Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 1. desember 2025 08:01 Fyrsti dagur desembermánaðar er ekki einungis fullveldisdagur Íslendinga heldur er hann einnig tileinkaður einu mikilvægasta öryggistæki heimilisins, reykskynjaranum. Lífsnauðsynleg læti og staða mála Reykskynjarar hafa bjargað mörgum mannslífum en skerandi hljóðið sem skynjarinn gefur frá sér getur skipt sköpum þegar eldur kviknar. Um er að ræða ódýrt en áhrifaríkt öryggistæki sem ætti að vera virkt á hverju heimili, í öllum rýmum. Samkvæmt könnun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) á brunavörnum heimilanna eru 96% heimila með uppsetta reykskynjara á heimilinu. Það þýðir að 4% heimila eru ekki með uppsetta reykskynjara og þrátt fyrir að sú tala virðist við fyrstu sýn fremur lág þá eru rúmlega 15.700 heimili á bak við þá tölu sem er áhyggjuefni. Algengt er að reykskynjarar séu uppsettir í eldri timburhúsum en 98,9% þeirra hafa reykskynjara, 91,2% eru með slökkvitæki og 80,8% eru með eldvarnarteppi. Um 20% heimila eru ekki með slökkvitæki á heimilinu og einungis 66% eru með eldvarnarteppi á heimilinu, 31% eru ekki með eldvarnarteppi og 3% vita ekki hvort það sé eldvarnarteppi á heimilinu. Brunavarnir í leiguhúsnæði eru lakari en brunavarnir fólks sem býr í eigin húsnæði og er hér sannarlega rými til úrbóta. Tékkum á látunum Nauðsynlegt er að muna eftir að prófa reykskynjara, helst mánaðarlega en minnst fjórum sinnum á ári. Einfalt er að prófa hann með því að þrýsta á þar til gerðan hnapp á reykskynjaranum, oftast merktur „test“, til að kanna hvort hann gefi ekki örugglega frá sér skerandi hljóð. Óvirkur reykskynjari bjargar engum og því þarf að ganga úr skugga um að reykskynjarar séu virkir og skipta þá um rafhlöðu eða reykskynjara ef þörf krefur. Líftími reykskynjara er að hámarki 10 ár og til að hann virki eins og vera ber þarf að setja hann upp og staðsetja skynsamlega. Best er að staðsetja reykskynjara í miðju lofts og gæta þess að skynjarinn sé minnst 30 cm frá vegg eða ljósi. Tækninni fleygir fram Úrval reykskynjara hefur aukist með árunum og nú er hægt að hafa samtengda og nettengda reykskynjara sem fylgjast má með í snjallsímanum. Það getur til dæmis komið sér vel að hafa nettengda reykskynjara í sumarbústöðum. Ef bílskúr er sambyggður heimili er gott að hafa reykskynjarann þar samtengdan reykskynjurum heimilisins. Mikilvægt er að huga einnig að öðrum brunavörnum heimilisins, hafa eldvarnarteppi í eldhúsinu og athuga hvort komið sé að yfirferð og skoðun á slökkvitæki. Allur búnaður þarf að vera í góðu standi og á réttum stað í húsinu. Gott er að fara yfir flóttaleiðir og hvar fólk ætlar að safnast saman fyrir utan ef flýja þarf húsnæðið. Víst er að peningunum er vel varið í brunavarnir heimilisins en einnig má benda á að flest tryggingafélög gefa reglulega viðskiptavinum sínum reykskynjara og rafhlöður í reykskynjara. Einnig njóta viðskiptavinir oft og tíðum afsláttarkjara af vörum tengdum brunavörnum og öryggi. Hugarró um hátíðarnar Jólahátíðin snýst ekki hvað síst um að skapa notalega stemningu og eiga góðar samverustundir. Kerti og ljósaseríur eru hluti af jólahátíðinni og veita birtu og yl í skammdeginu. Led-kerti hafa notið æ meiri vinsælda þar sem þau auka öryggi til muna en stundum gleymist að slökkva á logandi kertum og þá er voðinn vís. Allur er varinn góður Ef hefðbundin vaxkerti eru notuð þarf að gæta þess að slökkva tímanlega á þeim og láta skraut og eldfim efni ekki liggja upp að kerti, til dæmis á aðventukrönsum. Einnig þarf að gæta þess að hafa kerti ekki of nálægt hitagjafa eins og ofni eða sjónvarpi og logandi kerti ættu aldrei að standa ofan á raftækjum. Aldrei ætti að skilja börn eða dýr eftir ein með logandi kertum. Útikerti þurfa að vera á traustu undirlagi, til dæmis steyptri stétt og ekki ætti að setja útikerti á yfirborð sem brennur auðveldlega eins og trépall. Eldamennska og bakstur fylgja jólunum. Fara þarf varlega þegar verið er að djúpsteikja og gæta þess að gleyma ekki pottum á heitri hellu. Einnig er mikilvægt að geyma ekki hluti ofan á eldavélum, svo sem pizzukassa sem brenna auðveldlega. Þegar kemur að því að skreyta með jólaljósum og seríum er metnaðurinn oft mikill og þá vill brenna við að hlaðið sé duglega í fjöltengin. Það skapar áhættu og ekki ætti að ofhlaða fjöltengi né tengja fjöltengi í annað fjöltengi þar sem það skapar álag og getur valdið skammhlaupi sem eldur getur kviknað út frá. Einnig þarf að gæta þess að nota ekki mjög gömul fjöltengi, þau hafa sinn líftíma og nýrri fjöltengi eru öruggari. Sama gildir um ljósaseríur, ekki ætti að nota gamlar eða skemmdar seríur. Hafa þarf í huga að fylgjast með raftækjum í hleðslu inni á heimilum en kviknað getur í út frá rafhlöðu. Að lokum er vert að minna á að muna eftir að vökva lifandi jólatré og halda þeim rökum. Þurr tré fuðra upp á augabragði ef neisti kviknar. Gott er að hella fyrst heitu vatni á stofninn þar sem tréð sýgur þá betur vatn upp í stofninn. Tilvalið er að nýta 1. desember, dag reykskynjarans, til að huga að eldvörnum heimilisins og prófa alla reykskynjara. Það getur ráðið úrslitum síðar meir. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Fyrsti dagur desembermánaðar er ekki einungis fullveldisdagur Íslendinga heldur er hann einnig tileinkaður einu mikilvægasta öryggistæki heimilisins, reykskynjaranum. Lífsnauðsynleg læti og staða mála Reykskynjarar hafa bjargað mörgum mannslífum en skerandi hljóðið sem skynjarinn gefur frá sér getur skipt sköpum þegar eldur kviknar. Um er að ræða ódýrt en áhrifaríkt öryggistæki sem ætti að vera virkt á hverju heimili, í öllum rýmum. Samkvæmt könnun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) á brunavörnum heimilanna eru 96% heimila með uppsetta reykskynjara á heimilinu. Það þýðir að 4% heimila eru ekki með uppsetta reykskynjara og þrátt fyrir að sú tala virðist við fyrstu sýn fremur lág þá eru rúmlega 15.700 heimili á bak við þá tölu sem er áhyggjuefni. Algengt er að reykskynjarar séu uppsettir í eldri timburhúsum en 98,9% þeirra hafa reykskynjara, 91,2% eru með slökkvitæki og 80,8% eru með eldvarnarteppi. Um 20% heimila eru ekki með slökkvitæki á heimilinu og einungis 66% eru með eldvarnarteppi á heimilinu, 31% eru ekki með eldvarnarteppi og 3% vita ekki hvort það sé eldvarnarteppi á heimilinu. Brunavarnir í leiguhúsnæði eru lakari en brunavarnir fólks sem býr í eigin húsnæði og er hér sannarlega rými til úrbóta. Tékkum á látunum Nauðsynlegt er að muna eftir að prófa reykskynjara, helst mánaðarlega en minnst fjórum sinnum á ári. Einfalt er að prófa hann með því að þrýsta á þar til gerðan hnapp á reykskynjaranum, oftast merktur „test“, til að kanna hvort hann gefi ekki örugglega frá sér skerandi hljóð. Óvirkur reykskynjari bjargar engum og því þarf að ganga úr skugga um að reykskynjarar séu virkir og skipta þá um rafhlöðu eða reykskynjara ef þörf krefur. Líftími reykskynjara er að hámarki 10 ár og til að hann virki eins og vera ber þarf að setja hann upp og staðsetja skynsamlega. Best er að staðsetja reykskynjara í miðju lofts og gæta þess að skynjarinn sé minnst 30 cm frá vegg eða ljósi. Tækninni fleygir fram Úrval reykskynjara hefur aukist með árunum og nú er hægt að hafa samtengda og nettengda reykskynjara sem fylgjast má með í snjallsímanum. Það getur til dæmis komið sér vel að hafa nettengda reykskynjara í sumarbústöðum. Ef bílskúr er sambyggður heimili er gott að hafa reykskynjarann þar samtengdan reykskynjurum heimilisins. Mikilvægt er að huga einnig að öðrum brunavörnum heimilisins, hafa eldvarnarteppi í eldhúsinu og athuga hvort komið sé að yfirferð og skoðun á slökkvitæki. Allur búnaður þarf að vera í góðu standi og á réttum stað í húsinu. Gott er að fara yfir flóttaleiðir og hvar fólk ætlar að safnast saman fyrir utan ef flýja þarf húsnæðið. Víst er að peningunum er vel varið í brunavarnir heimilisins en einnig má benda á að flest tryggingafélög gefa reglulega viðskiptavinum sínum reykskynjara og rafhlöður í reykskynjara. Einnig njóta viðskiptavinir oft og tíðum afsláttarkjara af vörum tengdum brunavörnum og öryggi. Hugarró um hátíðarnar Jólahátíðin snýst ekki hvað síst um að skapa notalega stemningu og eiga góðar samverustundir. Kerti og ljósaseríur eru hluti af jólahátíðinni og veita birtu og yl í skammdeginu. Led-kerti hafa notið æ meiri vinsælda þar sem þau auka öryggi til muna en stundum gleymist að slökkva á logandi kertum og þá er voðinn vís. Allur er varinn góður Ef hefðbundin vaxkerti eru notuð þarf að gæta þess að slökkva tímanlega á þeim og láta skraut og eldfim efni ekki liggja upp að kerti, til dæmis á aðventukrönsum. Einnig þarf að gæta þess að hafa kerti ekki of nálægt hitagjafa eins og ofni eða sjónvarpi og logandi kerti ættu aldrei að standa ofan á raftækjum. Aldrei ætti að skilja börn eða dýr eftir ein með logandi kertum. Útikerti þurfa að vera á traustu undirlagi, til dæmis steyptri stétt og ekki ætti að setja útikerti á yfirborð sem brennur auðveldlega eins og trépall. Eldamennska og bakstur fylgja jólunum. Fara þarf varlega þegar verið er að djúpsteikja og gæta þess að gleyma ekki pottum á heitri hellu. Einnig er mikilvægt að geyma ekki hluti ofan á eldavélum, svo sem pizzukassa sem brenna auðveldlega. Þegar kemur að því að skreyta með jólaljósum og seríum er metnaðurinn oft mikill og þá vill brenna við að hlaðið sé duglega í fjöltengin. Það skapar áhættu og ekki ætti að ofhlaða fjöltengi né tengja fjöltengi í annað fjöltengi þar sem það skapar álag og getur valdið skammhlaupi sem eldur getur kviknað út frá. Einnig þarf að gæta þess að nota ekki mjög gömul fjöltengi, þau hafa sinn líftíma og nýrri fjöltengi eru öruggari. Sama gildir um ljósaseríur, ekki ætti að nota gamlar eða skemmdar seríur. Hafa þarf í huga að fylgjast með raftækjum í hleðslu inni á heimilum en kviknað getur í út frá rafhlöðu. Að lokum er vert að minna á að muna eftir að vökva lifandi jólatré og halda þeim rökum. Þurr tré fuðra upp á augabragði ef neisti kviknar. Gott er að hella fyrst heitu vatni á stofninn þar sem tréð sýgur þá betur vatn upp í stofninn. Tilvalið er að nýta 1. desember, dag reykskynjarans, til að huga að eldvörnum heimilisins og prófa alla reykskynjara. Það getur ráðið úrslitum síðar meir. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun