Alltaf viðbúinn krísuástandi. 13. október 2005 14:44 Húbert Nói Jóhannesson myndlistarmaður segist eftir nokkra umhugsun velja gamla Árbæinn í Árbæjarsafni sem fegursta hús Reykjavíkur. "Mér finnst líka eitthvað fallegt við þá staðreynd að gamli Árbærinn skuli ennþá vera í Reykjavík. Svo er það heillandi að hægt sé að róta upp húsi svona eiginlega beint úr umhverfinu, úr grjóti, torfi og rekavið." Húbert Nói er alinn upp í Árbænum og á þaðan ljúfar minningar úr æsku. "Þetta var náttúrlega í útjaðri byggðar og afskaplega "kreatívt" umhverfi, sem fæddi af sér marga skapandi einstaklinga. Maður varð að hafa ofan af fyrir sér og finna upp á einhverju skemmtilegu því það voru engin skipulögð leiksvæði. Ég og vinur minn fengum til dæmis allskyns dót til afnota sem tengdist starfi föður hans hjá Hafrannsóknastofnuninni. Þetta dót varð grunnur að margvíslegum vísindarannsóknum í Árbænum og við fórum aldrei út úr húsi án þess að vera með poka í beltisstað með matador-húsum, eldspýtum og allskyns drasli sem við ætluðum að nota ef við þyrftum að bregðast við krísuástandi í hverfinu. Það kom nú reyndar aldrei til, en við vorum tilbúnir að mæta hverju sem var og gátum gert skyndikort af svæðinu með aðstoð matador-húsanna ef á þyrfti að halda." Húbert Nói er ekki frá því að hann sæki eitthvað af sínum myndlistarneista í gamla hverfið sitt. "Til dæmis litaskalinn, það var ekki mikil ljósmengun í Árbænum þótt það yrði auðvitað aldrei niðamyrkur heldur mismunandi djúpir bláir tónar. En útlínur Esjunnar í myrkrinu settust að í sálinni svo og andrúmsloftið í Árbænum sem var alveg sérstakt." Húbert Nói ætlaði að verða lífefnafræðingur og segist vera það að einum þriðja. "Svo sá ég fram á að ég myndi enda sem líffræðikennari og svissaði snarlega yfir í myndlistina." Nú er hann að undirbúa sýningu sem opnar í Kaupmannahöfn 26. nóvember næstkomandi. "Mér var bara boðið að koma og halda sýningu og ef ég er beðinn að koma slæ ég til. Það er ekkert flóknara," segir hann glaðbeittur. Hús og heimili Mest lesið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira
Húbert Nói Jóhannesson myndlistarmaður segist eftir nokkra umhugsun velja gamla Árbæinn í Árbæjarsafni sem fegursta hús Reykjavíkur. "Mér finnst líka eitthvað fallegt við þá staðreynd að gamli Árbærinn skuli ennþá vera í Reykjavík. Svo er það heillandi að hægt sé að róta upp húsi svona eiginlega beint úr umhverfinu, úr grjóti, torfi og rekavið." Húbert Nói er alinn upp í Árbænum og á þaðan ljúfar minningar úr æsku. "Þetta var náttúrlega í útjaðri byggðar og afskaplega "kreatívt" umhverfi, sem fæddi af sér marga skapandi einstaklinga. Maður varð að hafa ofan af fyrir sér og finna upp á einhverju skemmtilegu því það voru engin skipulögð leiksvæði. Ég og vinur minn fengum til dæmis allskyns dót til afnota sem tengdist starfi föður hans hjá Hafrannsóknastofnuninni. Þetta dót varð grunnur að margvíslegum vísindarannsóknum í Árbænum og við fórum aldrei út úr húsi án þess að vera með poka í beltisstað með matador-húsum, eldspýtum og allskyns drasli sem við ætluðum að nota ef við þyrftum að bregðast við krísuástandi í hverfinu. Það kom nú reyndar aldrei til, en við vorum tilbúnir að mæta hverju sem var og gátum gert skyndikort af svæðinu með aðstoð matador-húsanna ef á þyrfti að halda." Húbert Nói er ekki frá því að hann sæki eitthvað af sínum myndlistarneista í gamla hverfið sitt. "Til dæmis litaskalinn, það var ekki mikil ljósmengun í Árbænum þótt það yrði auðvitað aldrei niðamyrkur heldur mismunandi djúpir bláir tónar. En útlínur Esjunnar í myrkrinu settust að í sálinni svo og andrúmsloftið í Árbænum sem var alveg sérstakt." Húbert Nói ætlaði að verða lífefnafræðingur og segist vera það að einum þriðja. "Svo sá ég fram á að ég myndi enda sem líffræðikennari og svissaði snarlega yfir í myndlistina." Nú er hann að undirbúa sýningu sem opnar í Kaupmannahöfn 26. nóvember næstkomandi. "Mér var bara boðið að koma og halda sýningu og ef ég er beðinn að koma slæ ég til. Það er ekkert flóknara," segir hann glaðbeittur.
Hús og heimili Mest lesið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira