Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar 10. nóvember 2025 08:03 Tveimur árum eftir að bærinn var rýmdur brennur sársaukinn enn í minningunni – en líka vonin, samhugurinn og styrkurinn sem gerir Grindavík að Grindavík. Í dag eru liðin tvö ár frá því að Grindavík var rýmd. Þessi dagur brennur í minni okkar Grindvíkinga. Við munum eftir nóttinni þegar ljósin slökknuðu, þegar heimilin urðu að óvissu og við stóðum frammi fyrir því sem enginn hafði ímyndað sér – að yfirgefa bæinn okkar. Þessi reynsla hefur markað okkur, tekið sinn toll og hún mun fylgja okkur lífsleiðina. En í dag minnum við okkur líka á allt það sem lifir –á vonina sem hefur fest rætur í hjörtum okkar þrátt fyrir allt, og leiðir okkur áfram inn í það sem koma skal.Því Grindavík lifir. Hún lifir í fólkinu sem heldur atvinnulífinu gangandi, í íþróttahreyfingunni sem sameinar okkur og gleður, í kvenfélaginu sem stendur vörð um hefðirnar, í björgunarsveitinni sem aldrei hikar og í vinahópum og fjölskyldum sem halda í grindvískar rætur og samhug.Hún lifir í öllum þeim sem ákveða, dag eftir dag, að byggja upp Grindavík þrátt fyrir breyttar aðstæður. Grindavík var og er alltaf einstök. Grindavík lifði og lifir líka utan landamæra sinna sem og í Grindavík. Því það sem gerir Grindavík að Grindavík eru ekki húsin sem standa nú mörg hver auð. – Grindavík er fólkið, samfélagið, samkenndin og gulu og bláu hjörtun.Við Grindvíkingar erum eins og geitin sem lengi hefur verið tákn bæjarins– harðger, aðlögunarhæf og úrræðagóð. Við höfum staðið á grýttum stöðum og fundið jafnvægi þegar allt skelfur í kringum okkur. Við höfum sýnt seiglu og hugrekki til að feta nýjar leiðir og samkennd til að halda í hvert annað þegar mest á reynir. Þetta eru ekki bara einkenni táknsins okkar, þetta eru einkenni okkar íbúa. Þannig höfum við haldið samfélaginu lifandi og haldið tengslum milli okkar þrátt fyrir allt sem á okkur hefur dunið og þær fjarlægðir sem skyndilega mynduðust á milli okkar. Í dag eru Grindvíkingar dreifðir um Ísland, eins og neistar úr sama eldi sem tengja okkur saman. Í dag er líka Grindavík byrjuð að byggjast upp á ný og iðar af lífi og orku. Grindvíkingar gegna þar lykilhlutverki með þátttöku sinni á fjölbreyttan hátt við uppbygginguna. ---- Þegar á reynir, þá stendur samfélagið á herðum margra.Það verður ekki til í orðum, heldur í verkum.Í höndum sem hjálpast að, í þrautseigju þeirra sem mæta dag eftir dag. Því hvert verk, hvert handtak og hver von skiptir máli. ---- Höfundur er Grindvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Tveimur árum eftir að bærinn var rýmdur brennur sársaukinn enn í minningunni – en líka vonin, samhugurinn og styrkurinn sem gerir Grindavík að Grindavík. Í dag eru liðin tvö ár frá því að Grindavík var rýmd. Þessi dagur brennur í minni okkar Grindvíkinga. Við munum eftir nóttinni þegar ljósin slökknuðu, þegar heimilin urðu að óvissu og við stóðum frammi fyrir því sem enginn hafði ímyndað sér – að yfirgefa bæinn okkar. Þessi reynsla hefur markað okkur, tekið sinn toll og hún mun fylgja okkur lífsleiðina. En í dag minnum við okkur líka á allt það sem lifir –á vonina sem hefur fest rætur í hjörtum okkar þrátt fyrir allt, og leiðir okkur áfram inn í það sem koma skal.Því Grindavík lifir. Hún lifir í fólkinu sem heldur atvinnulífinu gangandi, í íþróttahreyfingunni sem sameinar okkur og gleður, í kvenfélaginu sem stendur vörð um hefðirnar, í björgunarsveitinni sem aldrei hikar og í vinahópum og fjölskyldum sem halda í grindvískar rætur og samhug.Hún lifir í öllum þeim sem ákveða, dag eftir dag, að byggja upp Grindavík þrátt fyrir breyttar aðstæður. Grindavík var og er alltaf einstök. Grindavík lifði og lifir líka utan landamæra sinna sem og í Grindavík. Því það sem gerir Grindavík að Grindavík eru ekki húsin sem standa nú mörg hver auð. – Grindavík er fólkið, samfélagið, samkenndin og gulu og bláu hjörtun.Við Grindvíkingar erum eins og geitin sem lengi hefur verið tákn bæjarins– harðger, aðlögunarhæf og úrræðagóð. Við höfum staðið á grýttum stöðum og fundið jafnvægi þegar allt skelfur í kringum okkur. Við höfum sýnt seiglu og hugrekki til að feta nýjar leiðir og samkennd til að halda í hvert annað þegar mest á reynir. Þetta eru ekki bara einkenni táknsins okkar, þetta eru einkenni okkar íbúa. Þannig höfum við haldið samfélaginu lifandi og haldið tengslum milli okkar þrátt fyrir allt sem á okkur hefur dunið og þær fjarlægðir sem skyndilega mynduðust á milli okkar. Í dag eru Grindvíkingar dreifðir um Ísland, eins og neistar úr sama eldi sem tengja okkur saman. Í dag er líka Grindavík byrjuð að byggjast upp á ný og iðar af lífi og orku. Grindvíkingar gegna þar lykilhlutverki með þátttöku sinni á fjölbreyttan hátt við uppbygginguna. ---- Þegar á reynir, þá stendur samfélagið á herðum margra.Það verður ekki til í orðum, heldur í verkum.Í höndum sem hjálpast að, í þrautseigju þeirra sem mæta dag eftir dag. Því hvert verk, hvert handtak og hver von skiptir máli. ---- Höfundur er Grindvíkingur.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar