Sport

Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Willum Þór Þórsson var kjörinn formaður Íþróttasambands Íslands á iþróttaþingi sambandsins 2025.
Willum Þór Þórsson var kjörinn formaður Íþróttasambands Íslands á iþróttaþingi sambandsins 2025. Vísir/Anton

Tveir góðir gestir mæta í Big Ben í kvöld og víða verður komið við í umræðunum í þættinum.

Guðmundur Benediktsson, Hjálmar Örn Jóhannsson og Kjartan Henry Finnbogason verða á sínum stað í Big Ben í kvöld.

Gestir þáttarins eru þeir Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ og fyrrverandi leikmaður og þjálfari í handbolta og fótbolta, og Theodór Ingi Pálmason, handboltasérfræðingur.

Þetta er síðasti þátturinn af Big Ben fyrir jól og búast má við líflegum umræðum um íþróttalífið hér heima og erlendis.

Big Ben hefst klukkan 22:10 á Sýn Sport í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×