Afsökunarbeiðnirnar mismunandi 8. nóvember 2004 00:01 Olíufélögin Essó, Skeljungur og Olís hafa nú öll beðist afsökunar á ólöglegu samráði félaganna um verðlagningu en gera það með býsna mismunandi hætti. Stjórn, stjórnendur og almennir starfsmenn olíufélagsins Essó harma þátt félagsins í samráði íslenskra olíufélaga á árum áður, eins og það er orðað, og biðjast afsökunar fyrir hönd fyrirtækisins í heilsíðuauglýsingu í dagblöðunum í morgun. Fremstur á hópmynd í auglýsingunni er Hjörleifur Jakobsson forstjóri sem vann hjá Eimskipum meðan á samráðinu stóð. Athygli vekur að Essó notar ekki tækifærið til að kasta rýrð að vinnubrögðum Samkeppnisstofnunar í málinu, eins og Einar Benediktsson, forstjóri Olís, gerði í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum í gær, án þess að rökstyðja það nánar. Hann ber því hins vegar við að þátttaka í opinberri umfjöllun núna gæti skaðað réttarstöðu Olís og einstaklinga á síðari stigum þannig að stjórnendur muni ekki tjá sig nánar að svo stöddu. Þegar tilkynning forstjóra Olís er skoðuð nánar, en hann var líka forstjóri á samráðstímabilinu, kemur í ljós að hann eyðir 21 orði í afsökunarbeiðnina, hundrað orðum meira - eða 121 orði - í gagnrýni á Samkppnisstofnun, og 37 orðum í að biðja félaginu griða almennings þar til málið hefur fengið umfjöllun í rétarkerfi landsins. Annar tónn er í yfirlýsingu frá Gunnari Karli Guðmundssyni, forstjóra Skeljungs, sem reyndar var aðstoðarforstjóri hluta samráðstímabilsins. Þar eru viðskiptavinir félagsins beðnir afsökunar á því sem miður fór á þessum árum og starfsfólk félagsins er beðið afsökunar á þeim óþægindum sem það hefur orðið fyrir upp á síðkastið vegna málsins, um leið og því er þakkað góð frammistaða og samstaða á þessum erfiðu tímum. Þarna biðja stjórnendur Skeljungs sem sagt hinn almenna starfsmann, sem engan þátt hefur átt í samráðinu, afsökunar á framferði fyrri eigenda félagsins en á það er að líta að núverandi eigendur eru allir nýir og tóku ekki þátt í samráðinu. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Sjá meira
Olíufélögin Essó, Skeljungur og Olís hafa nú öll beðist afsökunar á ólöglegu samráði félaganna um verðlagningu en gera það með býsna mismunandi hætti. Stjórn, stjórnendur og almennir starfsmenn olíufélagsins Essó harma þátt félagsins í samráði íslenskra olíufélaga á árum áður, eins og það er orðað, og biðjast afsökunar fyrir hönd fyrirtækisins í heilsíðuauglýsingu í dagblöðunum í morgun. Fremstur á hópmynd í auglýsingunni er Hjörleifur Jakobsson forstjóri sem vann hjá Eimskipum meðan á samráðinu stóð. Athygli vekur að Essó notar ekki tækifærið til að kasta rýrð að vinnubrögðum Samkeppnisstofnunar í málinu, eins og Einar Benediktsson, forstjóri Olís, gerði í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum í gær, án þess að rökstyðja það nánar. Hann ber því hins vegar við að þátttaka í opinberri umfjöllun núna gæti skaðað réttarstöðu Olís og einstaklinga á síðari stigum þannig að stjórnendur muni ekki tjá sig nánar að svo stöddu. Þegar tilkynning forstjóra Olís er skoðuð nánar, en hann var líka forstjóri á samráðstímabilinu, kemur í ljós að hann eyðir 21 orði í afsökunarbeiðnina, hundrað orðum meira - eða 121 orði - í gagnrýni á Samkppnisstofnun, og 37 orðum í að biðja félaginu griða almennings þar til málið hefur fengið umfjöllun í rétarkerfi landsins. Annar tónn er í yfirlýsingu frá Gunnari Karli Guðmundssyni, forstjóra Skeljungs, sem reyndar var aðstoðarforstjóri hluta samráðstímabilsins. Þar eru viðskiptavinir félagsins beðnir afsökunar á því sem miður fór á þessum árum og starfsfólk félagsins er beðið afsökunar á þeim óþægindum sem það hefur orðið fyrir upp á síðkastið vegna málsins, um leið og því er þakkað góð frammistaða og samstaða á þessum erfiðu tímum. Þarna biðja stjórnendur Skeljungs sem sagt hinn almenna starfsmann, sem engan þátt hefur átt í samráðinu, afsökunar á framferði fyrri eigenda félagsins en á það er að líta að núverandi eigendur eru allir nýir og tóku ekki þátt í samráðinu.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Sjá meira