Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar 27. október 2025 19:00 Kæri atvinnuveitandi, veist þú hvað mannfræði er og hvernig menntun mannfræðinga nýtist á atvinnumarkaði? Mannfræði er regnhlífarhugtak. Innan fagsins eru mörg undirfög eins og félags- og menningarmannfræði, líffræðileg mannfræði, heilsumannfræði og málvísindaleg mannfræði. Við Háskóla Íslands er félagsleg mannfræði kennd. Mannfræðingar rannsaka og skoða allt sem viðkemur manneskjunni. Í félagslegri og menningarlegri mannfræði er menningin rannsökuð, mannleg hegðun, fordómar, trúarbrögð, búferlaflutningar, kynjahlutverk, sjálfsmyndir, manngerð kerfi, tengsl mannsins við náttúruna, stjórnarfar samfélaga, hópaskipan, fjölmenning, vald, hagræn ferli, sifjatengsl og fjölmargt fleira. Rannsóknaraðferðir mannfræðinnar gætu nýst vel á mörgum vinnustöðum því flestir mannfræðingar með MA próf í félags- og menningarlegri mannfræði hafa reynslu af því að fara á vettvang, fylgjast með, taka viðtöl við fólk, afla gagna, greina þau og setja niðurstöður í víðara samhengi. Mörg fyrirtæki og stofnanir erlendis sækjast eftir mannfræðingum einmitt vegna rannsóknarhæfni þeirra og færni í menningarlegri greiningu. Í því samhengi má nefna Google, FBI, Microsoft og SoundCloud. Á Norðurlöndunum eru mannfræðingar í auknum mæli ráðnir inn á spítala, m.a. til þess að rannsaka sjúklingaupplifun og menningu innan heilbrigðiskerfisins ásamt samskiptum sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks. Mannfræðingar hafa góða menntun í fjölmenningu, innflytjendamálum og menningarlegri greiningu. Fjölbreytileiki hefur aldrei verið meiri á íslenskum vinnumarkaði og inngilding skiptir þar gríðarlega miklu máli. Rannsóknir hafa sýnt fram á að hópar á vinnustöðum með ólíkan bakgrunn (t.d. kyn, aldur, menning, reynsla og menntun) taka betri og meira skapandi ákvarðanir. Fjölbreytt teymi eru lausnamiðaðri því þau sjá vandamál og lausnir út frá fleiri sjónarhornum.[1] Mannfræðingur á vinnustað býr yfir þekkingu á menningarnæmi og skilningi á mannlegum margbreytileika og veit að framsetning slíkra hugtaka á vinnustöðum skiptir litlu máli ef henni fylgja ekki raunverulegar gjörðir og innleiðing í daglegt starf. Mannfræðingar eru greinandi, með þjálfun í gagnaöflun, greiningu gagna, framsetningu fræðsluefnis og lausnamiðaðri hugsun. Færni þeirra nýtist vel í fjölbreytt verkefni á sviði félagsmála, stjórnsýslu og opinberrar þjónustu, hjá alþjóðastofnunum og í þróunarsamvinnu, í fræðslu og rannsóknum, í fjölmiðlun, kennslu, á söfnum og bókasöfnum, í markaðssetningu, auglýsingageira og í verkefnastjórnun, enda hafa þeir reynslu af því að fylgja rannsóknarverkefnum eftir frá upphafi til enda. Mannfræðingar eru í auknum mæli að verða eftirsóttir starfskraftar í tæknigeiranum erlendis við þróun á notendamiðaðri hönnun og koma þá rannsóknaraðferðir mannfræðinnar að góðum notum. Hvernig gætu mannfræðingar hjálpað þér atvinnuveitandi góður, við að takast á við þínar áskoranir? Höfundur er mannfræðingur og stjórnarkona í Mannfræðifélagi Íslands [1] McKinsey & Company. (2020). Diversity wins: How inclusion matters. McKinsey & Company.https://www.mckinsey.com/featured-insights/diversity-and-inclusion/diversity-wins-how-inclusion-matters ; Rock, D., & Grant, H. (2016). Why diverse teams are smarter.Harvard Business Review. Sótt af:https://hbr.org/2016/11/why-diverse-teams-are-smarter Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Skóla- og menntamál Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Kæri atvinnuveitandi, veist þú hvað mannfræði er og hvernig menntun mannfræðinga nýtist á atvinnumarkaði? Mannfræði er regnhlífarhugtak. Innan fagsins eru mörg undirfög eins og félags- og menningarmannfræði, líffræðileg mannfræði, heilsumannfræði og málvísindaleg mannfræði. Við Háskóla Íslands er félagsleg mannfræði kennd. Mannfræðingar rannsaka og skoða allt sem viðkemur manneskjunni. Í félagslegri og menningarlegri mannfræði er menningin rannsökuð, mannleg hegðun, fordómar, trúarbrögð, búferlaflutningar, kynjahlutverk, sjálfsmyndir, manngerð kerfi, tengsl mannsins við náttúruna, stjórnarfar samfélaga, hópaskipan, fjölmenning, vald, hagræn ferli, sifjatengsl og fjölmargt fleira. Rannsóknaraðferðir mannfræðinnar gætu nýst vel á mörgum vinnustöðum því flestir mannfræðingar með MA próf í félags- og menningarlegri mannfræði hafa reynslu af því að fara á vettvang, fylgjast með, taka viðtöl við fólk, afla gagna, greina þau og setja niðurstöður í víðara samhengi. Mörg fyrirtæki og stofnanir erlendis sækjast eftir mannfræðingum einmitt vegna rannsóknarhæfni þeirra og færni í menningarlegri greiningu. Í því samhengi má nefna Google, FBI, Microsoft og SoundCloud. Á Norðurlöndunum eru mannfræðingar í auknum mæli ráðnir inn á spítala, m.a. til þess að rannsaka sjúklingaupplifun og menningu innan heilbrigðiskerfisins ásamt samskiptum sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks. Mannfræðingar hafa góða menntun í fjölmenningu, innflytjendamálum og menningarlegri greiningu. Fjölbreytileiki hefur aldrei verið meiri á íslenskum vinnumarkaði og inngilding skiptir þar gríðarlega miklu máli. Rannsóknir hafa sýnt fram á að hópar á vinnustöðum með ólíkan bakgrunn (t.d. kyn, aldur, menning, reynsla og menntun) taka betri og meira skapandi ákvarðanir. Fjölbreytt teymi eru lausnamiðaðri því þau sjá vandamál og lausnir út frá fleiri sjónarhornum.[1] Mannfræðingur á vinnustað býr yfir þekkingu á menningarnæmi og skilningi á mannlegum margbreytileika og veit að framsetning slíkra hugtaka á vinnustöðum skiptir litlu máli ef henni fylgja ekki raunverulegar gjörðir og innleiðing í daglegt starf. Mannfræðingar eru greinandi, með þjálfun í gagnaöflun, greiningu gagna, framsetningu fræðsluefnis og lausnamiðaðri hugsun. Færni þeirra nýtist vel í fjölbreytt verkefni á sviði félagsmála, stjórnsýslu og opinberrar þjónustu, hjá alþjóðastofnunum og í þróunarsamvinnu, í fræðslu og rannsóknum, í fjölmiðlun, kennslu, á söfnum og bókasöfnum, í markaðssetningu, auglýsingageira og í verkefnastjórnun, enda hafa þeir reynslu af því að fylgja rannsóknarverkefnum eftir frá upphafi til enda. Mannfræðingar eru í auknum mæli að verða eftirsóttir starfskraftar í tæknigeiranum erlendis við þróun á notendamiðaðri hönnun og koma þá rannsóknaraðferðir mannfræðinnar að góðum notum. Hvernig gætu mannfræðingar hjálpað þér atvinnuveitandi góður, við að takast á við þínar áskoranir? Höfundur er mannfræðingur og stjórnarkona í Mannfræðifélagi Íslands [1] McKinsey & Company. (2020). Diversity wins: How inclusion matters. McKinsey & Company.https://www.mckinsey.com/featured-insights/diversity-and-inclusion/diversity-wins-how-inclusion-matters ; Rock, D., & Grant, H. (2016). Why diverse teams are smarter.Harvard Business Review. Sótt af:https://hbr.org/2016/11/why-diverse-teams-are-smarter
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun