Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 6. nóvember 2025 12:45 Það er auðvelt að líta á fjárhagsáætlun sem línur í Excel-skjali sem enginn hefur áhuga á. En fyrir borg sem þjónar 140 þúsund manns eru fjárhagsáætlanir ekki bara bókhald heldur yfirlýsing um gildin sem við störfum eftir. Fjárhagsáætlanir segja til um hvað við teljum vera mikilvægt með því hverju við forgangsröðum og hverju við fjárfestum í. Þegar ég kynnti fjárhagsáætlun Reykjavíkur í vikunni var það í fyrsta sinn frá Covid þar sem öllum fjárhagsmarkmiðum borgarinnar er náð. Það er ekki sjálfsagt. Það er afleiðing af því að við í meirihlutanum höfum tekið meðvitaðar, oft erfiðar en ábyrgðarfullar ákvarðanir. Við höfum valið að halda uppi þjónustu við fólk, sérstaklega börn og fjölskyldur, í stað þess að bregðast við efnahagsþrýstingi með niðurskurði. Þegar við segjum að öllum fjárhagsmarkmiðum borgarinnar sé náð þýðir það að borgin er ekki rekin með halla, launakostnaður er innan ramma, skuldsetning er innan viðmiða og veltufé er nægt til að standa undir framkvæmdum. Reykjavík er þannig ekki bara rekstrarhæf heldur er hún fjárhagslega stöðug og sjálfbær þó að hún hafi staðið frammi fyrir fjárhagslegum erfiðleikum undanfarin ár. Það hefði auðvitað verið auðvelt að skera niður til að mæta fjárhagslegum erfiðleikum eins og best má sjá á tillögum minnihlutans. Þau hefðu frestað framkvæmdum, fært fjárfestingar aftar í röðina og skorið niður þjónustu. En við völdum aðra leið. Við völdum að verja kjarnaþjónustu borgarinnar og halda áfram að byggja borg fyrir fólk. Og það gerðum við á sama tíma og við snerum rekstri borgarinnar í plús. Það er pólitísk ákvörðun sem er ekki tilviljun. Við tókum ákvörðun um að hafna niðurskurðarstefnu minnihlutans og frekar forgangsraða því sem skiptir máli: börnin og fjölskyldur þeirra. Á árunum 2026–2030 verða leikskólar, grunnskólar og frístundastarf áfram stærsti fjárfestingaliður borgarinnar. Þetta er ekki bara vegna þess að börn eiga skilið góðar aðstæður. Það er líka vegna þess að fjárfesting í menntun, leik, félagsfærni og heilsu barna skilar sér margfalt til baka í gegnum betri lýðheilsu, minni félagslegan kostnað og sterkara samfélag. Það er ekki kostnaður að byggja leikskóla, það er fjárfesting. Það er eðlilegt og nauðsynlegt að fjárhagsáætlanir veki pólitískar umræður. En stundum skýrist umræðan best í gegnum andstæður. Þegar við lögðum til aukna fjárfestingu í leikskólum og skólum hafa fulltrúar minnihlutans haldið því fram að borgin þurfi að skera flatt niður rekstur til að ná tökum á fjármálunum. Raunin hefur verið þveröfug. Með ábyrgum rekstri erum við að skila afgangi og á sama tíma að fjárfesta í fólki. Þetta sýnir að það er hægt að reka borg á traustum grunni án þess að fórna þjónustu. Við veljum uppbyggingu. Þau hefðu valið niðurskurð. Það er munurinn. Höfundur er borgarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Það er auðvelt að líta á fjárhagsáætlun sem línur í Excel-skjali sem enginn hefur áhuga á. En fyrir borg sem þjónar 140 þúsund manns eru fjárhagsáætlanir ekki bara bókhald heldur yfirlýsing um gildin sem við störfum eftir. Fjárhagsáætlanir segja til um hvað við teljum vera mikilvægt með því hverju við forgangsröðum og hverju við fjárfestum í. Þegar ég kynnti fjárhagsáætlun Reykjavíkur í vikunni var það í fyrsta sinn frá Covid þar sem öllum fjárhagsmarkmiðum borgarinnar er náð. Það er ekki sjálfsagt. Það er afleiðing af því að við í meirihlutanum höfum tekið meðvitaðar, oft erfiðar en ábyrgðarfullar ákvarðanir. Við höfum valið að halda uppi þjónustu við fólk, sérstaklega börn og fjölskyldur, í stað þess að bregðast við efnahagsþrýstingi með niðurskurði. Þegar við segjum að öllum fjárhagsmarkmiðum borgarinnar sé náð þýðir það að borgin er ekki rekin með halla, launakostnaður er innan ramma, skuldsetning er innan viðmiða og veltufé er nægt til að standa undir framkvæmdum. Reykjavík er þannig ekki bara rekstrarhæf heldur er hún fjárhagslega stöðug og sjálfbær þó að hún hafi staðið frammi fyrir fjárhagslegum erfiðleikum undanfarin ár. Það hefði auðvitað verið auðvelt að skera niður til að mæta fjárhagslegum erfiðleikum eins og best má sjá á tillögum minnihlutans. Þau hefðu frestað framkvæmdum, fært fjárfestingar aftar í röðina og skorið niður þjónustu. En við völdum aðra leið. Við völdum að verja kjarnaþjónustu borgarinnar og halda áfram að byggja borg fyrir fólk. Og það gerðum við á sama tíma og við snerum rekstri borgarinnar í plús. Það er pólitísk ákvörðun sem er ekki tilviljun. Við tókum ákvörðun um að hafna niðurskurðarstefnu minnihlutans og frekar forgangsraða því sem skiptir máli: börnin og fjölskyldur þeirra. Á árunum 2026–2030 verða leikskólar, grunnskólar og frístundastarf áfram stærsti fjárfestingaliður borgarinnar. Þetta er ekki bara vegna þess að börn eiga skilið góðar aðstæður. Það er líka vegna þess að fjárfesting í menntun, leik, félagsfærni og heilsu barna skilar sér margfalt til baka í gegnum betri lýðheilsu, minni félagslegan kostnað og sterkara samfélag. Það er ekki kostnaður að byggja leikskóla, það er fjárfesting. Það er eðlilegt og nauðsynlegt að fjárhagsáætlanir veki pólitískar umræður. En stundum skýrist umræðan best í gegnum andstæður. Þegar við lögðum til aukna fjárfestingu í leikskólum og skólum hafa fulltrúar minnihlutans haldið því fram að borgin þurfi að skera flatt niður rekstur til að ná tökum á fjármálunum. Raunin hefur verið þveröfug. Með ábyrgum rekstri erum við að skila afgangi og á sama tíma að fjárfesta í fólki. Þetta sýnir að það er hægt að reka borg á traustum grunni án þess að fórna þjónustu. Við veljum uppbyggingu. Þau hefðu valið niðurskurð. Það er munurinn. Höfundur er borgarstjóri.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar