Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sindri Sverrisson skrifar 26. nóvember 2025 11:00 Penny Oleksiak fær ekki að keppa aftur fyrr en í júlí árið 2027 en það verður í tæka tíð fyrir næstu Ólympíuleika. Getty/Ian MacNicol Hin 25 ára gamla sundkona Penny Oleksiak, sem á flest verðlaun kanadískra kvenna á Ólympíuleikum, hefur verið úrskurðuð í tveggja ára bann fyrir brot á reglum um lyfjapróf. Oleksiak varð algjör stjarna aðeins 16 ára gömul, þegar hún rakaði inn verðlaunum á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 og varð meðal annars Ólympíumeistari í 100 metra skriðsundi. Oleksiak og kanadíska sundsambandið hafa þvertekið fyrir að hún hafi nokkurn tímann gerst sek um að neyta ólöglegra, árangursaukandi lyfja. Hún þarf engu að síður að sæta tveggja ára banni en það er vegna þess að hún hefur í þrígang gerst sek um að veita ekki réttar upplýsingar um dvalarstað sinn hverju sinni, svo að hægt væri að kalla hana inn í lyfjapróf hvenær sem er. Penny Oleksiak varð að þjóðhetju í Kanada þegar hún vann gull í Ríó árið 2016, aðeins 16 ára gömul. Þær Simone Manuel hlutu báðar gull í 100 metra skriðsundi.Getty/Clive Rose Brotin áttu sér stað frá október í fyrra og fram í júní á þessu ári, og samþykkti Oleksiak bann frá keppni frá og með júlí á meðan að málið var til rannsóknar. Nú hefur hún verið dæmd í tveggja ára bann en það þýðir jafnframt að hún má keppa á næstu Ólympíuleikum sem fram fara í Los Angeles sumarið 2028. Banninu lýkur sem sagt 14. júlí 2027. Samþykkja bannið en hafna því að hún hafi neytt ólöglegra lyfja „Þótt við tökum skýringu Penny gilda um að þessi mistök séu óviljandi og að hún hafi ekki notað ólögleg efni, þá eru lyfjareglur til staðar til að tryggja jafna samkeppnisstöðu íþróttafólks, segir Suzanne Paulins, yfirmaður hjá kanadíska sundsambandinu. Oleksiak hefur ekki tjáð sig um bannið sjálf en sagði eftir að ljóst var að hún yrði ekki með á HM í sumar að hún hefði ekki neytt ólöglegra lyfja. „Ég vil leggja áherslu á að dvalarstaðamálið snýst ekki um neins konar ólögleg efni. Það snýst um hvort ég hafi uppfært upplýsingarnar mínar rétt,“ sagði kanadíska sundkonan þá. Oleksiak hefur alls unnið til sjö verðlauna á Ólympíuleikum, flest allra kanadískra kvenna, auk fjölda verðlauna á heimsmeistaramótum. Sund Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Sjá meira
Oleksiak varð algjör stjarna aðeins 16 ára gömul, þegar hún rakaði inn verðlaunum á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 og varð meðal annars Ólympíumeistari í 100 metra skriðsundi. Oleksiak og kanadíska sundsambandið hafa þvertekið fyrir að hún hafi nokkurn tímann gerst sek um að neyta ólöglegra, árangursaukandi lyfja. Hún þarf engu að síður að sæta tveggja ára banni en það er vegna þess að hún hefur í þrígang gerst sek um að veita ekki réttar upplýsingar um dvalarstað sinn hverju sinni, svo að hægt væri að kalla hana inn í lyfjapróf hvenær sem er. Penny Oleksiak varð að þjóðhetju í Kanada þegar hún vann gull í Ríó árið 2016, aðeins 16 ára gömul. Þær Simone Manuel hlutu báðar gull í 100 metra skriðsundi.Getty/Clive Rose Brotin áttu sér stað frá október í fyrra og fram í júní á þessu ári, og samþykkti Oleksiak bann frá keppni frá og með júlí á meðan að málið var til rannsóknar. Nú hefur hún verið dæmd í tveggja ára bann en það þýðir jafnframt að hún má keppa á næstu Ólympíuleikum sem fram fara í Los Angeles sumarið 2028. Banninu lýkur sem sagt 14. júlí 2027. Samþykkja bannið en hafna því að hún hafi neytt ólöglegra lyfja „Þótt við tökum skýringu Penny gilda um að þessi mistök séu óviljandi og að hún hafi ekki notað ólögleg efni, þá eru lyfjareglur til staðar til að tryggja jafna samkeppnisstöðu íþróttafólks, segir Suzanne Paulins, yfirmaður hjá kanadíska sundsambandinu. Oleksiak hefur ekki tjáð sig um bannið sjálf en sagði eftir að ljóst var að hún yrði ekki með á HM í sumar að hún hefði ekki neytt ólöglegra lyfja. „Ég vil leggja áherslu á að dvalarstaðamálið snýst ekki um neins konar ólögleg efni. Það snýst um hvort ég hafi uppfært upplýsingarnar mínar rétt,“ sagði kanadíska sundkonan þá. Oleksiak hefur alls unnið til sjö verðlauna á Ólympíuleikum, flest allra kanadískra kvenna, auk fjölda verðlauna á heimsmeistaramótum.
Sund Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Sjá meira