Lá við stjórnarslitum vegna VÍS 29. maí 2005 00:01 Átökin milli eigendahópanna tveggja í tryggingafélaginu VÍS urðu til þess að ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var í hættu. Halldór Ásgrímsson hótaði Davíð Oddssyni því að ef VÍS yrði selt Samson með Landsbankanum myndi hann hætta við einkavæðingu bankanna. Með því að stöðva einkavæðingarferlið væri hann að brjóta gegn stjórnarsáttmálanum og Davíð Oddsson hefði slitið ríkisstjórnarsamstarfinu. S-hópurinn átti helming í VÍS á móti Landsbankanum. Mikilvægi VÍS hvað varðar bankasöluna felst helst í því að tryggingafélag á borð við VÍS er mjög öflugur bakhjarl í fjárfestingum. Eftir að S-hópurinn keypti Landsbankann út úr VÍS var VÍS bætt inn í S-hópinn sem sóttist eftir því að kaupa Landsbankann og Búnaðarbankann og eignaðist síðar Búnaðarbankann. Þetta kemur fram í þriðju fréttaskýringu Fréttablaðsins í greinaflokki um einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans sem birtist í blaðinu í dag. Þar segir einnig að Landsbankinn hafi gerst brotlegur gegn S-hópnum með því að selja um 7 prósenta hlut í VÍS eftir að S-hópurinn hafði afturkallað söluumboð sem hann hafði veitt Landsbankanum um sex vikum áður. VÍS átti helming af hlutnum sem Landsbankinn seldi og heldur því fram að Landsbankinn hafi selt sjálfum sér hlutinn. S-hópurinn sagði söluna brot á lögum um verðbréfaviðskipti, og lögum um viðskiptabanka og reglum Kauphallarinnar. S-hópurinn skrifaði bréf til Kauphallarinnar og Fjármálaeftirlitsins þar sem vakin var athygli á háttsemi Landsbankans og óskaði eftir því að gripið yrði til viðeigandi ráðstafana og viðurlaga eftir atvikum. Landsbankamenn báðu S-hópinn um sáttafund og að bréfið yrði ekki sent fyrr en að honum loknum. Mitt í þessum deilum hitti Björgólfur Guðmundsson, einn þriggja sem stóðu að Samson sem sóttist eftir að kaupa Landsbankann eða Búnaðarbankann, Ólaf Ólafsson úr S-hópnum til að ræða um VÍS. Þá voru enn tvær vikur í að framkvæmdanefndin tilkynnti að hún myndi hefja viðræður við Samson um kaupin á Landsbankanum. S-hópurinn kallar átökin "Sex daga stríðið um VÍS". Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Átökin milli eigendahópanna tveggja í tryggingafélaginu VÍS urðu til þess að ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var í hættu. Halldór Ásgrímsson hótaði Davíð Oddssyni því að ef VÍS yrði selt Samson með Landsbankanum myndi hann hætta við einkavæðingu bankanna. Með því að stöðva einkavæðingarferlið væri hann að brjóta gegn stjórnarsáttmálanum og Davíð Oddsson hefði slitið ríkisstjórnarsamstarfinu. S-hópurinn átti helming í VÍS á móti Landsbankanum. Mikilvægi VÍS hvað varðar bankasöluna felst helst í því að tryggingafélag á borð við VÍS er mjög öflugur bakhjarl í fjárfestingum. Eftir að S-hópurinn keypti Landsbankann út úr VÍS var VÍS bætt inn í S-hópinn sem sóttist eftir því að kaupa Landsbankann og Búnaðarbankann og eignaðist síðar Búnaðarbankann. Þetta kemur fram í þriðju fréttaskýringu Fréttablaðsins í greinaflokki um einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans sem birtist í blaðinu í dag. Þar segir einnig að Landsbankinn hafi gerst brotlegur gegn S-hópnum með því að selja um 7 prósenta hlut í VÍS eftir að S-hópurinn hafði afturkallað söluumboð sem hann hafði veitt Landsbankanum um sex vikum áður. VÍS átti helming af hlutnum sem Landsbankinn seldi og heldur því fram að Landsbankinn hafi selt sjálfum sér hlutinn. S-hópurinn sagði söluna brot á lögum um verðbréfaviðskipti, og lögum um viðskiptabanka og reglum Kauphallarinnar. S-hópurinn skrifaði bréf til Kauphallarinnar og Fjármálaeftirlitsins þar sem vakin var athygli á háttsemi Landsbankans og óskaði eftir því að gripið yrði til viðeigandi ráðstafana og viðurlaga eftir atvikum. Landsbankamenn báðu S-hópinn um sáttafund og að bréfið yrði ekki sent fyrr en að honum loknum. Mitt í þessum deilum hitti Björgólfur Guðmundsson, einn þriggja sem stóðu að Samson sem sóttist eftir að kaupa Landsbankann eða Búnaðarbankann, Ólaf Ólafsson úr S-hópnum til að ræða um VÍS. Þá voru enn tvær vikur í að framkvæmdanefndin tilkynnti að hún myndi hefja viðræður við Samson um kaupin á Landsbankanum. S-hópurinn kallar átökin "Sex daga stríðið um VÍS".
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira