Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í morgun vilja gera Gasaströndina að „frelsissvæði“. Það gæti gerst ef Bandaríkin myndu taka yfir stjórn svæðisins, eins og hann hefur áður talað um. Erlent 15.5.2025 11:22
Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Sendinefndir frá bæði Úkraínu og Rússlandi verða í Tyrklandi í dag en óljóst er hvort þær munu í raun hittast. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, neitaði að hitta Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í persónu og sendi þess í stað tiltölulega lágt setta erindreka. Erlent 15.5.2025 10:22
Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Yfirsaksóknari Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag kemst ekki inn í tölvupóstinn sinn og bankareikningar hans hafa verið frystir vegna refsiaðgerða Bandaríkjastjórnar. Félagasamtök hafa hætt að vinna með dómstólnum og starfsmenn hans eiga yfir höfði sér handtöku ef þeir ferðast til Bandaríkjanna. Erlent 15.5.2025 09:06
„Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Danska konungsríkið; Danmörk, Grænland og Færeyjar, taka í dag við formennsku í Norðurskautsráðinu. Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands, fer með formennsku í ráðinu næstu tvö árin fyrir hönd ríkissambandsins en þetta er í fyrsta sinn sem Grænlendingar mun leiða ráðið. Erlent 12. maí 2025 14:24
Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur undirbúið lögfræðiálit um að forseti þeirra megi þiggja lúxusþotu sem er metin á milljarða króna að gjöf frá emírnum í Katar þrátt fyrir að stjórnarskrá banni að forseti taki við gjöfum eða mútum frá erlendum ríkjum. Forsetinn sjálfur er áfjáður í að þiggja þotuna. Erlent 12. maí 2025 11:51
Samkeppnisstaða Alvotech verði „enn sterk“ þótt verð á frumlyfjum muni lækki Ef áform Trump um að knýja í gegn tugprósenta lækkun á verði lyfja vestanhafs mun raungerast ætti það að sama skapi að leiða til verðhækkana á frumlyfjum í Evrópu og öðrum löndum, að sögn forstjóra Alvotech, og styrkja þá samkeppnisstöðu félagsins enn frekar utan Bandaríkjanna. Hann telur að útspil Bandaríkjaforseta muni ekki hafa áhrif á boðaða skráningu Alvotech í Svíþjóð í næstu viku og vegna „mikils áhuga“ séu væntingar um að stórir norrænir fjárfestar muni bætast við hluthafahópinn eftir að félaginu verður fleytt á markað þar í landi. Innherji 12. maí 2025 11:21
Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Kínverskir embættismenn hafa sífellt meiri áhyggjur af áhrifum tolla Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á hagkerfi þeirra. Einnig hafa þeir áhyggjur af aukinni einangrun þeirra á alþjóðasviðinu þar sem viðskiptafélagar þeirra eiga í viðræðum við Bandaríkjamenn. Viðskipti erlent 11. maí 2025 16:54
Vilja leggja réttarríkið til hliðar Embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, eru að skoða leiðir til að leggja rétt fólks á vernd gegn fangelsun án dóms og laga til hliðar. Það vilja þeir gera svo auðveldara verði fyrir þá að flytja fólk sem sakað er um að vera í Bandaríkjunum ólöglega úr landi. Erlent 11. maí 2025 13:23
Tilskipanafyllerí Trumps Þegar Sovétríkin, annað helsta heimsveldi heims á 20.öldinni, féllu í árslok árið 1991, skapaðist mikill glundroði á því svæði sem þetta mikla ríki hafði náð yfir. Til urðu 15 ný sjálfstæð ríki, þar sem Rússland var stærst. Skoðun 11. maí 2025 12:31
„Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Mikilvæg skref hafa verið stigin í átt að vopnahléi í Úkraínu síðustu daga, að sögn utanríkisráðherra. Rússar segjast tilbúnir til viðræðna, en Úkraína og bandalagsþjóðir hennar hafa gert kröfu um skilyrðislaust vopnahlé fyrst. Erlent 11. maí 2025 12:07
Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Vopnahlé milli Indlands og Pakistan virðist hafa haldið velli í nótt, þó ráðamenn ríkjanna hafi sakað hvorn annan um að brjóta gegn því. Nokkrum klukkustundum eftir að vopnahléið tók gildi í gær sökuðu Indverjar og Pakistanar hvorn annan um árásir. Erlent 11. maí 2025 11:43
Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lagði til í gær að hefja beinar viðræður við Úkraínumenn í Tyrklandi í vikunni. Var það í kjölfar þess að leiðtogar Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Póllands kröfðust þess að Pútín samþykkti almenn þrjátíu daga vopnahlé, sem ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur lagt til. Erlent 11. maí 2025 08:12
Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður pirraður yfir því hver erfiðlega honum hefur gengið að binda enda á átök sem hann hafði heitið að stöðva fljótt. Fyrir forsetakosningarnar í fyrra hafði forsetinn heitið því að stöðva átökin í Úkraínu og á Gasaströndinni mjög fljótt. Erlent 10. maí 2025 15:25
Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Borgarstjóri í Bandaríkjunum var handtekinn af alríkisembættismönnum á mótmælum. Hann var að mótmæla opnun nýrrar varðhaldsstöðvar fyrir innflytjendur í borginni sinni. Erlent 9. maí 2025 21:56
Yfirvöld Mexíkó kæra Google Yfirvöld í Mexíkó hyggjast kæra tæknifyrirtækið Google fyrir að breyta nafni Mexíkóflóa í Ameríkuflóa á landakortunum sínum í Bandaríkjunum. Þetta sagði Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó. Erlent 9. maí 2025 18:37
Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Útflutningur Kínverja til Bandaríkjanna dróst verulega saman í síðasta mánuði, eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, beitti umfangsmiklum tollum á vörur frá Kína. Þrátt fyrir að jókst útflutningur Kínverja á heimsvísu, samkvæmt nýjum tölum frá Kína, þar sem kínversk fyrirtæki hafa leitað til annarra markaða. Viðskipti erlent 9. maí 2025 12:16
Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði í gær sjónvarpskonuna Jeanine Pirro, þáttastjórnanda hjá Fox News, í embætti ríkissaksóknara í alríkisumdæminu Washington DC, sem starfandi ríkissaksóknara. Hún mun leysa af hólmi Ed Martin, sem setið hefur í embætti frá því hann var tilnefndur fyrir um fimmtán vikum. Erlent 9. maí 2025 10:14
Bretar fyrstir til að semja við Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, opinberaði í dag „sögulegan“ viðskiptasamning við Bretland sem opna ætti á aukinn útflutning fyrir Bandaríkjamenn. Bretar urðu þar með fyrstir til að semja við Trump eftir að hann boðaði umfangsmikla tolla í síðasta mánuði. Viðskipti erlent 8. maí 2025 16:05
Samþykktu Trump-samninginn einróma Úkraínska þingið hefur samþykkt samning við Bandaríkin um nýtingu auðlinda í Úkraínu. Samningurinn felur í sér að Bandaríkjamenn muni fá aðgang að auðlindum í Úkraínu og taka þátt í uppbyggingu þar í landi og vonast Úkraínumenn til þess að samningurinn opni á frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum. Erlent 8. maí 2025 12:26
Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa skipað þarlendum leyniþjónustum að auka umfang njósna og upplýsingaöflunar á Grænlandi. Meðal markmiða er að finna grænlenska og danska aðila sem styðja yfirtöku Bandaríkjanna á eyjunni, sem Donald Trump, forseti, hefur talað um að Bandaríkin „verði að eignast“. Erlent 7. maí 2025 08:14
Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Donald Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði hugmyndir sínar um að Kanada verði hluti af Bandaríkjunum á blaðamannafundi með Mark Carney nýjum forsætisráðherra Kanada í dag. Carney sagði að Kanada væri ekki til sölu en Trump sagði „aldrei segja aldrei.“ Erlent 6. maí 2025 20:06
Fækkar herforingjum um fimmtung Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar að fækka fjögurra stjörnu herforingjum í herafla Bandaríkjanna um tuttugu prósent. Hann hefur einnig skipað þjóðvarðliði Bandaríkjanna að gera það sama og að gefið út skipun um að heilt yfir verði háttsettum yfirmönnum í heraflanum fækkað um tíu prósent. Erlent 6. maí 2025 07:12
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Leikstjórinn Baltasar Kormákur segir óvissu ríkja í kvikmyndaiðnaðinum vestanhafs eftir að Bandaríkjaforseti boðaði hundrað prósenta tolla á kvikmyndir framleiddar utan Bandaríkjanna. Hann hafi áhyggjur af mögulegum áhrifum á eigin verkefni sem og íslenskan kvikmyndaiðnað í heild en að áætlanir forsetans komi fyrst og fremst til með að bitna á Bandaríkjamönnum sjálfum. Bíó og sjónvarp 5. maí 2025 18:35
Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ „Við viljum kvikmyndir framleiddar í Bandaríkjunum aftur,“ skrifaði Trump í hástöfum á miðli sínum Truth Social í nótt. Þar boðaði hann að kvikmyndir framleiddar utan Bandaríkjanna yrðu tollaðar um eitt hundrað prósent. Fjögur til sex stór kvikmyndaverkefni eru í undirbúningi á Íslandi á næstu misserum. Viðskipti innlent 5. maí 2025 13:04