Viðskipti

Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa

Mikill samdráttur hefur orðið á sölu hjá hamborgarakeðjunni McDonald‘s í Bandaríkjunum á fyrsta ársfjórðungi. Salan lækkaði um 3,6 prósent sem er mesta lækkunin hjá keðjunni frá árinu 2020, þegar Covid var og hét og loka þurfti verslunum og veitingastöðum.

Viðskipti erlent

Sekta TikTok um tæpa átta­tíu milljarða

Írska persónuverndarstofnunin, sem er mjög valdamikil stofnun innan Evrópusambandsins, hefur sektað samfélagsmiðlafyrirtækið TikTok um 530 milljónir evra. Fyrirtækið er sagt hafa brotið gegn persónuverndarlögum ESB með því að senda persónuupplýsingar notenda til vefþjóna í Kína.

Viðskipti erlent

Engar við­ræður fyrr en Trump fellir niður tolla

Ráðamenn í Kína segjast vera að skoða tilboð frá Bandaríkjamönnum um viðræður vegna umfangsmikilla tolla sem Donald Trump hefur beitt á kínverskar vörur. Kínverjar segja þó að viðræður geti ekki hafist fyrr en ríkisstjórn Trumps felli niður tolla og sýni þannig að þeir hafi í alvöru vilja til viðræðna.

Viðskipti erlent

„Þetta er ömur­leg staða“

Íslenskir framleiðendur eru milli steins og sleggju vegna krafa nýs rekstraraðila Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Rekstraraðilinn setji fyrirtækjum afarkosti um að lækka verð sitt gríðarlega.

Viðskipti innlent

Tap á Vinnslu­stöðinni og fjár­festingar settar á ís

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum var rekin með hálfs milljarðs króna tapi í fyrra. Félagið hefur aðeins einu sinni áður verið rekið með tapi síðasta aldarfjórðung. Félagið hefur slegið nauðsynlegum fjárfestingum í skipakosti þess á frest vegna áforma stjórnvalda um veiðigjöld.

Viðskipti innlent

Stað­festa að gjöf í formi bankakorts er skatt­skyld

Yfirskattanefnd hefur staðfest að allar gjafir fyrirtækja til starfsmanna í formi inneignarkorta hjá viðskiptabönkum séu skattskyldar. Fyrirtækjum ber þannig að halda eftir staðgreiðslu af gjöfum starfsmanna og greiða tryggingargjald vegna þeirra. Fyrirtæki ber að greiða á þriðja tug milljóna vegna þessa.

Viðskipti innlent

Þau vilja stýra ÁTVR

Nítján sóttu um lausa stöðu forstjóra Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Athygli vekur að aðstoðarforstjórinn og helsti talsmaður stofnunarinnar um árabil er ekki á meðal umsækjenda.

Viðskipti innlent

Kemur til móts við bíla­fram­leið­endur vegna tolla

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að koma til móts við bílaframleiðendur þar í landi og reyna að milda áhrif tolla hans á starfsemi þeirra. Þannig vill hann gefa þeim meiri tíma til að flytja framleiðslu aftur til Bandaríkjanna en Trump ætlar þó að halda háum tollum á innflutta bíla og bílaíhluti.

Viðskipti erlent

Amazon í sam­keppni við SpaceX í geimnum

Starfsmenn Amazon og United Launch Alliance skutu í gær upp fyrstu 27 gervihnöttunum í nýrri gervihnattaþyrpingu Amazon. Þyrping þessi ber nafnið Kuiper og á á endanum að vera mynduð með að minnsta kosti 3.236 gervihnöttum sem gera eiga fólki á jörðu niðri kleift að fá aðgang að netinu.

Viðskipti erlent

Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta árs­fjórðungi

Forstjóri Emblu Medical, áður Össur, segir óvissu vegna tolla en að þörfin fyrir hjálpartæki verði áfram mikil. Hagnaður jókst miðað við fyrsta ársfjórðung í fyrra og má rekja góðan rekstrarhagnað, samkvæmt tilkynningu, til  aukinnar hagkvæmni í framleiðslu ásamt kostnaðaraðhaldi í rekstri.

Viðskipti innlent

Fok­dýr dóms­mál tjónka ekki við ÁTVR

Fjármála- og efnahagsráðherra segir ÁTVR ekki hafa tekið tvær tegundir bjórs og áfengan koffíndrykk í sölu, þrátt fyrir að Hæstiréttur og Landsréttur hafi ógilt ákvarðanir um að taka vörurnar ekki í sölu. Kostnaður ríkisins vegna málaferlanna er þegar kominn vel yfir fjórtán milljónir króna.

Viðskipti innlent

Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Ís­landi

Gunnar Torfason, framkvæmdastjóri Tjaldtanga ehf., gerir ráð fyrir því að hrefnuveiðar hefjist í sumar og standi fram á haust. Gunnar gerir út frá Ísafjarðarbæ en samkvæmt hvalveiðileyfi hans má hann veiða við strendur Íslands. Alls starfa fjórir á skip hans Halldóri Sigurðssyni ÍS.

Viðskipti innlent