Staðfestir sakir olíufélaganna 1. febrúar 2005 00:01 Samkvæmt úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála lækka sektir olíufélaganna um rúmlega einn milljarð. Sektir Skeljungs lækka mest eða um 650 milljónir króna. Sektirnar þarf að greiða eigi síðar en þremur mánuðum frá uppkvaðningu úrskurðarins sem kveðinn var upp í gær. Guðmundur Sigurðsson, lögfræðingur hjá Samkeppnisstofnun, segist að mestu vera mjög sáttur við úrskurð áfrýjunarnefndarinnar. "Nefndin staðfestir raunverulega í megin atriðum hið ólögmæta samráð og segir þarna hafa verið um að ræða skipulagt, umfangsmikið, ólöglegt samráð í níu ár. Við erum ánægðir með að áfrýjunarnefndin kemst að þeirri niðurstöðu að ekkert hafi verið við vinnubrögð Samkeppnisráðs að athuga þannig að það gæfi ástæðu til að fella úr gildi eða breyta ákvörðun ráðsins. "Skeljungur er ekki lengur sett í þá stöðu að vera aðalgerandi í málinu. Ég er ánægður með lækkun sektarinnar um 650 milljónir króna en tel ákvörðunina um þá sekt sem eftir stendur mjög alvarlega," segir Gestur Jónsson, lögmaður Skeljungs, um úrskurðinn. Hann segir ekki hafa verið ákveðið hvort málið verði lagt fyrir héraðsdóm eins og félagið hafi kost á. Guðmundur Sigurðsson segir skilja á milli Samkeppnisráðs og áfrýjunarnefndarinnar við mat á sektunum. "Samkeppnisráð komst að þeirri niðurstöðu að sannarlegur ávinningur félaganna á þessu brotatímabili hafi verið 6,5 milljarðar króna og áfrýjunarnefndin staðfestir þá tölu í raun og veru. Samkeppnisráð ákvarðaði jafna sekt á öll félögin en nefndin telur ávinning þeirra mismikinn," segir Guðmundur. Hann segir ávinning Skeljungs hafa verið sínu minnstan eða 1.650 milljónir á móti 2.750 milljónum Kers sem rekur Essó. Eins segir hann áfrýjunarnefndina taka meira tillit til breytinga í hagkerfinu seinni hluta samráðstímabilsins sem Samkeppnisráð taldi ekki ástæðu til að gera. Samkvæmt úrskurðinum er sekt Kers, sem rekur Essó, 900 milljónir og sekt Olíuverslun Íslands 700 milljónir fyrir afslátt, sem félögin fá fyrir samvinnu við rannsókn málsins. Skeljungur fær engan afslátt. Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Samkvæmt úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála lækka sektir olíufélaganna um rúmlega einn milljarð. Sektir Skeljungs lækka mest eða um 650 milljónir króna. Sektirnar þarf að greiða eigi síðar en þremur mánuðum frá uppkvaðningu úrskurðarins sem kveðinn var upp í gær. Guðmundur Sigurðsson, lögfræðingur hjá Samkeppnisstofnun, segist að mestu vera mjög sáttur við úrskurð áfrýjunarnefndarinnar. "Nefndin staðfestir raunverulega í megin atriðum hið ólögmæta samráð og segir þarna hafa verið um að ræða skipulagt, umfangsmikið, ólöglegt samráð í níu ár. Við erum ánægðir með að áfrýjunarnefndin kemst að þeirri niðurstöðu að ekkert hafi verið við vinnubrögð Samkeppnisráðs að athuga þannig að það gæfi ástæðu til að fella úr gildi eða breyta ákvörðun ráðsins. "Skeljungur er ekki lengur sett í þá stöðu að vera aðalgerandi í málinu. Ég er ánægður með lækkun sektarinnar um 650 milljónir króna en tel ákvörðunina um þá sekt sem eftir stendur mjög alvarlega," segir Gestur Jónsson, lögmaður Skeljungs, um úrskurðinn. Hann segir ekki hafa verið ákveðið hvort málið verði lagt fyrir héraðsdóm eins og félagið hafi kost á. Guðmundur Sigurðsson segir skilja á milli Samkeppnisráðs og áfrýjunarnefndarinnar við mat á sektunum. "Samkeppnisráð komst að þeirri niðurstöðu að sannarlegur ávinningur félaganna á þessu brotatímabili hafi verið 6,5 milljarðar króna og áfrýjunarnefndin staðfestir þá tölu í raun og veru. Samkeppnisráð ákvarðaði jafna sekt á öll félögin en nefndin telur ávinning þeirra mismikinn," segir Guðmundur. Hann segir ávinning Skeljungs hafa verið sínu minnstan eða 1.650 milljónir á móti 2.750 milljónum Kers sem rekur Essó. Eins segir hann áfrýjunarnefndina taka meira tillit til breytinga í hagkerfinu seinni hluta samráðstímabilsins sem Samkeppnisráð taldi ekki ástæðu til að gera. Samkvæmt úrskurðinum er sekt Kers, sem rekur Essó, 900 milljónir og sekt Olíuverslun Íslands 700 milljónir fyrir afslátt, sem félögin fá fyrir samvinnu við rannsókn málsins. Skeljungur fær engan afslátt.
Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira