„Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar 3. nóvember 2025 17:00 Hvenær verður vandi að krísu? Að íslensk leikskólabörn séu æ oftar farin að spjalla sín á milli á ensku, telja á ensku, þekkja litina á ensku: Vandi eða krísa? Að nærri helmingur drengja geti ekki lesið sér til gagns: Vandi eða krísa? Að Ísland sé neðst Norðurlanda þegar kemur að lesskilningi nemenda, og að staðan sé sú að fá þátttökuríki PISA hafi lækkað jafnmikið frá síðustu aldamótum: Vandi eða krísa? Menntakerfið getur tekist á við vanda, en það þarf að virkja samfélag til að takast á við krísu. Getur íslensk tunga dáið út á næstu fimmtíu árum? Já, nei, kannski? Íslenskan er ekki dauðadæmd en staða hennar er að veikjast. Stjórnvöld þurfa sannarlega að bregðast við, til dæmis með því að tryggja íslenskunni samastað í stafrænni veröld. Hins vegar, þegar öllu er á botninn hvolft, þá er enginn sem getur tryggt framtíð íslenskunnar nema við sjálf. Þau vandamál sem við töldum upp tengjast öll orðaforða, málþroska, og læsi á einn eða annan hátt. Skólarnir hafa þýðingarmiklu hlutverki að gegna en samt er það svo að nám barna í skólum er aðeins brot af öllu þeirra námi. Börn læra af fjölskyldu sinni og þau læra af samfélaginu. Foreldrar eru fyrstu kennararnir og því mjög mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um hlutverk sitt í þroska og námi barna sinna. Lestrarmenning á heimilum skiptir sköpum fyrir viðgang og viðhald íslenskunnar, og er lykillinn að bættum árangri íslenskra barna í námi, óháð móðurmáli þeirra. Það er dýrmætt á svo margan hátt þegar foreldrar setja niður á kvöldin, slökkva á farsímanum, og lesa kvöldsöguna. Að við gefum okkur góðan tíma og tölum við börnin okkar; spyrjum, ræðum, notum fjölbreyttan orðaforða – þannig tryggjum við sem best að börnin okkar nái þeim málþroska sem getur orðið undirstaðan fyrir allt þeirra nám í framtíðinni. Þess vegna hef ég lagt það til að Akureyrarbær fari í sérstakt átaksverkefni um hlutverk heimilanna þegar kemur að málþroska og læsi barna. Sveitarfélagið getur svarað kallinu, og gerir það í gegnum öflugt starf leik- og grunnskóla, en fleiri verða að leggja hönd á plóg. Þetta er verkefni sem við þurfum að vinna samhent. Við þurfum á vitundarvakningu að halda. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknar á Akureyri og MA í íslenskum fræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Skóla- og menntamál Akureyri Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Hvenær verður vandi að krísu? Að íslensk leikskólabörn séu æ oftar farin að spjalla sín á milli á ensku, telja á ensku, þekkja litina á ensku: Vandi eða krísa? Að nærri helmingur drengja geti ekki lesið sér til gagns: Vandi eða krísa? Að Ísland sé neðst Norðurlanda þegar kemur að lesskilningi nemenda, og að staðan sé sú að fá þátttökuríki PISA hafi lækkað jafnmikið frá síðustu aldamótum: Vandi eða krísa? Menntakerfið getur tekist á við vanda, en það þarf að virkja samfélag til að takast á við krísu. Getur íslensk tunga dáið út á næstu fimmtíu árum? Já, nei, kannski? Íslenskan er ekki dauðadæmd en staða hennar er að veikjast. Stjórnvöld þurfa sannarlega að bregðast við, til dæmis með því að tryggja íslenskunni samastað í stafrænni veröld. Hins vegar, þegar öllu er á botninn hvolft, þá er enginn sem getur tryggt framtíð íslenskunnar nema við sjálf. Þau vandamál sem við töldum upp tengjast öll orðaforða, málþroska, og læsi á einn eða annan hátt. Skólarnir hafa þýðingarmiklu hlutverki að gegna en samt er það svo að nám barna í skólum er aðeins brot af öllu þeirra námi. Börn læra af fjölskyldu sinni og þau læra af samfélaginu. Foreldrar eru fyrstu kennararnir og því mjög mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um hlutverk sitt í þroska og námi barna sinna. Lestrarmenning á heimilum skiptir sköpum fyrir viðgang og viðhald íslenskunnar, og er lykillinn að bættum árangri íslenskra barna í námi, óháð móðurmáli þeirra. Það er dýrmætt á svo margan hátt þegar foreldrar setja niður á kvöldin, slökkva á farsímanum, og lesa kvöldsöguna. Að við gefum okkur góðan tíma og tölum við börnin okkar; spyrjum, ræðum, notum fjölbreyttan orðaforða – þannig tryggjum við sem best að börnin okkar nái þeim málþroska sem getur orðið undirstaðan fyrir allt þeirra nám í framtíðinni. Þess vegna hef ég lagt það til að Akureyrarbær fari í sérstakt átaksverkefni um hlutverk heimilanna þegar kemur að málþroska og læsi barna. Sveitarfélagið getur svarað kallinu, og gerir það í gegnum öflugt starf leik- og grunnskóla, en fleiri verða að leggja hönd á plóg. Þetta er verkefni sem við þurfum að vinna samhent. Við þurfum á vitundarvakningu að halda. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknar á Akureyri og MA í íslenskum fræðum.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar