Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Loni Ander­son er látin

Bandaríska leikkonan Loni Anderson, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem móttökuritari útvarpsstöðvar í gamanþáttunum WKRP in Cincinnati, er látin. Hún lést á sjúkrahúsi í Los Angeles í gær, 79 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Á­ferðar­fal­legir en óeftirminnilegir fjór­menningar

Fyrstu skref hinna fjögurra fræknu fjallar um tilvonandi foreldra sem þurfa að takast á við afl sem ógnar jörðinni. Myndin er sú best útlítandi frá Marvel í áraraðir og býr yfir sterkum leikhópi en skilur lítið eftir sig vegna vanþróaðra persóna.

Gagnrýni
Fréttamynd

Calvin Harris orðinn faðir

Skoski plötusnúðurinn Calvin Harris og fjölmiðlakonan Vick Hope eignuðust á dögunum sitt fyrsta barn. Sonurinn heitir hebreska nafninu Micah.

Lífið
Fréttamynd

Gary Busey játar kyn­ferðis­brot

Leikarinn Gary Busey hefur játað að framið kynferðisbrot. Upprunalega neitaði hann alfarið ásökunum um að hafa káfað á konum á hryllingsmyndaráðstefnu fyrir þremur árum en játaði fyrir dómara í gær að hafa brotið af sér.

Lífið
Fréttamynd

Út­skúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar

Bandaríski leikarinn Neal McDonough telur að regla sem hann hefur sett sjálfum sér hafi orðið til þess að hann eigi erfiðara með að fá verkefni í Hollywood. Reglan er sú að hann heimtar að hann sé ekki látinn kyssa mótleikara sína. Hann vill einungis kyssa eiginkonu sína.

Lífið
Fréttamynd

Tug­þúsundir vottuðu Ozzy virðingu

Tugþúsundir komu saman á götum Birmingham í Bretlandi í dag til að votta myrkraprinsinum og rokkgoðsögninni Ozzy Osbourne virðingu sína og fylgja honum síðasta spölinn.

Lífið
Fréttamynd

Sjóð­heitt og splunku­nýtt Hollywood par

Ofurbomban og stjarnan Pamela Anderson hefur fundið ástina í faðmi leikarans ástsæla Liam Neeson. Hjúin leika á móti hvort öðru í nýju Naked Gun kvikmyndinni þar sem ástarblossi kviknaði sem logar enn.

Lífið
Fréttamynd

Sweeney sökuð um kyn­þátta­hyggju

Auglýsingaherferð fatamerkisins American Eagle með leikkonunni Sydney Sweeney hefur verið gagnrýnd fyrir að innihalda rasíska undirtóna og ýja að kynbótastefnu með orðagríni um góð gen.

Lífið
Fréttamynd

Sögu­legur klæðnaður á dreglinum

Það hefur vart farið fram hjá neinum aðdáanda skvísukvikmynda eða chick flicks að Lindsay Lohan og Jaime Lee Curtis eiga nú sögulega endurkomu á stóra skjánum. Tvíeykið hefur vakið mikla athygli á dreglum víða um heim og sömuleiðis hjartaknúsarinn Chad Michael Murray.  

Lífið
Fréttamynd

Unaðsvörur Harry Styles valda titringi

Poppstjarnan Harry Styles hefur gefið út titrara og sleipiefni gegnum lífstílsmerki sitt Pleasing. Aðdáendur Styles virðast ánægðir með gjörninginn þó þeir hefðu frekar viljað að hann gæfi út nýja tónlist.

Lífið
Fréttamynd

Will Smith við Davíð Goða: „Haltu á­fram að skapa“

Kvikmyndagerðarmaðurinn Davíð Goði Þorvarðarson opnaði Instagram á miðvikudag og sá óvænt skilaboð frá Hollywood-stjörnunni Will Smith. Leikarinn hafði hrifist af myndatöku Davíðs, hrósaði honum í hástert og hvatti hann til að halda áfram að skapa.

Lífið
Fréttamynd

Mannauðsstjórinn segir einnig upp

Kristin Cabot, mannauðsstjórinn sem gripin var glóðvolg við framhjáhald með forstjóra sama fyrirtækis á Coldplay tónleikum fyrr í mánuðinum, hefur einnig sagt upp störfum. 

Lífið
Fréttamynd

Vók Ofur­menni slaufað

Ofurmennið Kal-El er snúinn aftur og hefur sjaldan verið jafn teiknimyndasögulegur og skrípó. Samt þarf hann að glíma við slaufun, auðjöfur sem kaupir sér umræðuna og þjóð sem hernemur nágrannaríki. Myndin er út um allt en samt með hjartað á réttum stað.

Gagnrýni
Fréttamynd

Hulk Hogan er látinn

Hulk Hogan, glímugoðsögn og leikari, er látinn 71 árs að aldri. Hogan var ein skærasta stjarna fjölbragðaglímuheimsins, átti þátt í að stórauka vinsældir hennar á heimsvísu með leikrænum tilburðum sínum og átti farsælan leiklistarferil.

Lífið
Fréttamynd

Rene Kirby er látinn

Leikarinn Rene Kirby, sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt í grínmyndinni Shallow Hal, er látinn, sjötíu ára að aldri. Kirby fæddist með klofinn hrygg en lét það ekki há sér, keppti í fimleikum, starfaði hjá IBM og vann sem smiður.

Lífið