Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Síldarvinnslan í Neskaupstað hagnaðist um milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi ársins, sem er meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Þrátt fyrir þetta hefur félagið sett allar fjárfestingar á ís og sér fram á að draga saman seglin í Fjarðabyggð vegna boðaðrar hækkunar veiðigjalda. 23.5.2025 16:04
Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Í dag var tilkynnt að í fyrsta sinn í sögu Tenerife eyju á Kanaríeyjum verði borað fyrir jarðhita til væntanlegrar orkuvinnslu og að boranir muni hefjast í haust. Íslendingar leiða verkefnið. 23.5.2025 14:53
Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Maður sem slasaðist alvarlega í eldsvoða á Hjarðarhaga í Reykjavík í gær er látinn af sárum sínum. Í gær lést annar maður af áverkum sínum eftir sama eldsvoða. 23.5.2025 14:30
Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., ritaði í dag bréf til starfsfólks þar sem hann greindi frá ákvörðun sinni um að láta af störfum sem forstjóri félagsins í júní næstkomandi. Hann er þó ekki sestur í helgan stein enda situr hann í stjórnum fjölda félaga, þar á meðal Samherja. 23.5.2025 11:21
Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Grímur Grímsson er nýr annar varaforseti Alþingis. Hann var sjálfkjörinn í embættið, sem losnaði þegar Ingvar Þóroddsson samflokksmaður hans fór í leyfi til þess að sækja áfengismeðferð. 22.5.2025 16:18
Varað við snörpum hviðum Veðurfræðingur Vegagerðarinnar hefur varað við snörpum hviðum undir Hafnarfjalli og á norðanverðu Snæfellsnesi síðar í dag. 22.5.2025 15:43
Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Stjórn SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, hefur ráðið Einar Bárðarson í stöðu framkvæmdastjóra samtakanna. Hann tekur formlega við starfinu 1. júní næstkomandi af Aðalgeiri Ásvaldssyni, sem hefur gegnt embættinu frá stofnun samtakanna árið 2021. 22.5.2025 14:55
Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Úrskurðarnefnd lögmanna lagði í fyrra til við sýslumann að Ómar R. Valdimarsson yrði sviptur lögmannssréttindum tímabundið. Af sjö áminningum sem nefndin veitti í fyrra hlaut Ómar fimm. 22.5.2025 13:43
Skera niður til að mæta launahækkunum Garðabær hefur ákveðið að ráðast í aukna hagræðingu upp á 83 milljónir króna á árinu 2025 til að mæta kostnaðarauka vegna nýrra kjarasamninga. 22.5.2025 11:04
Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur ástæðu þess að akkeri Hugins VE festist í innsiglingu Vestmannaeyjahafnar, með þeim afleiðingum að vatnslögn til Eyja fór í sundur, hafi verið að hvorki hafi verið gengið rétt né nægjanlega vel frá akkerisbúnaði skipsins. 21.5.2025 16:07