Lánið löglega Breki Karlsson skrifar 5. nóvember 2025 16:02 Mikið hefur verið rætt og ritað um „óvissu í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu.“ Er þar ýmsu slengt saman og líkt dómurinn sé notaður sem átylla til að þrengja að lántökum. Dómur Hæstaréttar í einu Vaxtamálanna þann 14. október sl. fletti ofan af því að skilmálar óverðtryggðra fasteignalána Íslandsbanka hafi verið ólöglegir í áraraðir. Mikilvægt er að halda til haga að ekkert í dóminum hindrar banka í að lána áfram verðtryggð lán. Löngu fyrir dóm Hæstaréttar voru bankarnir farnir að þrengja að verðtryggum lánum, meðal annars með styttingu lánstíma. Samt sem áður ákváðu allir bankarnir að hætta að lána verðtryggð lán og búa þannig sjálfir til óvissu á fasteignamarkaði. Það hefur ekkert með dóminn að gera. Liðin eru fjögur ár frá því bönkunum var stefnt og eitt og hálft ár frá afgerandi dómi EFTA-dómstólsins. Það að íslenskir bankar hafi verið teknir bólinu og eina svar þeirra hafi verið að hætta að lána er hneisa. Það hefur ekkert með dóminn að gera. Dómurinn tók af öll tvímæli um að vaxtabreytingaskilmálar þurfa að vera skýrir, aðgengilegir, hlutlægir og unnt að sannreyna. Framvegis geta bankar ekki hækkað vexti nánast eftir geðþótta. Dómurinn eyddi þannig beinlínis óvissu. Bankarnir hafa takmarkað lánaframboð sitt og þannig búið til óvissu á lánamarkaði á meðan dómurinn þvert á móti eyddi óvissu. Það skýtur skökku við að lánaframboð minnki snarlega og óvissa sögð vera til staðar vegna þess að fara þurfi að lögum. Viðbrögð lánveitenda benda frekar til þess að skortur sé á samkeppni á markaðnum og núna sé jafnvel þögult samráð til að knýja stjórnvöld til að koma með útspil sem á einhvern hátt gerir lánveitendum kleift að halda uppteknum hætti, beint eða óbeint. Hin raunverulega óvissa kom til þegar bankarnir hættu að lána. Hún liggur líka í gífurlega háum vöxtum fasteignalána, langtum hærri en gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Þar liggur óvissan og hefur ekkert með dóminn að gera. Bankar eiga að starfa á frjálsum markaði, þar sem samkeppni ríkir. En viðbrögð bankanna eru líkt og það hafi verið samantekin ráð að gefast upp. Bankarnir hafa sjálfir talað um lán sem vörur. Þeir mega áfram bjóða verðtryggð lán. Þeir þurfa ekki að miða við stýrivexti. Þeir mega bjóða hvaða vexti sem þeir vilja. Þeir mega bara ekki brjóta lög. Íslensku bönkum gengur mjög vel eins og nýleg ársfjórðungauppgjör þeirra sýnir. Hagnaður þeirra eykst mikið frá í fyrra og vaxtamunur er tvöfalt hærri en gengur og gerist í nágrannalöndum. Þeim ætti því ekki að vera skotaskuld úr því að lána fólki til fasteignakaupa, enda fasteignalán ein tryggasta starfsemi banka. Gera verður þá kröfu að bankar ráði við þá starfsemi sem þeir eiga að stunda, með þeim skilmálum sem lög gera ráð fyrir. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breki Karlsson Vaxtamálið Lánamál Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um „óvissu í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu.“ Er þar ýmsu slengt saman og líkt dómurinn sé notaður sem átylla til að þrengja að lántökum. Dómur Hæstaréttar í einu Vaxtamálanna þann 14. október sl. fletti ofan af því að skilmálar óverðtryggðra fasteignalána Íslandsbanka hafi verið ólöglegir í áraraðir. Mikilvægt er að halda til haga að ekkert í dóminum hindrar banka í að lána áfram verðtryggð lán. Löngu fyrir dóm Hæstaréttar voru bankarnir farnir að þrengja að verðtryggum lánum, meðal annars með styttingu lánstíma. Samt sem áður ákváðu allir bankarnir að hætta að lána verðtryggð lán og búa þannig sjálfir til óvissu á fasteignamarkaði. Það hefur ekkert með dóminn að gera. Liðin eru fjögur ár frá því bönkunum var stefnt og eitt og hálft ár frá afgerandi dómi EFTA-dómstólsins. Það að íslenskir bankar hafi verið teknir bólinu og eina svar þeirra hafi verið að hætta að lána er hneisa. Það hefur ekkert með dóminn að gera. Dómurinn tók af öll tvímæli um að vaxtabreytingaskilmálar þurfa að vera skýrir, aðgengilegir, hlutlægir og unnt að sannreyna. Framvegis geta bankar ekki hækkað vexti nánast eftir geðþótta. Dómurinn eyddi þannig beinlínis óvissu. Bankarnir hafa takmarkað lánaframboð sitt og þannig búið til óvissu á lánamarkaði á meðan dómurinn þvert á móti eyddi óvissu. Það skýtur skökku við að lánaframboð minnki snarlega og óvissa sögð vera til staðar vegna þess að fara þurfi að lögum. Viðbrögð lánveitenda benda frekar til þess að skortur sé á samkeppni á markaðnum og núna sé jafnvel þögult samráð til að knýja stjórnvöld til að koma með útspil sem á einhvern hátt gerir lánveitendum kleift að halda uppteknum hætti, beint eða óbeint. Hin raunverulega óvissa kom til þegar bankarnir hættu að lána. Hún liggur líka í gífurlega háum vöxtum fasteignalána, langtum hærri en gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Þar liggur óvissan og hefur ekkert með dóminn að gera. Bankar eiga að starfa á frjálsum markaði, þar sem samkeppni ríkir. En viðbrögð bankanna eru líkt og það hafi verið samantekin ráð að gefast upp. Bankarnir hafa sjálfir talað um lán sem vörur. Þeir mega áfram bjóða verðtryggð lán. Þeir þurfa ekki að miða við stýrivexti. Þeir mega bjóða hvaða vexti sem þeir vilja. Þeir mega bara ekki brjóta lög. Íslensku bönkum gengur mjög vel eins og nýleg ársfjórðungauppgjör þeirra sýnir. Hagnaður þeirra eykst mikið frá í fyrra og vaxtamunur er tvöfalt hærri en gengur og gerist í nágrannalöndum. Þeim ætti því ekki að vera skotaskuld úr því að lána fólki til fasteignakaupa, enda fasteignalán ein tryggasta starfsemi banka. Gera verður þá kröfu að bankar ráði við þá starfsemi sem þeir eiga að stunda, með þeim skilmálum sem lög gera ráð fyrir. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar