Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar 2. desember 2025 13:00 Jólatré eru ómissandi hluti jólahaldsins hjá flestum landsmönnum. Siðurinn barst til landsins seint á 19. öld með dönskum kaupmönnum. Þar sem sígræn tré uxu ekki á Íslandi var þörf á innflutningi. Þar til ræktun hófst, var algengt að Íslendingar útbyggju heimagerð jólatré úr tréstoðum vöfðum sígrænu efni úr náttúrunni eins og sortulyngi, krækilyngi og eini. Slík tré voru notuð fram yfir miðja síðustu öld. Ræktun á jólatrjám hérlendis hófst um það leyti. Fyrstu íslensku jólatrén komu á markað í kringum 1970 og til að byrja með var rauðgreni aðaltegundin. Í dag eru jólatré ræktuð víða, bæði hjá skógræktarfélögum um allt land, skógarbændum og í þjóðskógunum. Áætla má að felld verði í kringum 10.000 jólatré hér á landi þetta árið, bæði heimilistré, torgtré sem prýða bæjarfélög um allt land og svokölluð tröpputré. Einnig eru greinar klipptar og seldar og notaðar í skreytingar. Margar tegundir sígrænna trjáa henta sem jólatré. Stafafura hefur verið vinsælasta jólatréð hér síðustu áratugi. Hún er dökkgræn, ilmar vel og fellir ekki barrið ef vel er hugsað um hana. Stafafuran hentar vel til skreytinga þar sem nokkuð rúmt er á milli greinakransa. Auk stafafuru er höggvið blágreni, sitkagreni og fjallaþinur sem jólatré ásamt hinu hefðbundna, þétta og ilmandi rauðgreni sem heldur hefur látið undan, síga því blágreni og sitkagreni halda nálum sínum betur en rauðgrenið. Undanfarin ár hefur það notið sívaxandi vinsælda að skógræktarfélög, skógarbændur og Land og skógur bjóði almenningi í skógana á aðventunni. Víða er boðið upp á að fólk geti valið sér tré og höggvið sjálft. Sums staðar eru komnir markaðir eða viðburðir í tengslum við þessa skemmtilegu hefð. Hjá mörgum fjölskyldum er slíkt orðið fastur liður í jólaundirbúningi og veitir kærkomið frí frá jólastressinu að koma út í skóg. Jólatré eru lifandi og meðhöndlun þeirra skiptir miklu máli. Nýhöggvið tré þarf að standa á köldum stað þangað til það er tekið inn í stofu. Þegar jólatréð er sett í fót er gott að saga þunna sneið neðan af stofninum og stinga því í beint í jólatrésfót með vatni. Sumir setja sjóðandi vatn ofan í fótinn þegar tréð er komið í til að opna fyrir viðaræðarnar svo trén nái að draga upp vatn. Eftir það verður að vökva trén með köldu vatni og gæta þess að ekki þorni í fætinum, sérstaklega fyrstu dagana meðan tréð er að fylla sig af vatni. Ef þessum reglum er fylgt stendur tréð ferskt og ilmandi allar hátíðirnar. Íslensk jólatré eru umhverfisvænni en innflutt lifandi tré eða gervitré. Þau eru ræktuð án eiturefna, ólíkt þeim trjám sem flutt eru til landsins. Erlendis þarf almennt að nota illgresis- og skordýraeitur við ræktun trjánna. Íslensku trén eru flutt stutta leið á markað, hafa minna kolefnisspor og eftir hátíðarnar eru þau endurunnin og nýtt í moltugerð. Lifandi tré eru alltaf umhverfisvænni en gervitré úr plasti sem flutt eru yfir hálfan hnöttinn og ill- eða ómögulegt er að endurvinna þegar þeim er hent. Íslensku trén eru oftast hluti af grisjun skógarreita, sem gengur ekki á skóglendi heldur stuðlar að betri vexti eftirstandandi trjáa. Með því að velja íslenskt jólatré styður þú beint við skógrækt á Íslandi, en fyrir hvert selt tré er hægt að gróðursetja 30–40 ný tré, auk þess sem tekjur af jólatrjám nýtast til uppbyggingar skóga til útivistar og yndis almennings. Nánari upplýsingar um sölustaði jólatrjáa má finna á skog.is/jolatrjaavefurinn/. Veljum íslenskt! Höfundur er verkefnastjóri hjá Skógræktarfélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tré Jól Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Jólatré eru ómissandi hluti jólahaldsins hjá flestum landsmönnum. Siðurinn barst til landsins seint á 19. öld með dönskum kaupmönnum. Þar sem sígræn tré uxu ekki á Íslandi var þörf á innflutningi. Þar til ræktun hófst, var algengt að Íslendingar útbyggju heimagerð jólatré úr tréstoðum vöfðum sígrænu efni úr náttúrunni eins og sortulyngi, krækilyngi og eini. Slík tré voru notuð fram yfir miðja síðustu öld. Ræktun á jólatrjám hérlendis hófst um það leyti. Fyrstu íslensku jólatrén komu á markað í kringum 1970 og til að byrja með var rauðgreni aðaltegundin. Í dag eru jólatré ræktuð víða, bæði hjá skógræktarfélögum um allt land, skógarbændum og í þjóðskógunum. Áætla má að felld verði í kringum 10.000 jólatré hér á landi þetta árið, bæði heimilistré, torgtré sem prýða bæjarfélög um allt land og svokölluð tröpputré. Einnig eru greinar klipptar og seldar og notaðar í skreytingar. Margar tegundir sígrænna trjáa henta sem jólatré. Stafafura hefur verið vinsælasta jólatréð hér síðustu áratugi. Hún er dökkgræn, ilmar vel og fellir ekki barrið ef vel er hugsað um hana. Stafafuran hentar vel til skreytinga þar sem nokkuð rúmt er á milli greinakransa. Auk stafafuru er höggvið blágreni, sitkagreni og fjallaþinur sem jólatré ásamt hinu hefðbundna, þétta og ilmandi rauðgreni sem heldur hefur látið undan, síga því blágreni og sitkagreni halda nálum sínum betur en rauðgrenið. Undanfarin ár hefur það notið sívaxandi vinsælda að skógræktarfélög, skógarbændur og Land og skógur bjóði almenningi í skógana á aðventunni. Víða er boðið upp á að fólk geti valið sér tré og höggvið sjálft. Sums staðar eru komnir markaðir eða viðburðir í tengslum við þessa skemmtilegu hefð. Hjá mörgum fjölskyldum er slíkt orðið fastur liður í jólaundirbúningi og veitir kærkomið frí frá jólastressinu að koma út í skóg. Jólatré eru lifandi og meðhöndlun þeirra skiptir miklu máli. Nýhöggvið tré þarf að standa á köldum stað þangað til það er tekið inn í stofu. Þegar jólatréð er sett í fót er gott að saga þunna sneið neðan af stofninum og stinga því í beint í jólatrésfót með vatni. Sumir setja sjóðandi vatn ofan í fótinn þegar tréð er komið í til að opna fyrir viðaræðarnar svo trén nái að draga upp vatn. Eftir það verður að vökva trén með köldu vatni og gæta þess að ekki þorni í fætinum, sérstaklega fyrstu dagana meðan tréð er að fylla sig af vatni. Ef þessum reglum er fylgt stendur tréð ferskt og ilmandi allar hátíðirnar. Íslensk jólatré eru umhverfisvænni en innflutt lifandi tré eða gervitré. Þau eru ræktuð án eiturefna, ólíkt þeim trjám sem flutt eru til landsins. Erlendis þarf almennt að nota illgresis- og skordýraeitur við ræktun trjánna. Íslensku trén eru flutt stutta leið á markað, hafa minna kolefnisspor og eftir hátíðarnar eru þau endurunnin og nýtt í moltugerð. Lifandi tré eru alltaf umhverfisvænni en gervitré úr plasti sem flutt eru yfir hálfan hnöttinn og ill- eða ómögulegt er að endurvinna þegar þeim er hent. Íslensku trén eru oftast hluti af grisjun skógarreita, sem gengur ekki á skóglendi heldur stuðlar að betri vexti eftirstandandi trjáa. Með því að velja íslenskt jólatré styður þú beint við skógrækt á Íslandi, en fyrir hvert selt tré er hægt að gróðursetja 30–40 ný tré, auk þess sem tekjur af jólatrjám nýtast til uppbyggingar skóga til útivistar og yndis almennings. Nánari upplýsingar um sölustaði jólatrjáa má finna á skog.is/jolatrjaavefurinn/. Veljum íslenskt! Höfundur er verkefnastjóri hjá Skógræktarfélagi Íslands.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun