„Neyðin er mikil hjá gæludýrum á Íslandi“ Dýraathvörf hérlendis fyrir heimilislaus dýr eru full og tilvikum þar sem gæludýr eru skilin eftir á vergangi fer fjölgandi. Þetta segir formaður Dýrfinnu, sem segir neyðina mikla og hvetur fjölskyldur til þess að íhuga frekar að taka að sér eldri dýr frekar en þau yngri. Húsnæðismarkaðurinn og strangar reglur um gæludýrahald spili stóran þátt í neyð dýranna. 26.6.2023 07:45
Skipstjóri faldi myndavél inni á klósetti Íslendinga Íslenskur hópur í fríi í Cannes í Frakklandi var á siglingu við borgina þarsíðustu helgi þegar einn úr hópnum tók eftir myndavél sem falin var inni í vegg á klósetti í bátnum þar sem þau höfðu fataskipti. Málið var tilkynnt til lögreglu sem handtók skipstjórann við komu til hafnar. 26.6.2023 06:46
„Það er verið að eyða litríkum húsum Reykjavíkur“ Íbúi í Reykjavík kveðst vera dauðþreyttur á fjölgun húsa og annarra bygginga í borginni sem málaðar eru í gráum og öðrum dökkum litum. Hann segist óttast að borgin sé að missa einkennismerki sitt; fjölbreytta liti ólíkra húsa. 25.6.2023 21:56
Lögregla skoðar upptökur af árásinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú myndbandsupptökur skemmtistaðarins þar sem maður lést eftir líkamsárás í miðborg Reykjavíkur aðfararnótt laugardags. Enn á eftir að ræða við nokkur vitni en lögregla telur ekkert benda til þess að árásina megi rekja til þjóðernis hins látna. 25.6.2023 16:33
Raunveruleg ógn við vald Pútíns Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir uppreisn Yevgeny Prigozhin og Wagner málaliðanna í Rússlandi í gær hafa verið raunverulega ógn við vald Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta. Hann segir Bandaríkin fylgjast vel með stöðunni. 25.6.2023 15:45
Taylor Swift skellti skollaeyrum við boði Meghan Markle Taylor Swift þáði ekki boð Meghan Markle, hertogaynjunnar af Sussex, um að mæta sem gestur í hlaðvarpsþátt hennar Archetypes. Hertogaynjan sendi henni skriflega beiðni um að mæta sem gestur, að því er breska götublaðið The Sun fullyrðir. 25.6.2023 15:06
Lést í rússíbanaslysi í Svíþjóð Einn er látinn og nokkrir eru slasaðir eftir að rússíbani fór út af sporinu í morgun í Gröna Lund skemmtigarðinum í Stokkhólmi, að því er fram kemur á vef Aftonbladet. 25.6.2023 12:35
Biðleikur hafinn í Rússlandi Prófessor í Rússlandsfræðum, segir að endalok uppreisnar Wagner liða í Rússlandi í gær hafi verið allra hagur, bæði stjórnvalda í landinu sem og leiðtoga Wagner hópsins. Hann segir málinu ekki lokið, um sé að ræða biðleik. 25.6.2023 12:02
Bjargað þar sem hún hékk á varadekki í Markarfljóti Björgunarsveitir og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar komu konu til bjargar í Markarfljóti í morgun eftir að bíll hennar lenti í fljótinu. 25.6.2023 09:56
Sprengisandur: Rússland, útlendingamál og hvalveiðar Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni. 25.6.2023 09:30