Innlent

Talinn að hafa komið til landsins til að stela

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Lögreglustöðin á Hverfisgötu.
Lögreglustöðin á Hverfisgötu. Vísir/Vilhelm

Karlmanni hefur verið vísað úr landi en hann var staðinn að því að stela. Talið er að hann hafi komið til landsins til að stunda brotastarfsemi.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að karlmaðurinn, sem er um fertugt, var handtekinn á miðvikudag vegna þjófnaðarmála í miðborg Reykjavíkur. Hann var með sérstaka tösku sem búið var að fóðra með álpappír, í því skyni að koma töskunni framhjá þjófavörnum verslana.

Í töskunni fannst einnig þýfi, en ekki liggur fyrir um hvers konar þýfi var að ræða. Maðurinn játaði sök við yfirheyrslu lögreglu. Hann kom til landsins á þriðjudag en telur lögregla að tilgangur ferðarinnar hafi verið til að stunda brotastarfsemi.

Manninum var vísað úr landi vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×