Íslenski boltinn

Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum fé­lögum

Sindri Sverrisson skrifar
Framarar fengu bara eitt stig í Egilshöllinni í kvöld.
Framarar fengu bara eitt stig í Egilshöllinni í kvöld. @fram_knattspyrna

Fjölnir og Fram gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik sínum í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta, í Egilshöll í kvöld.

Þetta var annar leikur mótsins en áður hafði Víkingur unnið 5-2 sigur gegn Leikni í Breiðholtinu, einnig í A-riðli, síðastliðinn fimmtudag.

Framarar voru 1-0 yfir í hálfleik í kvöld eftir að Egill Otti Vilhjálmsson skoraði fyrir þá á 10. mínútu. Hann ætti að þekkja vel til í Egilshöllinni eftir að hafa verið að láni hjá Fjölni á síðustu leiktíð og spilað 15 leiki með liðinu í deild og bikar.

Fjölnismenn jöfnuðu svo metin í seinni hálfleik og þar við sat.

Næst verður leikið í Reykjavíkurmótinu á nýju ári, eða þann 8. janúar, þegar ÍR og Fjölnir mætast sem og Þróttur og Valur í riðli B.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×