því hún hefði dregið upp mynd af stórum alþjóðlegum fjárfestingarbanka, sem Hauck & Aufhauser er ekki. Í greininni segir einnig að í kaupsamningi milli ríkisins og S-hópsins kom fram að hluthöfum Eglu var óheimilt að selja, eða ráðstafa á annan hátt, hluti sínum í Eglu í 21 mánuð frá undirritun samningsins 16. janúar 2003, nema að fengnu skriflegu samþykki viðskiptaráðherra. Peter Gatti, fulltrúi Hauck & Aufhauser sem átti helmingshlut í Eglu, sagði við fjölmiðla við undirskrift kaupsamningsins að bankinn myndi halda eignarhlut sínum í Búnaðarbankanum í að minnsta kosti tvö ár líkt og kveðið væri á um í kaupsamningnum. Að þeim tíma liðnum yrði ávöxtunin metin og fjárfestingin endurskoðuð. Þrettán mánuðum eftir undirritun kaupsamnings, 20. febrúar 2004, keypti Ker þriðjung af hlutafé Hauck & Aufhauser í sameinuðum KB banka. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra veitti leyfi fyrir viðskiptunum. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
S-hópurinn fékk milljarða að láni frá Landsbankanum á meðan hann var enn í ríkiseigu. Lánið var til að fjármagna fyrri greiðslu S-hópsins vegna kaupa á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum í janúar 2003. Eignarhaldsfélagið Egla fékk um 3 milljarða króna í lán frá Landsbankanum en félög í S-hópnum fengu alls lánaða 6 til 8 milljarða króna. Þýski bankinn Hauck & Aufhauser átti 50 prósenta hlut í Eglu, Ker átti 49,5 prósenta hlut og VÍS 0,5 prósenta hlut. Þetta kemur fram í síðasta hluta greinaflokks Fréttablaðsins um einkavæðingu bankanna, sem birtist í blaðinu í dag. Þar kemur einnig fram að þegar framkvæmdanefndin valdi S-hópinn til viðræðna um kaupin á Búnaðarbankanum hafði nefndin ekki enn fengið uppgefið hvaða erlendi fjárfestir væri þar á meðal. S-hópurinn sagði fjárfestinn ekki vilja koma fram fyrr en að loknum samningum. Samið var um það að S-hópurinn gæfi HSBC upp nafnið á fjárfestinum og HSBC myndi síðan upplýsa nefndina um hvort hann teldist áreiðanlegur. Niðurstaða HSBC var jákvæð í garð fjárfestisins. Umsögn HSBC vakti ekki spurningar meðal framkvæmdanefndarinnar fyrr en kaupsamningur var undirritaður og tilkynnt var að þýski einkabankinn Hauck & Aufhauser væri erlendi fjárfestirinn. Nefndarmönnum fannst þá að umsögn HSBC hefði ekki getað átt við Hauck & Aufhauser því hún hefði dregið upp mynd af stórum alþjóðlegum fjárfestingarbanka, sem Hauck & Aufhauser er ekki. Í greininni segir einnig að í kaupsamningi milli ríkisins og S-hópsins kom fram að hluthöfum Eglu var óheimilt að selja, eða ráðstafa á annan hátt, hluti sínum í Eglu í 21 mánuð frá undirritun samningsins 16. janúar 2003, nema að fengnu skriflegu samþykki viðskiptaráðherra. Peter Gatti, fulltrúi Hauck & Aufhauser sem átti helmingshlut í Eglu, sagði við fjölmiðla við undirskrift kaupsamningsins að bankinn myndi halda eignarhlut sínum í Búnaðarbankanum í að minnsta kosti tvö ár líkt og kveðið væri á um í kaupsamningnum. Að þeim tíma liðnum yrði ávöxtunin metin og fjárfestingin endurskoðuð. Þrettán mánuðum eftir undirritun kaupsamnings, 20. febrúar 2004, keypti Ker þriðjung af hlutafé Hauck & Aufhauser í sameinuðum KB banka. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra veitti leyfi fyrir viðskiptunum.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira