Fréttamaður

Svava Marín Óskarsdóttir

Svava Marín er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn

Bandaríski leikarinn Brad Pitt hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um skilnað sinn við leikkonuna Angelinu Jolie, en þau skildu fyrir átta árum. Í viðtali við tímaritið GQ, sem birtist í tilefni af nýjustu kvikmynd hans F1, segir Pitt að skilnaðurinn hafi „ekki verið neitt stórmál“.

Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars

Listaparið Leifur Ýmir Eyjólfsson og Katrína Mogensen hafa sett sjarmerandi íbúð við Freyjugötu í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 64,9 milljónir.

Steldu senunni í veislu sumarsins

Sumarið er tíminn fyrir flottan klæðnað, samveru og góðar stundir. Framundan eru fjölmargir viðburðir þar sem rétt val á fötum skiptir máli,– hvort sem það er brúðkaup, útskriftarveisla, sumarpartý eða stefnumót á björtu sumarkvöldi.

Skvísurnar tóku yfir klúbbinn

Svokallað Gellufest tískuvöruverslunarinnar Ginu Tricot fór fram á skemmtistaðnum AUTO síðastliðið föstudagskvöld. Þar mættu margar af skvísum landsins og tóku yfir klúbbinn með stæl og skemmtu sér langt fram eftir kvöldi.

Hand­lagin hjón selja tvær eignir í sögu­legu farandshúsi

Hjónin Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona og Örn Úlfar Höskuldsson þýðandi hafa sett fallegt hús við Bergstaðastræti í Reykjavík á sölu. Húsið var reist árið 1902 en hefur nýverið verið endurbyggt af alúð með virðingu fyrir upprunalegri hönnun. Heildarstærð hússins er 228 fermetrar og skiptist í þrjár hæðir. Það er til sölu sem tvær aðskildar eignir.

Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti

Knattspyrnuparið Sara Björk Gunnarsdóttir og Árni Vilhjálmsson hafa fest kaup á glæsilegri útsýnisíbúð við Brekkugötu í Urriðaholti. Kaupverðið nam 88,5 milljónum króna.

Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler

Stemningin var engu lík í Laugardalshöllinni á laugardagskvöld þegar XXX Rottweilerhundar héldu 25 ára afmælistónleika sína annað árið í röð. Húsið nötraði þegar þessi goðsagnakennda sveit steig á svið ásamt einvalaliði íslenskra tónlistarmanna.

Óttar keypti 320 milljóna króna þak­í­búð

Óttar Pálsson, hæstaréttarlögmaður og einn af eigendum lögfræðistofunnar Logos, hefur fest kaup á 210 fermetra íbúð á sjöundu hæð í nýlegu og vönduðu lyftuhúsi við Vesturgötu í Reykjavík, á svokölluðum Héðinsreit. Kaupverðið nam 320 milljónum króna.

Eva Lauf­ey og Haraldur selja húsið á Skaganum

Hjónin, Eva Lauf­ey Kjaran, dagskrárgerðarkona og markaðs-og upp­lif­un­ar­stjóri Hag­kaups, og Har­ald­ur Har­alds­son deild­ar­stjóri Iceland­air Cargo, hafa sett fallegt einbýlishús við Reynigrund á Akranesi á sölu. Ásett verð er 119 milljónir.

Sjá meira