Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar 15. október 2025 14:31 Það er með miklum þunga sem Velferðar- og mannréttindaráð Kópavogsbæjar lýsir yfir áhyggjum af þeirri grafalvarlegu stöðu sem nú ríkir í þjónustu við börn og ungmenni sem þurfa á meðferðarúrræðum að halda – hvort heldur sem er vegna fjölþætts vanda eða vímuefnavanda. Þessi staða hefur verið óviðunandi lengi, en á síðustu mánuðum hefur hún farið úr böndunum. Þann 19. mars 2025 undirrituðu stjórnvöld samkomulag við Samband íslenskra sveitarfélaga um kostnaðar- og ábyrgðarskiptingu í þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Samkomulagið átti að marka þáttaskil. Ríkið skyldi verja þremur milljörðum króna til málaflokksins og taka yfir framkvæmd og fjármögnun sérhæfðrar þjónustu fyrir börn sem þurfa að búa utan heimilis. Þetta var mikið fagnaðarefni – en síðan hefur ekkert gerst. Sveitarfélögin, sem árum saman hafa brugðist við með takmörkuðum fjármunum og ótrúlegri seiglu, standa nú ein eftir með allan kostnaðinn og ábyrgðina – enn á ný. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir hafa þau ekki fengið fjármagn til að tryggja bráðnauðsynleg úrræði þar til ríkið tekur formlega við málaflokknum um áramótin. Á sama tíma magnast vandinn. Fjöldi leitarbeiðna vegna ungmenna í neyslu og stroki hefur aukist til muna og álagið á barnavernd og lögreglu er orðið gríðarlegt og langt umfram það sem eðlilegt getur talist, svo ekki sé talað um að börnin okkar og fjölskyldur þeirra standa eftir vonlítil og úrræðalaus. Enn er ekkert langtímameðferðarheimili til staðar fyrir drengi eftir að Lækjarbakki lokaði í apríl 2024 vegna myglu, og foreldrar hafa í örvæntingu þurft að leita út fyrir landsteinana eftir viðeigandi meðferð fyrir börn sín – mörg hver í lífshættu. Sveitarfélögin geta þar því miður ekki stutt við bakið á þeim, meðal annars þar sem eftirlit og upplýsingar um meðferðaráform, framvindu eða áætlanir eru ekki á þeirra höndum. Það er óásættanlegt að börn í einna viðkvæmustu stöðu samfélagsins séu látin bíða í von og óvissu á meðan áætlanir dragast og loforð gleymast. Hver dagur sem líður án aðgerða getur haft og hefur haft óafturkræfar afleiðingar fyrir þessi börn og fjölskyldur þeirra. Því er spurningunni hér í upphafi fljótsvarað – nei við getum ekki beðið lengur! Höfundur er formaður Velferðar- og mannréttindaráðs Kópavogs og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Framsóknarflokkurinn Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Það er með miklum þunga sem Velferðar- og mannréttindaráð Kópavogsbæjar lýsir yfir áhyggjum af þeirri grafalvarlegu stöðu sem nú ríkir í þjónustu við börn og ungmenni sem þurfa á meðferðarúrræðum að halda – hvort heldur sem er vegna fjölþætts vanda eða vímuefnavanda. Þessi staða hefur verið óviðunandi lengi, en á síðustu mánuðum hefur hún farið úr böndunum. Þann 19. mars 2025 undirrituðu stjórnvöld samkomulag við Samband íslenskra sveitarfélaga um kostnaðar- og ábyrgðarskiptingu í þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Samkomulagið átti að marka þáttaskil. Ríkið skyldi verja þremur milljörðum króna til málaflokksins og taka yfir framkvæmd og fjármögnun sérhæfðrar þjónustu fyrir börn sem þurfa að búa utan heimilis. Þetta var mikið fagnaðarefni – en síðan hefur ekkert gerst. Sveitarfélögin, sem árum saman hafa brugðist við með takmörkuðum fjármunum og ótrúlegri seiglu, standa nú ein eftir með allan kostnaðinn og ábyrgðina – enn á ný. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir hafa þau ekki fengið fjármagn til að tryggja bráðnauðsynleg úrræði þar til ríkið tekur formlega við málaflokknum um áramótin. Á sama tíma magnast vandinn. Fjöldi leitarbeiðna vegna ungmenna í neyslu og stroki hefur aukist til muna og álagið á barnavernd og lögreglu er orðið gríðarlegt og langt umfram það sem eðlilegt getur talist, svo ekki sé talað um að börnin okkar og fjölskyldur þeirra standa eftir vonlítil og úrræðalaus. Enn er ekkert langtímameðferðarheimili til staðar fyrir drengi eftir að Lækjarbakki lokaði í apríl 2024 vegna myglu, og foreldrar hafa í örvæntingu þurft að leita út fyrir landsteinana eftir viðeigandi meðferð fyrir börn sín – mörg hver í lífshættu. Sveitarfélögin geta þar því miður ekki stutt við bakið á þeim, meðal annars þar sem eftirlit og upplýsingar um meðferðaráform, framvindu eða áætlanir eru ekki á þeirra höndum. Það er óásættanlegt að börn í einna viðkvæmustu stöðu samfélagsins séu látin bíða í von og óvissu á meðan áætlanir dragast og loforð gleymast. Hver dagur sem líður án aðgerða getur haft og hefur haft óafturkræfar afleiðingar fyrir þessi börn og fjölskyldur þeirra. Því er spurningunni hér í upphafi fljótsvarað – nei við getum ekki beðið lengur! Höfundur er formaður Velferðar- og mannréttindaráðs Kópavogs og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun