Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Berjaya Hotels Iceland hefur tilkynnt að þau ætli að nýta forleigurétt sinn við Reiti fasteignafélag hf. að Hilton Reykjavík Nordica og Reykjavík Natura hótel er staðsett. Íslandshótel gerðu samning við Reiti í síðasta mánuði um rekstur og leigu til sautján mánaða með þeim fyrirvara að Berjaya hefði forleigurétt. Viðskipti innlent 6.5.2025 21:40
Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Icelandair flutti 381 þúsund farþega í apríl, 24 prósent fleiri en í apríl 2024. Það sem af er ári hefur félagið flutt yfir 1,2 milljón farþega. Í mánuðinum voru 29 prósent farþega á leið til landsins, 19 prósent frá landinu, 47 prósent voru tengifarþegar og fimm prósent ferðuðust innanlands. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Icelandair. Viðskipti innlent 6.5.2025 18:08
Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er bjartsýnn á að verðbólgumarkmið Seðlabankans náist um mitt næsta ár og að hagvöxtur taki við sér á næstunni. Aukin spenna í milliríkjaviðskiptum geti þó bitnað á Íslandi. Viðskipti innlent 6.5.2025 13:01
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent 6.5.2025 09:42
Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Júlíus Steinn Kristjánsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs (Global People Director) hjá Benchmark Genetics og tekur jafnframt sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Viðskipti innlent 5.5.2025 12:34
Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Þórdís Valsdóttir, útvarpsstjóri hjá Sýn, hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins til eins árs. Viðskipti innlent 5.5.2025 12:22
„Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sonur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi ráðherra og formanns Samfylkingarinnar, tapaði hátt í fimmtán þúsund krónum við að skipta erlendum gjaldeyri í Leifsstöð á dögunum. Fjármálaráðgjafi segir dæmið því miður ekki koma á óvart þar sem algengt sé að slæm kjör bjóðist í hraðbönkum og hjá gjaldeyrismiðlurum á fjölförnum ferðamannastöðum. Viðskipti innlent 5.5.2025 10:42
Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Hjálmtýr Grétarsson hefur tekið við starfi viðskiptastjóra fyrirtækjasviðs hjá ELKO. Sem slíkur leiðir hann fyrirtækjasölu ELKO og áframhaldandi þróun á þjónustu sviðsins. Viðskipti innlent 5.5.2025 10:09
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Fjármálaeftirlitið hefur gert Landsbankanum að gera úrbætur eftir að athugun eftirlitsins leiddi í ljós að bankinn hafi gerst brotlegur við reglur í tengslum við lánveitingar til lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Ekki var þó talið tilefni til að beita viðurlögum gegn bankanum. Viðskipti innlent 5.5.2025 07:58
Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ „Þetta eru í raun munnælasögur og einna helst að maður reyni að stökkva á eldra fólk þegar það labbar hér framhjá,“ segir Páll Eyjólfsson framkvæmdastjóri Bæjarbíós í Hafnarfirði. Atvinnulíf 5.5.2025 07:00
Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Framkvæmdastjóri Te og kaffi segist ekki óttast samkeppni frá alþjóðlega kaffirisanum Starbucks sem mun í næsta mánuði opna tvö kaffihús hér á landi í fyrsta sinn. Hann segist þvert á móti fagna samkeppninni. Viðskipti innlent 4.5.2025 22:02
Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Til stendur að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka á næstu vikum, þó markaðsaðstæður séu ekki fullkomnar í kjölfar tollahækkana Bandaríkjaforseta, að sögn fjármálaráðherra. Almenningur mun njóta forgangs í útboðinu þegar það fer loks fram. Viðskipti innlent 4.5.2025 19:01
Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir fjármálaráðherra haldinn reginmisskilningi og segir íslenska ríkið hafa framselt Heinemann einokunarstöðu á Keflavíkurflugvelli. Viðskipti innlent 4.5.2025 15:59
„Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Hakkarahópurinn Scattered spider hefur síðustu daga herjað á stór smásölufyrirtæki í Bretlandi. Það eru Harrods, Marks & Spencer og Co-op. Anton Már Egilsson, forstjóri Syndis, segir árásirnar alvarlegri en þær eru látnar líta út í fjölmiðlum. Syndis vaktar íslenska netverslun sérstaklega vegna árásanna. Neytendur 3.5.2025 21:12
Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Warren Buffett hefur tilkynnt að hann muni láta af störfum sem forstjóri fyrirtækis síns, Berkshire Hathaway, við lok þessa árs. Buffett tilkynnti á ársfundi fyrirtækisins að Greg Abel myndi taka við af honum. Buffett er fjórði ríkasti maður heims. Viðskipti erlent 3.5.2025 20:07
„Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki hafa áhyggjur af íslenskum framleiðendum sem selja vörur til Fríhafnarinnar. Þeir hafa lýst miklum áhyggjum vegna nýs rekstraraðila, sem hefur krafið framleiðendur um að lækka vöruverð. Ráðherra segir að í markaðshagkerfi þurfi menn bara að synda. Viðskipti innlent 3.5.2025 18:33
Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Kaupfélag Skagfirðinga skilaði 3,3 milljarða hagnaði á síðasta ári. Rekstrartekjur kaupfélagsins voru 55 milljarðar, tveimur milljörðum meira en árið áður. Viðskipti innlent 3.5.2025 11:22
„Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Ólafur Karl Sigurðsson, aðstoðarforstjóri KAPP og framkvæmdastjóri KAPP Skagans ehf, hefur aldrei þroskast í að drekka kaffi, en drekkur hins vegar það sem hann kallar unglingakaffi. Ólafur segir eiginkonuna eiga heiðurinn af því hversu vel gengur heima fyrir. Atvinnulíf 3.5.2025 10:01
Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar um innköllun á einni framleiðslulotu vegna gruns um salmonellusmitaðan kjúkling frá Matfugli ehf. Neytendur 2.5.2025 17:06
Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Mikill samdráttur hefur orðið á sölu hjá hamborgarakeðjunni McDonald‘s í Bandaríkjunum á fyrsta ársfjórðungi. Salan lækkaði um 3,6 prósent sem er mesta lækkunin hjá keðjunni frá árinu 2020, þegar Covid var og hét og loka þurfti verslunum og veitingastöðum. Viðskipti erlent 2.5.2025 13:31
Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Írska persónuverndarstofnunin, sem er mjög valdamikil stofnun innan Evrópusambandsins, hefur sektað samfélagsmiðlafyrirtækið TikTok um 530 milljónir evra. Fyrirtækið er sagt hafa brotið gegn persónuverndarlögum ESB með því að senda persónuupplýsingar notenda til vefþjóna í Kína. Viðskipti erlent 2.5.2025 11:18
Syndis kaupir Ísskóga Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur gengið frá kaupum á ráðgjafarfyrirtækinu Ísskógum. Viðskipti innlent 2.5.2025 10:35
Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Ráðamenn í Kína segjast vera að skoða tilboð frá Bandaríkjamönnum um viðræður vegna umfangsmikilla tolla sem Donald Trump hefur beitt á kínverskar vörur. Kínverjar segja þó að viðræður geti ekki hafist fyrr en ríkisstjórn Trumps felli niður tolla og sýni þannig að þeir hafi í alvöru vilja til viðræðna. Viðskipti erlent 2.5.2025 09:14
Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap HS Orka tapaði rúmlega 419 milljónum króna á síðasta ári, eftir 1,5 milljarða hagnað árið 2023. Tap fyrir tekjustkatt nam 610 milljónum króna. Afkoman er sögð ásættanleg þrátt fyrir ítrekuð eldsumbrot á síðasta ári. Viðskipti innlent 2.5.2025 07:43
„Þetta er ömurleg staða“ Íslenskir framleiðendur eru milli steins og sleggju vegna krafa nýs rekstraraðila Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Rekstraraðilinn setji fyrirtækjum afarkosti um að lækka verð sitt gríðarlega. Viðskipti innlent 1.5.2025 19:06