Esjan er góður mælikvarði 24. febrúar 2005 00:01 Hjördís Harðardóttir göngugarpur ætlar að leiða hóp Íslendinga um stórbrotna náttúru Slóveníu. Hún veit ekkert skemmtilegra en gönguferðir á framandi slóðum. "Ég byrjaði að ganga fyrir rúmum áratug og hef verið með algjöra göngudellu æ síðan. Ég var fertug og formið var ekki upp á sitt besta. Ég hætti að reykja, byrjaði að fara í göngutúra sem urðu með tímanum lengri og lengri," segir Hjördís Harðardóttir, göngukona með meiru. Hjördís hefur gengið vítt og breitt um Ísland en hún lætur það ekki duga því síðustu þrjú árin hefur hún skipulagt og stýrt gönguferðum um Pýreneafjöllin á Spáni á vegum ÍT-ferða. Hún er að skipuleggja enn eina ferð í Pýreneafjöllin í haust en í millitíðinni ætlar hún að prófa spennandi gönguslóðir í Slóveníu. "Slóvenía er mjög spennandi enda náttúran alveg einstök. Við leggjum upp 16. júní með 45 manna hóp og ætlum að ganga í sex daga um hinn fræga Triglav-þjóðgarð sem er austasti hluti Alpafjallanna. Það er mikil menning og saga á þessum slóðum og við fetum í fótspor Hemingways því bók hans, Vopnin kvödd, gerist á þessum slóðum," segir Hjördís. Hún segir innfædda leiðsögumenn fylgja hópnum allan tímann. Ekki er hægt að bæta farþegum í þennan hóp en vegna fjölmargra fyrirspurna kann að svo að fara að efnt verði til annarrar ferðar í sumar. Hjördís segir gönguferð af þessu tagi ekki mjög erfiða en vissulega sé fólk á göngu mestanpart dagsins. "Hver og einn þarf að bera föt til skiptanna og hingað til hefur fólk ekki kvartað undan því. Það er ekki hægt að hugsa sér skemmtilegri ferðamáta og fólk nýtur náttúrunnar og umhverfisins með allt öðrum hætti en þegar ferðast er í bíl eða lest. Það myndast ótrúlega skemmtileg stemning í gönguhópnum og fólk nýtur útiverunnar og samverunnar til hins ítrasta." Hún segir mikilvægt að fólk komi sér í form fyrir ferðina, þá verði lífið léttara og þar með skemmtilegra. "Ef fólk kemst upp á Esjuna og getur hreyft sig daginn eftir þá er allt í fína lagi. Esjan er góður mælikvarði," segir Hjördís Harðardóttir. Hægt er að kynna sér gönguferðirnar á heimasíðu ÍT-ferða á netinu. Ferðalög Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hjördís Harðardóttir göngugarpur ætlar að leiða hóp Íslendinga um stórbrotna náttúru Slóveníu. Hún veit ekkert skemmtilegra en gönguferðir á framandi slóðum. "Ég byrjaði að ganga fyrir rúmum áratug og hef verið með algjöra göngudellu æ síðan. Ég var fertug og formið var ekki upp á sitt besta. Ég hætti að reykja, byrjaði að fara í göngutúra sem urðu með tímanum lengri og lengri," segir Hjördís Harðardóttir, göngukona með meiru. Hjördís hefur gengið vítt og breitt um Ísland en hún lætur það ekki duga því síðustu þrjú árin hefur hún skipulagt og stýrt gönguferðum um Pýreneafjöllin á Spáni á vegum ÍT-ferða. Hún er að skipuleggja enn eina ferð í Pýreneafjöllin í haust en í millitíðinni ætlar hún að prófa spennandi gönguslóðir í Slóveníu. "Slóvenía er mjög spennandi enda náttúran alveg einstök. Við leggjum upp 16. júní með 45 manna hóp og ætlum að ganga í sex daga um hinn fræga Triglav-þjóðgarð sem er austasti hluti Alpafjallanna. Það er mikil menning og saga á þessum slóðum og við fetum í fótspor Hemingways því bók hans, Vopnin kvödd, gerist á þessum slóðum," segir Hjördís. Hún segir innfædda leiðsögumenn fylgja hópnum allan tímann. Ekki er hægt að bæta farþegum í þennan hóp en vegna fjölmargra fyrirspurna kann að svo að fara að efnt verði til annarrar ferðar í sumar. Hjördís segir gönguferð af þessu tagi ekki mjög erfiða en vissulega sé fólk á göngu mestanpart dagsins. "Hver og einn þarf að bera föt til skiptanna og hingað til hefur fólk ekki kvartað undan því. Það er ekki hægt að hugsa sér skemmtilegri ferðamáta og fólk nýtur náttúrunnar og umhverfisins með allt öðrum hætti en þegar ferðast er í bíl eða lest. Það myndast ótrúlega skemmtileg stemning í gönguhópnum og fólk nýtur útiverunnar og samverunnar til hins ítrasta." Hún segir mikilvægt að fólk komi sér í form fyrir ferðina, þá verði lífið léttara og þar með skemmtilegra. "Ef fólk kemst upp á Esjuna og getur hreyft sig daginn eftir þá er allt í fína lagi. Esjan er góður mælikvarði," segir Hjördís Harðardóttir. Hægt er að kynna sér gönguferðirnar á heimasíðu ÍT-ferða á netinu.
Ferðalög Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira