Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Valur Páll Eiríksson skrifar 23. desember 2025 08:00 Anna Margrét Einarsdóttir, móðir Dags Dan, greindist með krabbamein í haust en bataferlið gengur blessunarlega vel. Mynd/Aðsend Dagur Dan Þórhallsson fer úr sólinni á Flórída í kuldann í Kanada eftir viðburðarríkan vetur vestanhafs. Erfitt reyndist að vera hinum megin á hnettinum þegar móðir hans greindist með krabbamein en föðurhlutverkið hefur á sama tíma verið honum þroskandi. Dagur Dan samdi við Orlando City í MLS-deildinni fyrir þremur árum síðan og spilað þar við góðan orðstír. Kominn var tími á breytingu en aðeins aðrar forsendur blöstu við honum við ákvarðanatökuna nú en þá, eftir þroskandi tíma á Flórídaskaga. „Það eru komin kona, barn og hundur. Þannig að maður getur ekki bara tekið ákvarðanir fyrir sjálfan sig núna heldur hugsa um heildarmyndina. Hvað virkar fyrir mig, og barnið og konuna og svona. Montreal var nokkuð gott val, þegar ég var að velja á milli,“ segir Dagur Dan í Sportpakkanum á Sýn í gær. Föðurhlutverkið hafi gefið honum þroska. „Maður hefur þroskast frekar hratt myndi ég segja. Maður getur ekki verið: Ég, um mig, frá mér, til mín heldur erum það við, heildin.“ Bleik slaufa fyrir mömmu Athygli vakti þegar Dagur fagnaði móður sinni, Önnu Margréti Einarsdóttur, til heiðurs eftir mark gegn Vancouver Whitecaps í október. Hún hafði greinst með krabbamein í brjósti en blessunarlega gengur bataferlið vel. Dagur Dan sýndi bol með áletruninni „mamma“ ásamt bleikri slaufu þegar hann skoraði mark fyrir Orlando í október.Mynd/Aðsend „Hún greindist með brjóstakrabbamein fyrir nokkrum mánuðum síðan og fór í aðgerð. Það kom frekar vel út, hún þurfti ekki að fara í lyfjameðferð en þarf að fara í geisla og eitthvað svoleiðis. Það fór betur en áhorfðist. Þetta var sjokk til að byrja með en svo fór þetta frekar vel,“ segir Dagur. Var ekki erfitt að vera fastur úti þegar þetta kom upp? „Jú. Ef þetta hefði verið á hærra stigi hefði maður örugglega flogið heim. Ég átti erfitt með þetta, þótt þetta hafi verið lítið og ég held það sé 99,9 prósent að ef þetta greinist snemma, þá er hægt að bjarga þessu og redda þessu. Maður svolítið fattaði hvað fótbolti skiptir rosalega litu máli þegar kom að þessu, fjölskyldunni. Þetta var smá erfitt, ég viðurkenni það,“ segir Dagur sem segir sérlega gott að hafa knúsað móður sína við heimkomu að tímabilinu loknu. „Svo sannarlega. Gott að fá knús og matinn hennar mömmu. Að komast líka í pottinn, hún er með heitan og kaldan, enda íþróttafrík eins og ég. Svo við gerum það saman,“ segir Dagur Dan. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Bandaríski fótboltinn Krabbamein Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
Dagur Dan samdi við Orlando City í MLS-deildinni fyrir þremur árum síðan og spilað þar við góðan orðstír. Kominn var tími á breytingu en aðeins aðrar forsendur blöstu við honum við ákvarðanatökuna nú en þá, eftir þroskandi tíma á Flórídaskaga. „Það eru komin kona, barn og hundur. Þannig að maður getur ekki bara tekið ákvarðanir fyrir sjálfan sig núna heldur hugsa um heildarmyndina. Hvað virkar fyrir mig, og barnið og konuna og svona. Montreal var nokkuð gott val, þegar ég var að velja á milli,“ segir Dagur Dan í Sportpakkanum á Sýn í gær. Föðurhlutverkið hafi gefið honum þroska. „Maður hefur þroskast frekar hratt myndi ég segja. Maður getur ekki verið: Ég, um mig, frá mér, til mín heldur erum það við, heildin.“ Bleik slaufa fyrir mömmu Athygli vakti þegar Dagur fagnaði móður sinni, Önnu Margréti Einarsdóttur, til heiðurs eftir mark gegn Vancouver Whitecaps í október. Hún hafði greinst með krabbamein í brjósti en blessunarlega gengur bataferlið vel. Dagur Dan sýndi bol með áletruninni „mamma“ ásamt bleikri slaufu þegar hann skoraði mark fyrir Orlando í október.Mynd/Aðsend „Hún greindist með brjóstakrabbamein fyrir nokkrum mánuðum síðan og fór í aðgerð. Það kom frekar vel út, hún þurfti ekki að fara í lyfjameðferð en þarf að fara í geisla og eitthvað svoleiðis. Það fór betur en áhorfðist. Þetta var sjokk til að byrja með en svo fór þetta frekar vel,“ segir Dagur. Var ekki erfitt að vera fastur úti þegar þetta kom upp? „Jú. Ef þetta hefði verið á hærra stigi hefði maður örugglega flogið heim. Ég átti erfitt með þetta, þótt þetta hafi verið lítið og ég held það sé 99,9 prósent að ef þetta greinist snemma, þá er hægt að bjarga þessu og redda þessu. Maður svolítið fattaði hvað fótbolti skiptir rosalega litu máli þegar kom að þessu, fjölskyldunni. Þetta var smá erfitt, ég viðurkenni það,“ segir Dagur sem segir sérlega gott að hafa knúsað móður sína við heimkomu að tímabilinu loknu. „Svo sannarlega. Gott að fá knús og matinn hennar mömmu. Að komast líka í pottinn, hún er með heitan og kaldan, enda íþróttafrík eins og ég. Svo við gerum það saman,“ segir Dagur Dan. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Bandaríski fótboltinn Krabbamein Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira