Staðfestir sakir olíufélaganna 1. febrúar 2005 00:01 Samkvæmt úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála lækka sektir olíufélaganna um rúmlega einn milljarð. Sektir Skeljungs lækka mest eða um 650 milljónir króna. Sektirnar þarf að greiða eigi síðar en þremur mánuðum frá uppkvaðningu úrskurðarins sem kveðinn var upp í gær. Guðmundur Sigurðsson, lögfræðingur hjá Samkeppnisstofnun, segist að mestu vera mjög sáttur við úrskurð áfrýjunarnefndarinnar. "Nefndin staðfestir raunverulega í megin atriðum hið ólögmæta samráð og segir þarna hafa verið um að ræða skipulagt, umfangsmikið, ólöglegt samráð í níu ár. Við erum ánægðir með að áfrýjunarnefndin kemst að þeirri niðurstöðu að ekkert hafi verið við vinnubrögð Samkeppnisráðs að athuga þannig að það gæfi ástæðu til að fella úr gildi eða breyta ákvörðun ráðsins. "Skeljungur er ekki lengur sett í þá stöðu að vera aðalgerandi í málinu. Ég er ánægður með lækkun sektarinnar um 650 milljónir króna en tel ákvörðunina um þá sekt sem eftir stendur mjög alvarlega," segir Gestur Jónsson, lögmaður Skeljungs, um úrskurðinn. Hann segir ekki hafa verið ákveðið hvort málið verði lagt fyrir héraðsdóm eins og félagið hafi kost á. Guðmundur Sigurðsson segir skilja á milli Samkeppnisráðs og áfrýjunarnefndarinnar við mat á sektunum. "Samkeppnisráð komst að þeirri niðurstöðu að sannarlegur ávinningur félaganna á þessu brotatímabili hafi verið 6,5 milljarðar króna og áfrýjunarnefndin staðfestir þá tölu í raun og veru. Samkeppnisráð ákvarðaði jafna sekt á öll félögin en nefndin telur ávinning þeirra mismikinn," segir Guðmundur. Hann segir ávinning Skeljungs hafa verið sínu minnstan eða 1.650 milljónir á móti 2.750 milljónum Kers sem rekur Essó. Eins segir hann áfrýjunarnefndina taka meira tillit til breytinga í hagkerfinu seinni hluta samráðstímabilsins sem Samkeppnisráð taldi ekki ástæðu til að gera. Samkvæmt úrskurðinum er sekt Kers, sem rekur Essó, 900 milljónir og sekt Olíuverslun Íslands 700 milljónir fyrir afslátt, sem félögin fá fyrir samvinnu við rannsókn málsins. Skeljungur fær engan afslátt. Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Samkvæmt úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála lækka sektir olíufélaganna um rúmlega einn milljarð. Sektir Skeljungs lækka mest eða um 650 milljónir króna. Sektirnar þarf að greiða eigi síðar en þremur mánuðum frá uppkvaðningu úrskurðarins sem kveðinn var upp í gær. Guðmundur Sigurðsson, lögfræðingur hjá Samkeppnisstofnun, segist að mestu vera mjög sáttur við úrskurð áfrýjunarnefndarinnar. "Nefndin staðfestir raunverulega í megin atriðum hið ólögmæta samráð og segir þarna hafa verið um að ræða skipulagt, umfangsmikið, ólöglegt samráð í níu ár. Við erum ánægðir með að áfrýjunarnefndin kemst að þeirri niðurstöðu að ekkert hafi verið við vinnubrögð Samkeppnisráðs að athuga þannig að það gæfi ástæðu til að fella úr gildi eða breyta ákvörðun ráðsins. "Skeljungur er ekki lengur sett í þá stöðu að vera aðalgerandi í málinu. Ég er ánægður með lækkun sektarinnar um 650 milljónir króna en tel ákvörðunina um þá sekt sem eftir stendur mjög alvarlega," segir Gestur Jónsson, lögmaður Skeljungs, um úrskurðinn. Hann segir ekki hafa verið ákveðið hvort málið verði lagt fyrir héraðsdóm eins og félagið hafi kost á. Guðmundur Sigurðsson segir skilja á milli Samkeppnisráðs og áfrýjunarnefndarinnar við mat á sektunum. "Samkeppnisráð komst að þeirri niðurstöðu að sannarlegur ávinningur félaganna á þessu brotatímabili hafi verið 6,5 milljarðar króna og áfrýjunarnefndin staðfestir þá tölu í raun og veru. Samkeppnisráð ákvarðaði jafna sekt á öll félögin en nefndin telur ávinning þeirra mismikinn," segir Guðmundur. Hann segir ávinning Skeljungs hafa verið sínu minnstan eða 1.650 milljónir á móti 2.750 milljónum Kers sem rekur Essó. Eins segir hann áfrýjunarnefndina taka meira tillit til breytinga í hagkerfinu seinni hluta samráðstímabilsins sem Samkeppnisráð taldi ekki ástæðu til að gera. Samkvæmt úrskurðinum er sekt Kers, sem rekur Essó, 900 milljónir og sekt Olíuverslun Íslands 700 milljónir fyrir afslátt, sem félögin fá fyrir samvinnu við rannsókn málsins. Skeljungur fær engan afslátt.
Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira