Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar 16. október 2025 09:02 Í ár eru 50 ár frá því að konur gengu út og sögðu hingað og ekki lengra, við krefjumst jafnréttis og það strax. Þetta var dagurinn sem hjól íslensks atvinnulífs stöðvuðust því konur lögðu niður störf. Formæður okkar sýndu hversu mikilvægar þær væru á vinnumarkaði og í íslensku samfélagi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá en samt er jafnrétti ekki náð og nú eru hreinlega blikur á lofti. Eitt dæmi eru leiðir sveitarfélaga til að leysa leikskólavandann með því að stytta vistunartíma barna, loka í fleiri daga á ári og gera foreldrum erfiðara fyrir að láta púslið sem barnauppeldi getur verið ganga upp. Hvernig á dæmið að ganga upp? Tökum dæmi úr Reykjavíkurleiðinni. Leikskólar loka í 20 virka daga á sumrin. Ofan á það bætast 6 starfsdagar. Hvert foreldri þarf því að eiga frí í 26 daga á ári svo það þurfi ekki að taka launalaust leyfi. Ofan á það leggjast, samkvæmt Reykjavíkurleiðinni, 10 dagar sem þú annað hvort sleppur við að barnið fari í leikskólann og færð þá afslátt af leikskólagjöldum eða borgar sérstaklega fyrir og miklu hærra gjald en venjulega. Þá er heildarfjöldi daga sem ætlast er til að foreldrar taki frí frá vinnu til að minnka vistun í leiksskóla kominn í 36 virka dagar á ári. Orlof starfsmanna á vinnumarkaði er á bilinu 24-30 dagar, mér sýnist enginn fá meira en það. Því spyr ég, hvernig á einstætt foreldri að brúa það? Svo er það hin spurningin, á hverjum mun þetta lenda? Við vitum að í gagnkynja samböndum er yfirgnæfandi meirihluti kvenna sem tekur á sig þriðju vaktina, konur taka lengra fæðingarorlof og allar líkur eru á að margar konur muni sitja uppi með að finna leiðina til að láta styttri vistunartíma og láta fleiri frídaga í leikskóla ganga upp. Ekkert má út af bregða Reykjavíkurleiðin leggur líka til styttri föstudaga og gengur út frá því að öll á vinnumarkaði séu með styttingu vinnuvikunnar. Tökum dæmi af foreldri sem er í stéttarfélaginu VR, þar er samningsbundinn vinnutími er 35,5 tímar á viku (það er ef manneskjan tekur ekki kaffitíma) sem gerir rúma 7 tíma á dag. Nú vinnur foreldrið í miðbæ Reykjavíkur en býr í Grafarholti. Það tekur um 25 mínútur að aka til vinnu og annað eins til baka. Sem sagt 8 tímar á dag. Það má ekkert út af bregða til að ná þessu frá mánudegi til fimmtudags en á föstudegi getur foreldrið lítið gert, nema annað hvort borgað meira fyrir vistun og vera stimplað af siðapostulum sem lélegt foreldri sem vill ekki vera með barninu sínu eða minnka við sig í vinnu, fá lægri tekjur og á endanum minni lífeyrisréttindi. Leið meirihlutans í Reykjavík, sem minnir sorglega mikið á leið Kópavogs, er að minnka vistunartíma barna, hækka leikskólagjöld og auka álag á foreldra. Það eina sem þessar leiðir gera er að leysa styttingu vinnuvikunnar á leikskólum án nokkurs samtals við aðila vinnumarkaðarins um fyrirkomulagið. Þessar leiðir tryggja ekki betri laun eða betri mönnun á leikskóla. Kröfur kvennaárs Það er áhugavert að skoða þessa leið Reykjavíkurborgar í samhengi við kröfur kvennaárs. Í kröfum kvennaárs segir: „Konur þurfa oftar að minnka við sig launaða vinnu til að sinna ólaunaðri vinnu innan veggja heimilisins. Yfir helmingur barna fær ekki leikskólapláss fyrr en eftir 18 mánaða aldur. Umönnunarbilið bitnar verr á tekjum, tækifærum og lífeyrisréttindum mæðra en feðra. Tekjur mæðra lækka um 30-50% við fæðingu barns og á þriðja ári barnsins eru þær enn umtalsvert lægri en áður. Tekjur feðra lækka hins vegar um 3-5% við fæðingu barns en eftir ár eru þær orðnar þær sömu og áður. Einstæðar mæður eiga mjög erfitt með að ná endum saman.“ Og jafnframt kemur fram að helsta ástæða launamunar kynjanna er kynjaskiptur vinnumarkaður og vanmat á hefðbundnum kvennastörfum. Þess er krafist að lögfesta skuli leiksskólavist frá því að fæðingarorlofi lýkur og leiðrétta kerfisbundið mat á kvennastörfum. Á meðan ríkisstjórnin vinnur tillögur um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leiksskóla og vinnur að endurmati á virði kvennastarfa þá ákveða sveitarfélög eins og Reykjavík að fara í þveröfuga átt. Það eru kaldar kveðjur á kvennaári. Höfundur er móðir leikskólabarns, Viðreisnarkona og femínisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefanía Sigurðardóttir Reykjavík Leikskólar Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Í ár eru 50 ár frá því að konur gengu út og sögðu hingað og ekki lengra, við krefjumst jafnréttis og það strax. Þetta var dagurinn sem hjól íslensks atvinnulífs stöðvuðust því konur lögðu niður störf. Formæður okkar sýndu hversu mikilvægar þær væru á vinnumarkaði og í íslensku samfélagi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá en samt er jafnrétti ekki náð og nú eru hreinlega blikur á lofti. Eitt dæmi eru leiðir sveitarfélaga til að leysa leikskólavandann með því að stytta vistunartíma barna, loka í fleiri daga á ári og gera foreldrum erfiðara fyrir að láta púslið sem barnauppeldi getur verið ganga upp. Hvernig á dæmið að ganga upp? Tökum dæmi úr Reykjavíkurleiðinni. Leikskólar loka í 20 virka daga á sumrin. Ofan á það bætast 6 starfsdagar. Hvert foreldri þarf því að eiga frí í 26 daga á ári svo það þurfi ekki að taka launalaust leyfi. Ofan á það leggjast, samkvæmt Reykjavíkurleiðinni, 10 dagar sem þú annað hvort sleppur við að barnið fari í leikskólann og færð þá afslátt af leikskólagjöldum eða borgar sérstaklega fyrir og miklu hærra gjald en venjulega. Þá er heildarfjöldi daga sem ætlast er til að foreldrar taki frí frá vinnu til að minnka vistun í leiksskóla kominn í 36 virka dagar á ári. Orlof starfsmanna á vinnumarkaði er á bilinu 24-30 dagar, mér sýnist enginn fá meira en það. Því spyr ég, hvernig á einstætt foreldri að brúa það? Svo er það hin spurningin, á hverjum mun þetta lenda? Við vitum að í gagnkynja samböndum er yfirgnæfandi meirihluti kvenna sem tekur á sig þriðju vaktina, konur taka lengra fæðingarorlof og allar líkur eru á að margar konur muni sitja uppi með að finna leiðina til að láta styttri vistunartíma og láta fleiri frídaga í leikskóla ganga upp. Ekkert má út af bregða Reykjavíkurleiðin leggur líka til styttri föstudaga og gengur út frá því að öll á vinnumarkaði séu með styttingu vinnuvikunnar. Tökum dæmi af foreldri sem er í stéttarfélaginu VR, þar er samningsbundinn vinnutími er 35,5 tímar á viku (það er ef manneskjan tekur ekki kaffitíma) sem gerir rúma 7 tíma á dag. Nú vinnur foreldrið í miðbæ Reykjavíkur en býr í Grafarholti. Það tekur um 25 mínútur að aka til vinnu og annað eins til baka. Sem sagt 8 tímar á dag. Það má ekkert út af bregða til að ná þessu frá mánudegi til fimmtudags en á föstudegi getur foreldrið lítið gert, nema annað hvort borgað meira fyrir vistun og vera stimplað af siðapostulum sem lélegt foreldri sem vill ekki vera með barninu sínu eða minnka við sig í vinnu, fá lægri tekjur og á endanum minni lífeyrisréttindi. Leið meirihlutans í Reykjavík, sem minnir sorglega mikið á leið Kópavogs, er að minnka vistunartíma barna, hækka leikskólagjöld og auka álag á foreldra. Það eina sem þessar leiðir gera er að leysa styttingu vinnuvikunnar á leikskólum án nokkurs samtals við aðila vinnumarkaðarins um fyrirkomulagið. Þessar leiðir tryggja ekki betri laun eða betri mönnun á leikskóla. Kröfur kvennaárs Það er áhugavert að skoða þessa leið Reykjavíkurborgar í samhengi við kröfur kvennaárs. Í kröfum kvennaárs segir: „Konur þurfa oftar að minnka við sig launaða vinnu til að sinna ólaunaðri vinnu innan veggja heimilisins. Yfir helmingur barna fær ekki leikskólapláss fyrr en eftir 18 mánaða aldur. Umönnunarbilið bitnar verr á tekjum, tækifærum og lífeyrisréttindum mæðra en feðra. Tekjur mæðra lækka um 30-50% við fæðingu barns og á þriðja ári barnsins eru þær enn umtalsvert lægri en áður. Tekjur feðra lækka hins vegar um 3-5% við fæðingu barns en eftir ár eru þær orðnar þær sömu og áður. Einstæðar mæður eiga mjög erfitt með að ná endum saman.“ Og jafnframt kemur fram að helsta ástæða launamunar kynjanna er kynjaskiptur vinnumarkaður og vanmat á hefðbundnum kvennastörfum. Þess er krafist að lögfesta skuli leiksskólavist frá því að fæðingarorlofi lýkur og leiðrétta kerfisbundið mat á kvennastörfum. Á meðan ríkisstjórnin vinnur tillögur um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leiksskóla og vinnur að endurmati á virði kvennastarfa þá ákveða sveitarfélög eins og Reykjavík að fara í þveröfuga átt. Það eru kaldar kveðjur á kvennaári. Höfundur er móðir leikskólabarns, Viðreisnarkona og femínisti.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar