Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar 15. október 2025 18:02 Ísland stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum varðandi sjálfbærni velferðarkerfisins vegna innflutnings nýrra hópa og glufa í regluverki. Kerfið er orðið útjaskað vegna þessarar misnotkunar og misskilinnar góðmennsku íslenskra yfirvalda sem virðast treg til að lagfæra þessar brotalamir. Óvirkir nýbúar og fullur réttur án vinnu Ný tegund nýbúa er að festa rætur á Íslandi en hér er um að ræða fólk sem flytur hingað og fær 90% rétt á eftirlaunum og örorkubótum án þess að hafa unnið til þess í 40 ár, eins og Íslendingar þurfa almennt að gera. Þessi hópur nýtur sömu biðréttinda og íslenskir ríkisborgarar sem flytja heim eftir búsetu erlendis. Hópurinn er efnahagslega óvirkur en er engu að síður tekinn með í efnahagstölum, sem vekur upp spurningar um raunverulegt álag á velferðarkerfið og gildi efnahagstalnanna. Sjúkratryggingakerfið ofhlaðið Annar hópur, sem er mun stærri, kemur til Íslands til að vinna en fer beint á sjúkratryggingakerfið í gegnum samevrópska sjúkratryggingakortið. Kortið er einungis ætlað ferðamönnum. Það var aldrei markmið með kortinu að íbúar Evrópska efnahagssvæðisins (EES) flyttu sig beint á milli landa til að fá bestu velferðina. Slík framkvæmd er ekki sjálfbær. Víða annars staðar á EES svæðinu þarf fólk að bíða í allt að fimm ár eftir að komast á sjúkratryggingar viðkomandi lands, sem sýnir hversu opið íslenska kerfið er í samanburði. Vinna á Íslandi – Lifa á íslenskum atvinnuleysisbótum í heimalandinu Einnig kemur stór hópur fólks til að vinna hluta úr ári og fer síðan á íslenskar atvinnuleysisbætur í heimalandinu þar sem íslensku atvinnuleysisbæturnar eru margfaldar á við þau laun eða atvinnuleysisbætur sem bjóðast í heimalandinu. Þetta felur í sér að fólk getur lifað á íslenskum atvinnuleysisbótum í heimalandinu þar sem bæturnar hafa meira kaupmáttargildi. Vefsíður hafa litið dagsins ljós sem eru ætlaðar farandverkafólki frá A-Evrópu og kenna hvernig á að misnota kerfið. Tillögur um að stöðva greiðslur til útlanda Tryggingastofnun (TR) greiðir í hverjum mánuði bætur og örorku inn á um 5000 erlenda reikninga. Ef fylgja ætti fordæmi Finna og Svía ætti alfarið að loka fyrir þessar greiðslur og greiða einungis inn á reikninga á Íslandi til aðila með lögheimili á Íslandi. Slíkt myndi tryggja að velferðarfé væri varið til íbúa landsins með lögheimili á Íslandi og draga úr aðgengi að kerfismisnotkun sem hefur leitt til þess að íslenskt velferðarkerfi er nú orðið útjaskað. Höfundur lærði viðskipta- og sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Ísland stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum varðandi sjálfbærni velferðarkerfisins vegna innflutnings nýrra hópa og glufa í regluverki. Kerfið er orðið útjaskað vegna þessarar misnotkunar og misskilinnar góðmennsku íslenskra yfirvalda sem virðast treg til að lagfæra þessar brotalamir. Óvirkir nýbúar og fullur réttur án vinnu Ný tegund nýbúa er að festa rætur á Íslandi en hér er um að ræða fólk sem flytur hingað og fær 90% rétt á eftirlaunum og örorkubótum án þess að hafa unnið til þess í 40 ár, eins og Íslendingar þurfa almennt að gera. Þessi hópur nýtur sömu biðréttinda og íslenskir ríkisborgarar sem flytja heim eftir búsetu erlendis. Hópurinn er efnahagslega óvirkur en er engu að síður tekinn með í efnahagstölum, sem vekur upp spurningar um raunverulegt álag á velferðarkerfið og gildi efnahagstalnanna. Sjúkratryggingakerfið ofhlaðið Annar hópur, sem er mun stærri, kemur til Íslands til að vinna en fer beint á sjúkratryggingakerfið í gegnum samevrópska sjúkratryggingakortið. Kortið er einungis ætlað ferðamönnum. Það var aldrei markmið með kortinu að íbúar Evrópska efnahagssvæðisins (EES) flyttu sig beint á milli landa til að fá bestu velferðina. Slík framkvæmd er ekki sjálfbær. Víða annars staðar á EES svæðinu þarf fólk að bíða í allt að fimm ár eftir að komast á sjúkratryggingar viðkomandi lands, sem sýnir hversu opið íslenska kerfið er í samanburði. Vinna á Íslandi – Lifa á íslenskum atvinnuleysisbótum í heimalandinu Einnig kemur stór hópur fólks til að vinna hluta úr ári og fer síðan á íslenskar atvinnuleysisbætur í heimalandinu þar sem íslensku atvinnuleysisbæturnar eru margfaldar á við þau laun eða atvinnuleysisbætur sem bjóðast í heimalandinu. Þetta felur í sér að fólk getur lifað á íslenskum atvinnuleysisbótum í heimalandinu þar sem bæturnar hafa meira kaupmáttargildi. Vefsíður hafa litið dagsins ljós sem eru ætlaðar farandverkafólki frá A-Evrópu og kenna hvernig á að misnota kerfið. Tillögur um að stöðva greiðslur til útlanda Tryggingastofnun (TR) greiðir í hverjum mánuði bætur og örorku inn á um 5000 erlenda reikninga. Ef fylgja ætti fordæmi Finna og Svía ætti alfarið að loka fyrir þessar greiðslur og greiða einungis inn á reikninga á Íslandi til aðila með lögheimili á Íslandi. Slíkt myndi tryggja að velferðarfé væri varið til íbúa landsins með lögheimili á Íslandi og draga úr aðgengi að kerfismisnotkun sem hefur leitt til þess að íslenskt velferðarkerfi er nú orðið útjaskað. Höfundur lærði viðskipta- og sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar