Á kajak um frosna paradís 4. maí 2005 00:01 Valdimar Leifsson, kvikmyndagerðarmaður, hefur farið víða en skemmtilegasta ferð sem hann hefur farið, og sú eftirminnilegasta var til Grænlands í harla spennandi erindagjörðum. "Þetta kom til í gegnum Róbert Schmidt veiðimann. Ég hafði gert þátt um hann sem fjallaði um kajakveiði og fljótlega eftir það fór hann að tala um að hann væri með kajakferðir til Grænlands og hvort ég vildi ekki koma með. Ég sagði strax já þó að ég hefði aldrei á kajak komið og við fórum að æfa okkur, bæði í sundlaugunum og svo líka úti á sjó. Haustið 2002 flugum við svo til Kulusuk á austurströnd Grænlands og fengum kajaka og svo var bara byrjað að róa. Ég, sá óvanasti í hópnum, var náttúrlega aftastur og allt gekk vel. Þetta var stórkostleg upplifun. Veðrið var stillt og aldrei rok og samt var hafís yfir sjónum og við rerum milli jakanna. Svo var bara gist í tjöldum og við vorum með mat með okkur sem við tókum með frá Íslandi. Ferðin stóð í viku en af þeim tíma vorum við að róa í fimm daga og sáum varla hræðu alla leiðina. Þetta eru svo rosalegar vegalengdir og ekkert nema bara fjöll og ís og það heillar mann líka." Þetta var langt í frá í fyrsta sinn sem Valdimar kemur til Grænlands. "Ég hef komið til Grænlands fimm sinnum áður og heillast alltaf meira og meira. Ég hafði reyndar farið áður með Róbert á sömu slóðir en þá á hundasleða sem var mjög ólík upplifun af sama svæði. Í hundasleðaferðinni héldum við upp á afmælið hans með þríréttaðri máltíð úti í grænlenska vetrinum og Grænlendingunum fannst mjög fyndið hvað við værum miklir dekurhanar. Grænlendingar eru yndislegt fólk, alltaf alveg í núinu og fortíð og framtíð skipta minna máli. Maður verður mjög afslappaður, símarnir virka ekki og svo er maður bara einn með náttúrunni." En náttúran er ekki hættulaus. "Ísinn er mjög hættulegur því það eru vakir á milli jaka sem skapa mikla strauma og stundum þarf að róa hratt. Ég myndaði alla ferðina og lenti einu sinni í vanda þegar ég klemmdist á kajaknum milli tveggja jaka. Ég slapp mjög naumlega en linsan af myndavélinni hvarf í djúpið. Við vorum líka frekar hætt komnir þegar við rerum upp að risastórum borgarísjaka og það var svo fallegt að við gleymdum okkur alveg. Allt í einu brotnaði úr jakanum og við áttum árum fjör að launa." Valdimar er að gera mynd um kajakferðina til Grænlands." Myndavélin var eiginlega skilyrði fyrir því að ég fengi að fara með. Ég er langt kominn með fimmtíu mínútna mynd þar sem ég flétta sögu Grænlands saman við ferðasöguna okkar. Ég geri myndina bæði á íslensku og ensku og ætla að sjá til hvort einhver sjónvarpsstöðin hefur kannski áhuga á henni." Myndina kallar Valdimar "Frosin paradís." Ferðalög Mest lesið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Valdimar Leifsson, kvikmyndagerðarmaður, hefur farið víða en skemmtilegasta ferð sem hann hefur farið, og sú eftirminnilegasta var til Grænlands í harla spennandi erindagjörðum. "Þetta kom til í gegnum Róbert Schmidt veiðimann. Ég hafði gert þátt um hann sem fjallaði um kajakveiði og fljótlega eftir það fór hann að tala um að hann væri með kajakferðir til Grænlands og hvort ég vildi ekki koma með. Ég sagði strax já þó að ég hefði aldrei á kajak komið og við fórum að æfa okkur, bæði í sundlaugunum og svo líka úti á sjó. Haustið 2002 flugum við svo til Kulusuk á austurströnd Grænlands og fengum kajaka og svo var bara byrjað að róa. Ég, sá óvanasti í hópnum, var náttúrlega aftastur og allt gekk vel. Þetta var stórkostleg upplifun. Veðrið var stillt og aldrei rok og samt var hafís yfir sjónum og við rerum milli jakanna. Svo var bara gist í tjöldum og við vorum með mat með okkur sem við tókum með frá Íslandi. Ferðin stóð í viku en af þeim tíma vorum við að róa í fimm daga og sáum varla hræðu alla leiðina. Þetta eru svo rosalegar vegalengdir og ekkert nema bara fjöll og ís og það heillar mann líka." Þetta var langt í frá í fyrsta sinn sem Valdimar kemur til Grænlands. "Ég hef komið til Grænlands fimm sinnum áður og heillast alltaf meira og meira. Ég hafði reyndar farið áður með Róbert á sömu slóðir en þá á hundasleða sem var mjög ólík upplifun af sama svæði. Í hundasleðaferðinni héldum við upp á afmælið hans með þríréttaðri máltíð úti í grænlenska vetrinum og Grænlendingunum fannst mjög fyndið hvað við værum miklir dekurhanar. Grænlendingar eru yndislegt fólk, alltaf alveg í núinu og fortíð og framtíð skipta minna máli. Maður verður mjög afslappaður, símarnir virka ekki og svo er maður bara einn með náttúrunni." En náttúran er ekki hættulaus. "Ísinn er mjög hættulegur því það eru vakir á milli jaka sem skapa mikla strauma og stundum þarf að róa hratt. Ég myndaði alla ferðina og lenti einu sinni í vanda þegar ég klemmdist á kajaknum milli tveggja jaka. Ég slapp mjög naumlega en linsan af myndavélinni hvarf í djúpið. Við vorum líka frekar hætt komnir þegar við rerum upp að risastórum borgarísjaka og það var svo fallegt að við gleymdum okkur alveg. Allt í einu brotnaði úr jakanum og við áttum árum fjör að launa." Valdimar er að gera mynd um kajakferðina til Grænlands." Myndavélin var eiginlega skilyrði fyrir því að ég fengi að fara með. Ég er langt kominn með fimmtíu mínútna mynd þar sem ég flétta sögu Grænlands saman við ferðasöguna okkar. Ég geri myndina bæði á íslensku og ensku og ætla að sjá til hvort einhver sjónvarpsstöðin hefur kannski áhuga á henni." Myndina kallar Valdimar "Frosin paradís."
Ferðalög Mest lesið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira