Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar 22. október 2025 08:01 Konur á Íslandi lögðu niður störf 24. október 1975, settu samfélagið á hliðina og sameinuðust á útifundi á Lækjartorgi þar sem þær kröfðust kvenfrelsis og kjarajafnréttis. Fimmtíu ár eru liðin frá þessum tímamótafundi, og síðan þá höfum við náð langt (en alls ekki nógu langt) í að skapa samfélag þar sem jafnrétti kynjanna er í heiðrum haft. Í dag blása kaldir vindar beggja vegna Atlantshafsins í átt að ströndum okkar, heiftarlegt bakslag í mannréttindum og kvenréttindum, og bera með sér pólitíska strauma sem íslenskt samfélag ætti ekki að kæra sig um að þrífist hér. Bakslag í kvenréttindum á Íslandi og á heimsvísu Sumum kann að finnast að jafnrétti á Íslandi hafi verið náð en það er tálsýn. Vissulega njótum við góðs af þrotlausri og aldalangri baráttu kvenna fyrir betri heimi, og heimurinn hefur batnað, en stórir hópar samfélagsins eru enn jaðarsettir. Margt fólk í samfélaginu nýtur ekki góðs af árangri jafnréttisbaráttunar, þrátt fyrir að hafa svo sannarlega tekið þátt í henni í gegnum árin. Bakslagið bitnar fyrst og mest á konum af erlendum uppruna, hinsegin konum, fötluðum konum og láglaunakonum. Kynjamisrétti gengur á heilsu og velferð kvenna, launamunur kynjanna er enn til staðar og faraldur kynbundins ofbeldis geisar ennþá í samfélaginu. Ungt fólk upplifir sig berskjaldað og er að kljást við allt aðrar ógnir en við sem eldri erum. Við skuldum yngri kynslóðum að á þær sé hlustað og að þær njóti meiri jafnréttis og lífsgæða en formæður þeirra. Ábyrgðin er okkar allra, alls samfélags, en stjórnvöld verða að tryggja að traust ungs fólks á stofnunum samfélagsins minnki ekki á tímum upplýsingaóreiðu og sjálfskipaðra áhrifavalda með vafasamar skoðanir. Stjórnvöld á Íslandi þurfa að gera betur Fyrir tveimur árum, 24. október 2023, safnaðist fjórðungur þjóðarinnar saman á baráttufundum á 20 stöðum um allt land og krafðist breytinga. Lesnar voru upp kröfur Kvennaverkfallsins og þær sendar á stjórnvöld. Krafist var leiðréttingar á vanmati kvennastarfa, að launamisrétti og mismunun verði útrýmt, sem og kynbundnu ofbeldi. Krafist var að stjórnvöld gerðu kröfur Kvennaverkfalls að forgangsmáli. Í dag hafa stjórnvöld enn ekki orðið við þessum kröfum. 50 árum eftir kvennafrídaginn 1975, eru augun heimsins aftur á Íslandi og landinu enn og aftur hampað sem jafnréttisparadís. Og vissulega erum við jafnréttisparadís þegar við berum okkur saman við flest önnur ríki í heiminum, en við sem búum hér vitum betur. Jafnrétti kynjanna er ekki náð og þrátt fyrir fögur loforð stjórnmálafólks í kosningabaráttu er skortur á raunverulegri fjárfestingu og áþreifanlegum framförum í jafnréttismálum. Í ljósi þess bakslags í jafnréttis- og mannréttindamálum á heimsvísu, er það skýlaus krafa okkar í Kvenréttindafélagi Íslands að íslensk stjórnvöld, íslenskt atvinnulíf og íslenskt samfélag sameinist um að tryggja kvenréttindi og mannréttindi hér á landi og séu sterkir málsvarar jafnréttis á alþjóðavettvangi. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tatjana Latinovic Kvennaverkfall Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Konur á Íslandi lögðu niður störf 24. október 1975, settu samfélagið á hliðina og sameinuðust á útifundi á Lækjartorgi þar sem þær kröfðust kvenfrelsis og kjarajafnréttis. Fimmtíu ár eru liðin frá þessum tímamótafundi, og síðan þá höfum við náð langt (en alls ekki nógu langt) í að skapa samfélag þar sem jafnrétti kynjanna er í heiðrum haft. Í dag blása kaldir vindar beggja vegna Atlantshafsins í átt að ströndum okkar, heiftarlegt bakslag í mannréttindum og kvenréttindum, og bera með sér pólitíska strauma sem íslenskt samfélag ætti ekki að kæra sig um að þrífist hér. Bakslag í kvenréttindum á Íslandi og á heimsvísu Sumum kann að finnast að jafnrétti á Íslandi hafi verið náð en það er tálsýn. Vissulega njótum við góðs af þrotlausri og aldalangri baráttu kvenna fyrir betri heimi, og heimurinn hefur batnað, en stórir hópar samfélagsins eru enn jaðarsettir. Margt fólk í samfélaginu nýtur ekki góðs af árangri jafnréttisbaráttunar, þrátt fyrir að hafa svo sannarlega tekið þátt í henni í gegnum árin. Bakslagið bitnar fyrst og mest á konum af erlendum uppruna, hinsegin konum, fötluðum konum og láglaunakonum. Kynjamisrétti gengur á heilsu og velferð kvenna, launamunur kynjanna er enn til staðar og faraldur kynbundins ofbeldis geisar ennþá í samfélaginu. Ungt fólk upplifir sig berskjaldað og er að kljást við allt aðrar ógnir en við sem eldri erum. Við skuldum yngri kynslóðum að á þær sé hlustað og að þær njóti meiri jafnréttis og lífsgæða en formæður þeirra. Ábyrgðin er okkar allra, alls samfélags, en stjórnvöld verða að tryggja að traust ungs fólks á stofnunum samfélagsins minnki ekki á tímum upplýsingaóreiðu og sjálfskipaðra áhrifavalda með vafasamar skoðanir. Stjórnvöld á Íslandi þurfa að gera betur Fyrir tveimur árum, 24. október 2023, safnaðist fjórðungur þjóðarinnar saman á baráttufundum á 20 stöðum um allt land og krafðist breytinga. Lesnar voru upp kröfur Kvennaverkfallsins og þær sendar á stjórnvöld. Krafist var leiðréttingar á vanmati kvennastarfa, að launamisrétti og mismunun verði útrýmt, sem og kynbundnu ofbeldi. Krafist var að stjórnvöld gerðu kröfur Kvennaverkfalls að forgangsmáli. Í dag hafa stjórnvöld enn ekki orðið við þessum kröfum. 50 árum eftir kvennafrídaginn 1975, eru augun heimsins aftur á Íslandi og landinu enn og aftur hampað sem jafnréttisparadís. Og vissulega erum við jafnréttisparadís þegar við berum okkur saman við flest önnur ríki í heiminum, en við sem búum hér vitum betur. Jafnrétti kynjanna er ekki náð og þrátt fyrir fögur loforð stjórnmálafólks í kosningabaráttu er skortur á raunverulegri fjárfestingu og áþreifanlegum framförum í jafnréttismálum. Í ljósi þess bakslags í jafnréttis- og mannréttindamálum á heimsvísu, er það skýlaus krafa okkar í Kvenréttindafélagi Íslands að íslensk stjórnvöld, íslenskt atvinnulíf og íslenskt samfélag sameinist um að tryggja kvenréttindi og mannréttindi hér á landi og séu sterkir málsvarar jafnréttis á alþjóðavettvangi. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar