Innlent

Staðin að því að stinga inn á sig snyrti­vörum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Nóttin virðist hafa verið með rólegra móti á höfuðborgarsvæðinu.
Nóttin virðist hafa verið með rólegra móti á höfuðborgarsvæðinu. vísir/Vilhelm

Nóttin virðist hafa verið með rólegra móti hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en þrír gistu fangageymslur í morgunsárið. Í yfirliti lögreglu er aðeins getið um eina handtöku en þar var um að ræða konu sem ók undir áhrifum lyfja, auk þess sem hún var ekki með ökuréttindi.

Lögregla hafði einnig afskipti af konu sem var staðinn að því að stinga inn á sig snyrtivörum í verslun. Konan skilaði vörunum. Þá var tilkynnt um mann að stela í matvöruverslun og húsbrot í fyrirtæki en það mál er í rannsókn.

Lögregla fjarlægði skráningarmerki af óskoðuðum og ótryggðum bifreiðum. Þá voru maður og kona kærð fyrir að aka án ökuréttinda, í tveimur aðskildum málum, og kona kærð fyrir að taka ólöglega beygju. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×