Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar 31. október 2025 12:33 Við Íslendingar höfum lengi litið á okkur sem samheldið samfélag. Við segjum “við Íslendingar eru svo fámenn þjóð og við þekkjumst öll,“ og það hljómar næstum eins og ávísun á samhljóm. Samt þarf varla nema eina Facebókarfærslu um orkumál, efnahagsmál. menningu eða kynjafræði til að sjá hversu hratt við röðum okkur í fylkingar - búumst til vara eða hefjum sókn. Það er auðvelt að segja að samfélagsmiðlar hafi spillt okkur – en það er of einfalt. Átakasæknin býr dýpra. Við erum forrituð til að greina hættu og fylgja hópnum okkar. Í frumskóginum bjargaði það lífi. Í nútímanum birtist það sem pólitísk skautun, ættbálkahegðun á stafrænu formi. Þegar við finnum einhvern sem „hugsar eins og við“, losnar gleðiefni í heilanum. Þegar einhver ögrar því, kviknar líffræðilegt varnarviðbragð. Við upplifum tilfinningu, ekki bara skoðun. Í stjórnmálum er talað um átakalínur – sprungur í samfélaginu sem marka hvar átök um ákveðin málefni liggja. Þær geta snúist um efnahag, trú, kyn, menningu, eiginlega hvað sem er. Ísland hefur sínar eigin sprungur eins og höfuðborg gegn landsbyggð, með og á móti ESB, nýsköpun gegn hefð, náttúruvernd gegn atvinnuþróun. Þær eru ekki merki um bilun – heldur merki um líf. Átök geta verið drifkraftur breytinga. Vandinn er hins vegar þegar átökin verða sjálfstætt markmið. Þegar við hættum að hlusta og byrjum að loka okkur af í bergmálshelli okkar eigin skoðana og varnarhátta. Þá verða átökin ekki lengur leið til skilnings, heldur átakaleikur þar sem markmið allra er að gjörsigra hina. Það er útilokað að slökkva á átakasækni mannsins - við reynum það ekki einu sinni en það væri öllum til góðs að temja ögn átakasæknina. Að leitast við að halda út óþægilega umræðu án þess að gera hana að bardaga til sjálfsupphafningar. Að sjá að sá sem er ósammála okkur er ekki endilega óvinur eða fáviti – heldur hluti af þeirri flóknu spegilmynd sem samfélag er. Og það er ástæða fyrir því að við búum í samfélagi. Friður er ekki endilega fjarvera átaka. Friður er hæfileikinn að vera ósammála án sundrungar. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum lengi litið á okkur sem samheldið samfélag. Við segjum “við Íslendingar eru svo fámenn þjóð og við þekkjumst öll,“ og það hljómar næstum eins og ávísun á samhljóm. Samt þarf varla nema eina Facebókarfærslu um orkumál, efnahagsmál. menningu eða kynjafræði til að sjá hversu hratt við röðum okkur í fylkingar - búumst til vara eða hefjum sókn. Það er auðvelt að segja að samfélagsmiðlar hafi spillt okkur – en það er of einfalt. Átakasæknin býr dýpra. Við erum forrituð til að greina hættu og fylgja hópnum okkar. Í frumskóginum bjargaði það lífi. Í nútímanum birtist það sem pólitísk skautun, ættbálkahegðun á stafrænu formi. Þegar við finnum einhvern sem „hugsar eins og við“, losnar gleðiefni í heilanum. Þegar einhver ögrar því, kviknar líffræðilegt varnarviðbragð. Við upplifum tilfinningu, ekki bara skoðun. Í stjórnmálum er talað um átakalínur – sprungur í samfélaginu sem marka hvar átök um ákveðin málefni liggja. Þær geta snúist um efnahag, trú, kyn, menningu, eiginlega hvað sem er. Ísland hefur sínar eigin sprungur eins og höfuðborg gegn landsbyggð, með og á móti ESB, nýsköpun gegn hefð, náttúruvernd gegn atvinnuþróun. Þær eru ekki merki um bilun – heldur merki um líf. Átök geta verið drifkraftur breytinga. Vandinn er hins vegar þegar átökin verða sjálfstætt markmið. Þegar við hættum að hlusta og byrjum að loka okkur af í bergmálshelli okkar eigin skoðana og varnarhátta. Þá verða átökin ekki lengur leið til skilnings, heldur átakaleikur þar sem markmið allra er að gjörsigra hina. Það er útilokað að slökkva á átakasækni mannsins - við reynum það ekki einu sinni en það væri öllum til góðs að temja ögn átakasæknina. Að leitast við að halda út óþægilega umræðu án þess að gera hana að bardaga til sjálfsupphafningar. Að sjá að sá sem er ósammála okkur er ekki endilega óvinur eða fáviti – heldur hluti af þeirri flóknu spegilmynd sem samfélag er. Og það er ástæða fyrir því að við búum í samfélagi. Friður er ekki endilega fjarvera átaka. Friður er hæfileikinn að vera ósammála án sundrungar. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar