Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Flytja þurfti tvo leikmenn Bestu deildar liðs Vestra með sjúkrabíl úr Úlfarsárdalnum eftir leik liðsins gegn Fram í gær. Íslenski boltinn 19. maí 2025 10:48
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 20.-16. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. Íslenski boltinn 19. maí 2025 10:01
Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Cristiano Ronaldo Júnior skoraði fyrstu tvö mörk sín fyrir Portúgal er hann lék með undir fimmtán ára landsliði Portúgal gegn Króatíu í 3-2 sigri á æfingamóti. Fótbolti 19. maí 2025 09:59
Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Svo gæti farið að Inter og Napoli þurfi að spila hreinan úrslitaleik um ítalska meistaratitilinn í fótbolta, samkvæmt reglum sem samþykktar voru fyrir þremur árum, eftir dramatíska næstsíðustu umferð í gær. Fótbolti 19. maí 2025 09:30
Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Afturelding varð í gær fyrsta liðið til að vinna KR í Bestu deild karla í fótbolta á þessari leiktíð, í mögnuðum 4-3 leik í Mosfellsbæ. Fram vann Vestra 1-0 en ÍBV og KA gerðu markalaust jafntefli. Mörk gærdagsins má nú sjá á Vísi. Íslenski boltinn 19. maí 2025 09:02
Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Dagur Dan Þórhallsson hefur átt draumadaga undanfarið því viku eftir að hafa orðið pabbi þá skoraði hann í gærkvöld í leik við Lionel Messi og félaga í Inter Miami. Fótbolti 19. maí 2025 08:02
„Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Valur tapaði 4-0 fyrir Breiðabliki í Bestu deild kvenna á föstudagskvöld. Helena Ólafsdóttir og sérfræðingarnir úr Bestu mörkum kvenna ræddu stöðuna á Valsliðinu. Fótbolti 18. maí 2025 23:33
Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Sigurður Breki Kárason varð fyrir hörðu samstuði og fór upp á spítala, aðeins átta mínútum eftir að hann kom inn af varamannabekknum í leik KR gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum. Íslenski boltinn 18. maí 2025 22:04
„Við elskum að spila hérna“ „Mér líður ótrúlega vel. Þvílíkur leikur,“ sagði fyrirliði Aftureldingar, Aron Elí Sævarsson, eftir 4-3 endurkomusigur sinna manna gegn KR. Fótbolti 18. maí 2025 22:02
Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Blásið var til veislu á Malbikstöðinni að Varmá í kvöld þegar Afturelding sigraði KR 4-3, eftir að hafa jafnað leikinn í tvígang og komið sér að lokum í forystu. Áhorfendametið féll og fengu áhorfendur nóg fyrir peninginn. KR að tapa sínum fyrsta leik í Bestu deildinni og Afturelding að jafna KR að stigum í deildinni. Íslenski boltinn 18. maí 2025 21:31
Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Grindavík vann góðan sigur á Þrótti Reykjavík þegar liðin mættust á Þróttarvellinum í Laugardal í dag. Grindvíkingar skoruðu fjögur mörk í leiknum en misstu tvo menn af velli með rautt spjald. Fótbolti 18. maí 2025 21:24
Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Napoli heldur efsta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þegar ein umferð er eftir af deildinni. Inter missti af gullnu tækifæri að ná efsta sætinu í kvöld. Fótbolti 18. maí 2025 20:58
Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Næstsíðasta umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu fór fram í dag. Barcelona hefur nú þegar tryggt sér titilinn en liðið mætti Villareal á heimavelli. Fótbolti 18. maí 2025 19:04
Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Arsenal nánast gulltryggði sér Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð með því að leggja Newcastle að velli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Fyrir leikinn hafði Arsenal ekki unnið deildarleik síðan 20. apríl. Enski boltinn 18. maí 2025 17:32
Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Lyngby og Aalborg, lið Sævars Atla Magnússonar og Nóels Atla Arnórssonar, eru bæði fallin úr dönsku úrvalsdeildinni. Sævar og félagar töpuðu 5-1 gegn Sönderjyske. Nóel og félagar töpuðu 2-3 gegn Silkeborg. Liðin munu mætast í þýðingarlausum leik í lokaumferðinni næstu helgi. Fótbolti 18. maí 2025 16:42
Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Nítján ára gamli Keflvíkingurinn Gabríel Aron Sævarsson gerði sér lítið fyrir á Akureyri og skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik gegn Þór, í 2-4 sigri Keflvíkinga sem settust í efsta sæti Lengjudeildarinnar. Íslenski boltinn 18. maí 2025 16:18
Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Jamie Vardy átti draumaendi á ferli sínum með Leicester City þegar hann skoraði 200. mark sitt fyrir félagið í 500. leiknum. Leicester fór með 2-0 sigur af hólmi gegn Ipswich. Enski boltinn 18. maí 2025 16:00
Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Fram bar sigurorð af Vestra með einu marki gegn engu þegar liðin áttust við í sjöundu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í dag. Það var Simon Tibbling sem skoraði sigurmark Fram úr vítaspyrnu sem Vuk Oskar Dimitrijevic nældi í. Íslenski boltinn 18. maí 2025 15:56
Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði í 4-2 tapi Fortuna Dusseldorf gegn Magdeburg í lokaumferð næstefstu deildar þýska fótboltans. Ísak var einn besti leikmaður Fortuna á tímabilinu, sem endaði í sjötta sæti deildarinnar. Fótbolti 18. maí 2025 15:42
Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Guðmundur Þórarinsson skoraði í 3-3 jafntefli armensku meistaranna Noah gegn Urartu í 28. umferð armensku úrvalsdeildarinnar. Fótbolti 18. maí 2025 15:26
Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Glódís Perla Viggósdóttir, klædd í þýskan þjóðbúning, fagnaði meistaratitlum Bayern Munchen fyrir framan troðfullt torg af fólki. Bæði karla- og kvennalið félagsins klæddu sig upp af tilefninu og skemmtu sér stórkostlega. Fótbolti 18. maí 2025 15:06
Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri PSV er hollenskur meistari eftir 1-3 sigur gegn Sparta Rotterdam í lokaumferðinni. Kristian Hlynsson var í byrjunarliði Sparta Rotterdam og Nökkvi Þeyr Þórisson kom inn af bekknum. Spörtungar stríddu PSV aðeins en gátu ekki aðstoðað Ajax, sem fleygði titlinum frá sér á lokakafla tímabilsins. Fótbolti 18. maí 2025 14:40
Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Chelsea varð FA bikarmeistari með 3-0 sigri gegn Manchester United í úrslitaleik á Wembley. Titilinn var sá þriðji á tímabilinu hjá Chelsea sem bar höfuð og herðar yfir önnur lið á Englandi. Enski boltinn 18. maí 2025 14:35
Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni ÍBV og KA gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í blíðskaparveðri á Þórvellinum í Vestmannaeyjum í dag. Íslenski boltinn 18. maí 2025 13:17
Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Stórkostleg stemning myndaðist og stóð yfir síðasta leik karlaliðs Everton í Guttagarði, Goodison Park, í 2-0 sigri gegn Southampton. Iliman Ndiaye skoraði bæði mörkin. Enski boltinn 18. maí 2025 13:03
Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Hildur Antonsdóttir byrjaði á miðjunni hjá Madrid CFF í 4-3 endurkomusigri gegn Deportivo Abanca í lokaumferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Ásdís Karen Halldórsdóttir var á bekknum og kom ekki við sögu. Sigurinn færði Madrid CFF upp í tíunda sæti deildarinnar. Fótbolti 18. maí 2025 12:02
Di María á förum frá Benfica Eftir að hafa misst af deildarmeistaratitlinum í gær tilkynnti Ángel Di María að hann væri á förum frá portúgalska félaginu Benfica. Fótbolti 18. maí 2025 11:21
Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Fjórir fjörugir leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í gær. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir tryggði Stjörnunni sigur með glæsilegu marki. Tindastóll vann stórsigur á heimavelli hamingjunnar. Þróttur skoraði fjögur og fagnaði fjórða sigrinum í röð. Þór/KA setti þrjú í sigri á nýliðunum. Mörkin úr öllum leikjum má finna hér fyrir neðan. Íslenski boltinn 18. maí 2025 10:17
Átti Henderson að fá rautt spjald? Dean Henderson átti stórleik í marki Crystal Palace þegar liðið tryggði sér enska bikarinn í knattspyrnu í gær. Wayne Rooney segir að Henderson hefði átt að fá rautt spjald fyrir að handleika knöttinn utan teigs í leiknum. Enski boltinn 18. maí 2025 08:00
Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Ótrúlegt atvik átti sér stað eftir leik Dundee og Aberdeen í skoska boltanum í dag. Áhorfendur æddu inn á völlinn í leikslok og var stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen. Fótbolti 17. maí 2025 23:15