Hernaður Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum segja að Ísraelsmenn myndu fara yfir „rauða línu“ ef þeir innlimuðu Vesturbakkann. Þá myndi það gera út um möguleikann á svokallaðri „tveggja ríkja lausn“ á deilu Ísrael og Palestínumanna. Erlent 4.9.2025 07:01 Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Ráðamenn í Rússlandi hafa framlengt lokun á stóru svæði undan ströndum eyjaklasans Novaya Zemlya. Þar eru vísindamenn taldir vinna að þróun nýrrar stýriflaugar sem er knúin af kjarnorku og getur borið kjarnorkuvopn. Erlent 3.9.2025 16:02 Drekinn beraði vígtennurnar Kínverjar héldu í morgun stærðarinnar hersýningu í Peking þar sem nýjustu hergögn ríkisins voru opinberuð og mörg þeirra í fyrsta sinn. Þar sýndu ráðamenn í Kína aukinn hernaðarmátt ríkisins. Erlent 3.9.2025 14:22 Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að hann hefði skipað bandaríska hernum að granda hraðbát í sunnanverðu Karíbahafi sem bar fíkniefni. Ellefu menn eru sagðir hafa verið um borð í bátnum á vegum fíkniefnasamtakanna Tren de Arague, frá Venesúela. Erlent 3.9.2025 10:01 Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl „Mannkynið stendur í dag frammi fyrir valinu milli friðar eða stríðs, samtals eða átaka, ávinnings eða taps beggja aðila,“ sagði Xi Jinping, forseti Kína, þegar hann ávarpaði 50 þúsund manns á Torgi hins himneska friðar í gær. Erlent 3.9.2025 06:58 Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Ráðamenn í Noregi hafa gert samning við Breta um að kaupa fimm freigátur af gerðinni Type-26. Kaupsamningurinn hljómar upp á 136 milljarða norskra króna og er þetta meðal stærstu hergagnakaupa Norðmanna í sögunni. Erlent 2.9.2025 12:21 Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Maxime Prévot, utanríkisráðherra Belgíu, segir þarlend stjórnvöld munu viðurkenna sjálfstætt Palestínuríki á allsherjarríki Sameinuðu þjóðanna síðar í mánuðinum. Erlent 2.9.2025 08:56 „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Sérfræðingar segja hugmyndir um að flytja íbúa Gasa á brott til að greiða fyrir uppbyggingu einhvers konar tækni- og ferðamannaparadísar á svæðinu óraunhæfar og fela í sér gróf brot gegn alþjóðalögum. Erlent 2.9.2025 07:19 Felldu talsmann hernaðararms Hamas Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að Abu Obeida, talsmaður al-Qassam-sveita Hamas-samtakanna, hafi verið felldur í loftárás í gær. Heilbrigðisstarfsmenn á Gasaströndinni segja að minnsta kosti 43 Palestínumenn liggja í valnum frá því í gær. Flestir þeirra í Gasaborg, sem Ísraelar hafa lýst yfir að sé nú átakasvæði. Erlent 31.8.2025 14:04 Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Forsvarsmenn Úkraínska hersins segjast hafa gert árásir á tvær olíuvinnslustöðvar í Rússlandi í nótt. Rússar skutu á sama tíma fjölmörgum eldflaugum og drónum að borgum og bæjum víðsvegar um Úkraínu. Erlent 30.8.2025 09:06 Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Yfirvöld í Eistlandi kanna nú möguleikann á að endurheimta framræstar mómýrar og slá með því tvær flugur í einu höggi. Annars vegar til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og hins vegar til þess að efla varnir landsins gegn mögulegri innrás Rússa. Erlent 29.8.2025 13:49 Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Verulegar skemmdir urðu á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði í hörðum dróna- og skotflaugaárásum Rússa á borgina í nótt. Engan sakaði þar en að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar létust í árásum í íbúðabyggð. Búist er við að tala látinna hækki. Erlent 28.8.2025 08:28 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Friður í Úkraínu virðist enn ekki á sjóndeildarhringnum þótt að nýtt líf hafi færst í viðræður í tengslum við fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands. Pútín virðist hafa sagt eitthvað annað við Trump en sá síðarnefndi heyrði. Á meðan heldur hæg framganga Rússa á víglínunni í Úkraínu. Erlent 28.8.2025 06:15 Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Ítrekaðar árásir Úkraínumanna á olíuvinnslustöðvar í Rússlandi á undanförnum vikum, hafa dregið verulega úr framleiðslugetu Rússa á eldsneyti. Fregnir berast af löngum biðröðum við bensínstöðvar í Rússlandi en sala á olíu og olíuvörum er ein allra mikilvægasta tekjulind rússneska ríkisins og er hún notuð til að fjármagna stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. Erlent 26.8.2025 13:01 Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Eyal Zamir, yfirmaður herafla Ísraels, er sagður þrýsta á um það að stjórnvöld gangi að samningum við Hamas um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi á Gasa. Erlent 25.8.2025 07:57 Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að Gasaborg verði lögð í rúst ef Hamas samtökin samþykkja ekki að leggja niður vopn og sleppa öllum gíslum sem enn eru í haldi. Erlent 22.8.2025 07:27 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Áttatíu og þrjú prósent þeirra sem hafa verið drepin á Gasa voru almennir borgarar. Þetta sýna tölur úr leynilegum gögnum ísraelska hersins, sem hefur verið lekið til fjölmiðla. Utanríkisráðherra Íslands segir einhliða hernað Ísraela kominn út fyrir öll mörk. Innlent 21.8.2025 18:45 Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Forsvarsmenn ísraelska hersins segjast hafa varað forsvarsmenn heilbrigðisstofnana og hjálparsamtaka á norðanverðri Gasaströndinni við auknum umsvifum hersins á svæðinu. Einnig hafi áætlunum um brottflutning borgara til suðurs verið deilt með þeim en Ísraelar stefna að því að leggja undir sig stóra hluta Gasaborgar, þar sem talið er að hundruð þúsunda hafi leitað sér skjóls. Erlent 21.8.2025 13:48 Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Úkraínumenn hafa aukið umfang árása sinna á olíuframleiðsluinnviði í Rússlandi og eru þar að auki að hefja framleiðslu á heimagerðum stýriflaugum. Þær á að nota samhliða sjálfsprengidrónum sem Úkraínumenn hafa verið að nota um nokkuð skeið. Erlent 21.8.2025 13:00 Rússar halda árásum áfram Rússar skutu hundruðum dróna og eldflauga á skotmörk í vesturhluta Úkraínu í nótt. Að sögn embættismanna í Úkraínu var þetta ein ákafasta loftárás Rússa síðustu vikna. Erlent 21.8.2025 10:18 Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir ekki hægt að ræða öryggistryggingar handa Úkraínumönnum án aðkomu Rússa, sem eru ástæða þess að Úkraínumenn segjast þurfa öryggistryggingar. Það muni aldrei bera árangur og segir hann að Rússar muni ganga hart fram til að tryggja eigin hagsmuni. Erlent 20.8.2025 17:21 Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Ráðamenn í Ísrael hafa samþykkt áætlanir um að kalla tugi þúsunda manna úr varalið hersins til herþjónustu á næstunni. Það á að gera til undirbúnings mögulegs hernáms Gasaborgar, sem þjóðaröryggisráð Ísrael samþykkt fyrr í mánuðinum. Erlent 20.8.2025 14:29 „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað haldið því fram að hann eigi friðarverðlaun Nóbels skilið, enda hafi hann bundið enda á eða komið í veg fyrir sex stríð. Stundum sjö. Hvaða stríð það eru sem hann er að tala um er þó ekki öllum ljóst. Erlent 20.8.2025 13:01 Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Kjarnorkuknúna beitiskipið Nakhimov aðmíráll var sjósett fyrr í vikunni, eftir að hafa verið í slipp í rúm tuttugu og fimm ár. Skipið, sem er 251 metra langt, verður líklega nýja flaggskip norðurflota Rússlands en fyrst þarf það og áhöfn þess að gangast ýmsar prófanir og æfingar. Erlent 20.8.2025 09:47 Segir ásakanir Evrópu barnalegar Ekki er hægt að koma á langvarandi friði milli Rússlands og Úkraínu án tillits til áhyggja Rússa hvað varðar öryggi og virðingu fyrir rússneskumælandi fólki í Úkraínu. Þetta segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, en hann segir einnig að leysa þurfi „grunnástæður“ átakanna og þvertók fyrir að innrás Rússa í Úkraínu snerist um landvinninga. Erlent 19.8.2025 14:03 Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Forsvarsmenn Hamas segjast hafa gengið að tillögum um vopnahlé á Gasa, sem fela meðal annars í sér 60 daga hlé á hernaðaraðgerðum Ísraels og lausn um tíu gísla. Erlent 19.8.2025 07:33 Góður fundur en fátt fast í hendi Fundur Evrópuleiðtoga með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í gær virðist almennt séð hafa gengið ágætlega, þrátt fyrir að fátt sem var rætt sé fast í hendi. Erlent 19.8.2025 06:29 „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að hann og aðrir leiðtogar Evrópu deili vilja til að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu eins fljótt og auðið er. Friðurinn þurfi að vera varanlegur. Hann segir það í höndum Rússa að binda enda á stríðið sem þeir hófu. Erlent 18.8.2025 09:47 Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram „Selenskí Úkraínuforseti getur bundið enda á stríðið við Rússa svo til samstundis, ef hann vill, eða hann getur haldið áfram að berjast.“ Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti á samfélagsmiðli sínum Truth Social í gærkvöldi. Erlent 18.8.2025 06:34 Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Hjón særðust í árás landtökufólks á þorpið Susya á Vesturbakkanum í nótt og þá voru gerðar árásir á þorpið Atara, þar sem kveikt var í bifreiðum Palestínumanna. Erlent 15.8.2025 08:02 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 65 ›
Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum segja að Ísraelsmenn myndu fara yfir „rauða línu“ ef þeir innlimuðu Vesturbakkann. Þá myndi það gera út um möguleikann á svokallaðri „tveggja ríkja lausn“ á deilu Ísrael og Palestínumanna. Erlent 4.9.2025 07:01
Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Ráðamenn í Rússlandi hafa framlengt lokun á stóru svæði undan ströndum eyjaklasans Novaya Zemlya. Þar eru vísindamenn taldir vinna að þróun nýrrar stýriflaugar sem er knúin af kjarnorku og getur borið kjarnorkuvopn. Erlent 3.9.2025 16:02
Drekinn beraði vígtennurnar Kínverjar héldu í morgun stærðarinnar hersýningu í Peking þar sem nýjustu hergögn ríkisins voru opinberuð og mörg þeirra í fyrsta sinn. Þar sýndu ráðamenn í Kína aukinn hernaðarmátt ríkisins. Erlent 3.9.2025 14:22
Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að hann hefði skipað bandaríska hernum að granda hraðbát í sunnanverðu Karíbahafi sem bar fíkniefni. Ellefu menn eru sagðir hafa verið um borð í bátnum á vegum fíkniefnasamtakanna Tren de Arague, frá Venesúela. Erlent 3.9.2025 10:01
Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl „Mannkynið stendur í dag frammi fyrir valinu milli friðar eða stríðs, samtals eða átaka, ávinnings eða taps beggja aðila,“ sagði Xi Jinping, forseti Kína, þegar hann ávarpaði 50 þúsund manns á Torgi hins himneska friðar í gær. Erlent 3.9.2025 06:58
Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Ráðamenn í Noregi hafa gert samning við Breta um að kaupa fimm freigátur af gerðinni Type-26. Kaupsamningurinn hljómar upp á 136 milljarða norskra króna og er þetta meðal stærstu hergagnakaupa Norðmanna í sögunni. Erlent 2.9.2025 12:21
Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Maxime Prévot, utanríkisráðherra Belgíu, segir þarlend stjórnvöld munu viðurkenna sjálfstætt Palestínuríki á allsherjarríki Sameinuðu þjóðanna síðar í mánuðinum. Erlent 2.9.2025 08:56
„Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Sérfræðingar segja hugmyndir um að flytja íbúa Gasa á brott til að greiða fyrir uppbyggingu einhvers konar tækni- og ferðamannaparadísar á svæðinu óraunhæfar og fela í sér gróf brot gegn alþjóðalögum. Erlent 2.9.2025 07:19
Felldu talsmann hernaðararms Hamas Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að Abu Obeida, talsmaður al-Qassam-sveita Hamas-samtakanna, hafi verið felldur í loftárás í gær. Heilbrigðisstarfsmenn á Gasaströndinni segja að minnsta kosti 43 Palestínumenn liggja í valnum frá því í gær. Flestir þeirra í Gasaborg, sem Ísraelar hafa lýst yfir að sé nú átakasvæði. Erlent 31.8.2025 14:04
Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Forsvarsmenn Úkraínska hersins segjast hafa gert árásir á tvær olíuvinnslustöðvar í Rússlandi í nótt. Rússar skutu á sama tíma fjölmörgum eldflaugum og drónum að borgum og bæjum víðsvegar um Úkraínu. Erlent 30.8.2025 09:06
Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Yfirvöld í Eistlandi kanna nú möguleikann á að endurheimta framræstar mómýrar og slá með því tvær flugur í einu höggi. Annars vegar til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og hins vegar til þess að efla varnir landsins gegn mögulegri innrás Rússa. Erlent 29.8.2025 13:49
Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Verulegar skemmdir urðu á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði í hörðum dróna- og skotflaugaárásum Rússa á borgina í nótt. Engan sakaði þar en að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar létust í árásum í íbúðabyggð. Búist er við að tala látinna hækki. Erlent 28.8.2025 08:28
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Friður í Úkraínu virðist enn ekki á sjóndeildarhringnum þótt að nýtt líf hafi færst í viðræður í tengslum við fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands. Pútín virðist hafa sagt eitthvað annað við Trump en sá síðarnefndi heyrði. Á meðan heldur hæg framganga Rússa á víglínunni í Úkraínu. Erlent 28.8.2025 06:15
Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Ítrekaðar árásir Úkraínumanna á olíuvinnslustöðvar í Rússlandi á undanförnum vikum, hafa dregið verulega úr framleiðslugetu Rússa á eldsneyti. Fregnir berast af löngum biðröðum við bensínstöðvar í Rússlandi en sala á olíu og olíuvörum er ein allra mikilvægasta tekjulind rússneska ríkisins og er hún notuð til að fjármagna stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. Erlent 26.8.2025 13:01
Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Eyal Zamir, yfirmaður herafla Ísraels, er sagður þrýsta á um það að stjórnvöld gangi að samningum við Hamas um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi á Gasa. Erlent 25.8.2025 07:57
Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að Gasaborg verði lögð í rúst ef Hamas samtökin samþykkja ekki að leggja niður vopn og sleppa öllum gíslum sem enn eru í haldi. Erlent 22.8.2025 07:27
83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Áttatíu og þrjú prósent þeirra sem hafa verið drepin á Gasa voru almennir borgarar. Þetta sýna tölur úr leynilegum gögnum ísraelska hersins, sem hefur verið lekið til fjölmiðla. Utanríkisráðherra Íslands segir einhliða hernað Ísraela kominn út fyrir öll mörk. Innlent 21.8.2025 18:45
Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Forsvarsmenn ísraelska hersins segjast hafa varað forsvarsmenn heilbrigðisstofnana og hjálparsamtaka á norðanverðri Gasaströndinni við auknum umsvifum hersins á svæðinu. Einnig hafi áætlunum um brottflutning borgara til suðurs verið deilt með þeim en Ísraelar stefna að því að leggja undir sig stóra hluta Gasaborgar, þar sem talið er að hundruð þúsunda hafi leitað sér skjóls. Erlent 21.8.2025 13:48
Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Úkraínumenn hafa aukið umfang árása sinna á olíuframleiðsluinnviði í Rússlandi og eru þar að auki að hefja framleiðslu á heimagerðum stýriflaugum. Þær á að nota samhliða sjálfsprengidrónum sem Úkraínumenn hafa verið að nota um nokkuð skeið. Erlent 21.8.2025 13:00
Rússar halda árásum áfram Rússar skutu hundruðum dróna og eldflauga á skotmörk í vesturhluta Úkraínu í nótt. Að sögn embættismanna í Úkraínu var þetta ein ákafasta loftárás Rússa síðustu vikna. Erlent 21.8.2025 10:18
Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir ekki hægt að ræða öryggistryggingar handa Úkraínumönnum án aðkomu Rússa, sem eru ástæða þess að Úkraínumenn segjast þurfa öryggistryggingar. Það muni aldrei bera árangur og segir hann að Rússar muni ganga hart fram til að tryggja eigin hagsmuni. Erlent 20.8.2025 17:21
Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Ráðamenn í Ísrael hafa samþykkt áætlanir um að kalla tugi þúsunda manna úr varalið hersins til herþjónustu á næstunni. Það á að gera til undirbúnings mögulegs hernáms Gasaborgar, sem þjóðaröryggisráð Ísrael samþykkt fyrr í mánuðinum. Erlent 20.8.2025 14:29
„Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað haldið því fram að hann eigi friðarverðlaun Nóbels skilið, enda hafi hann bundið enda á eða komið í veg fyrir sex stríð. Stundum sjö. Hvaða stríð það eru sem hann er að tala um er þó ekki öllum ljóst. Erlent 20.8.2025 13:01
Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Kjarnorkuknúna beitiskipið Nakhimov aðmíráll var sjósett fyrr í vikunni, eftir að hafa verið í slipp í rúm tuttugu og fimm ár. Skipið, sem er 251 metra langt, verður líklega nýja flaggskip norðurflota Rússlands en fyrst þarf það og áhöfn þess að gangast ýmsar prófanir og æfingar. Erlent 20.8.2025 09:47
Segir ásakanir Evrópu barnalegar Ekki er hægt að koma á langvarandi friði milli Rússlands og Úkraínu án tillits til áhyggja Rússa hvað varðar öryggi og virðingu fyrir rússneskumælandi fólki í Úkraínu. Þetta segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, en hann segir einnig að leysa þurfi „grunnástæður“ átakanna og þvertók fyrir að innrás Rússa í Úkraínu snerist um landvinninga. Erlent 19.8.2025 14:03
Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Forsvarsmenn Hamas segjast hafa gengið að tillögum um vopnahlé á Gasa, sem fela meðal annars í sér 60 daga hlé á hernaðaraðgerðum Ísraels og lausn um tíu gísla. Erlent 19.8.2025 07:33
Góður fundur en fátt fast í hendi Fundur Evrópuleiðtoga með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í gær virðist almennt séð hafa gengið ágætlega, þrátt fyrir að fátt sem var rætt sé fast í hendi. Erlent 19.8.2025 06:29
„Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að hann og aðrir leiðtogar Evrópu deili vilja til að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu eins fljótt og auðið er. Friðurinn þurfi að vera varanlegur. Hann segir það í höndum Rússa að binda enda á stríðið sem þeir hófu. Erlent 18.8.2025 09:47
Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram „Selenskí Úkraínuforseti getur bundið enda á stríðið við Rússa svo til samstundis, ef hann vill, eða hann getur haldið áfram að berjast.“ Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti á samfélagsmiðli sínum Truth Social í gærkvöldi. Erlent 18.8.2025 06:34
Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Hjón særðust í árás landtökufólks á þorpið Susya á Vesturbakkanum í nótt og þá voru gerðar árásir á þorpið Atara, þar sem kveikt var í bifreiðum Palestínumanna. Erlent 15.8.2025 08:02