Íþróttafréttamaður

Stefán Árni Pálsson

Stefán Árni er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“

Hildur Oddsdóttir er upphafskona góðgerðarverkefnisins Hjálparkokkar sem hjálpar foreldrum sem eiga lítið á milli handanna að gefa börnum sínum jólagjafir og smágjafir á aðventu. Þetta eru foreldrar sem búa við sára fátækt, eitthvað sem Hildur þekkir á eigin skinni sem og flestir þeir sjálfboðaliðar sem koma að verkefninu.

Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geð­bilaður?“

Skemmtikraftarnir Friðrik Ómar og Jógvan Hansen voru gestir í Ísskápastríðinu á Sýn í síðustu viku.  Jógvan var með Gumma Ben í liði og Eva fékk þann heiður að vera með Friðriki Ómari sér til halds og trausts.

EM ekki í hættu

Meiðsli Gísla Þorgeirs Kristjánssonar reyndust ekki alvarleg og mætti hann aftur út á gólf um helgina. Þau munu ekki hafa áhrif á Evrópumótið í næsta mánuði. Íslenski landsliðsmaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson fékk slæmt högg á síðuna í leik með Magdeburg í þýsku Bundesligunni gegn Melsungen í síðustu viku.

Inn­lit í glæ­nýja mathöll í Smára­lindinni

Glæný mjög flott mathöll er komin í Smáralindina og er staðsett á því svæði sem áður gekk undir nafninu Vetrargarðurinn og er meðal annars í nýrri viðbyggingu. Og þar eru veitingastaðir allt frá því að vera skyndibitastaðir og upp í meiri matarupplifun.

Húsið fal­lega í Eyjum komið langt á veg

Í síðasta þætti af Gulla Byggi fengu áhorfendur að fylgjast með framkvæmdum í Vestmannaeyjum. Um er að ræða einbýlishús hátt uppi á Heimaey með óborganlegu útsýni. Húsið ber nafnið Suðurgarður en hjónin Guðrún Möller og Ólafur Árnason standa í framkvæmdunum og keyptu þau eignina af móður Ólafs.

Sjá meira