Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar 15. október 2025 08:02 Hafnarfjörður hefur lengi verið í fararbroddi þegar kemur að jafnréttismálum. Frá árinu 2017 hefur Hafnarfjörður verið með jafnlaunavottun og vorum við fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að hljóta slíka viðurkenningu. Markmið okkar með innleiðingu á formlegu jafnlaunakerfi er skýrt en það er að tryggja að sömu laun séu greidd fyrir sömu eða jafn verðmæt störf, óháð kyni. Síðasta jafnlaunaúttekt, í maí 2025, staðfesti að launamunur kynjanna er aðeins 1,1% konum í vil. Með því að fylgja eftir árangrinum með gagnsæjum mælingum og stöðugu samtali höfum við náð að viðhalda traustu og sanngjörnu vinnuumhverfi þar sem allir eru metnir að verðleikum. Öflug og skýr jafnréttisáætlun Jafnréttisáætlun Hafnarfjarðar 2023–2027 er eitt mikilvægasta verkfærið okkar í þessari vinnu. Hún tryggir að kynja- og jafnréttissjónarmið séu samþætt í allri starfsemi bæjarins hvort sem um er að ræða stjórnsýslu, þjónustu, ráðningar eða daglegt starf. Áætlunin byggir á því að jafnrétti sé ekki aukaatriði heldur hluti af menningu, verklagi og stefnumótun bæjarins. Hún fjallar meðal annars um launajafnrétti, jöfn tækifæri til starfsþróunar, sveigjanleika í starfi, aðgerðir gegn einelti og áreitni og stuðning við fólk með ólíkan bakgrunn. Viðurkenning sem skiptir máli Við erum ákaflega stolt af því að Hafnarfjörður fékk nýverið Jafnvægisvogina í fjórða sinn. Viðurkenningin er veitt þeim fyrirtækjum og stofnunum sem hafa náð jafnvægi í stjórnunarhlutföllum og sýna í verki að jafnrétti er hluti af daglegum rekstri og menningu. Að hljóta þessa viðurkenningu er staðfesting á því faglega og öfluga starfi sem unnið hefur verið í þessum málaflokki síðustu ár. Hafnarfjörður er bær þar sem jafnræði og traust eru ekki orðin tóm heldur raunveruleg gildi sem við vinnum eftir dag frá degi. Jafnrétti bætir samfélagið allt Jafnrétti er fjárfesting í betra samfélagi. Þegar fólk fær jöfn tækifæri þá blómstrar nýsköpun, samstarf og samkennd. Við sjáum það á vinnustöðum bæjarins, í skólum, í þjónustu við íbúa og í stjórnsýslu. Þegar við tryggjum að rödd allra heyrist þá styrkjum við ekki bara einstaklingana heldur allt samfélagið. Það er þessi hugsun sem liggur að baki jafnréttisvinnu Hafnarfjarðar. Við ætlum að byggja bæ þar sem allir geti notið sín. Við í Hafnarfirði trúum því að jafnrétti gerist ekki af sjálfu sér, það er meðvituð ákvörðun sem krefst ábyrgðar og samstöðu. Við öll sem störfum hjá Hafnarfjarðarbæ höfum lagt okkar að mörkum. Með þannig samstöðu sjáum við árangur, árangur sem við getum verið stolt af. Höfundur er bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valdimar Víðisson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Hafnarfjörður Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Hafnarfjörður hefur lengi verið í fararbroddi þegar kemur að jafnréttismálum. Frá árinu 2017 hefur Hafnarfjörður verið með jafnlaunavottun og vorum við fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að hljóta slíka viðurkenningu. Markmið okkar með innleiðingu á formlegu jafnlaunakerfi er skýrt en það er að tryggja að sömu laun séu greidd fyrir sömu eða jafn verðmæt störf, óháð kyni. Síðasta jafnlaunaúttekt, í maí 2025, staðfesti að launamunur kynjanna er aðeins 1,1% konum í vil. Með því að fylgja eftir árangrinum með gagnsæjum mælingum og stöðugu samtali höfum við náð að viðhalda traustu og sanngjörnu vinnuumhverfi þar sem allir eru metnir að verðleikum. Öflug og skýr jafnréttisáætlun Jafnréttisáætlun Hafnarfjarðar 2023–2027 er eitt mikilvægasta verkfærið okkar í þessari vinnu. Hún tryggir að kynja- og jafnréttissjónarmið séu samþætt í allri starfsemi bæjarins hvort sem um er að ræða stjórnsýslu, þjónustu, ráðningar eða daglegt starf. Áætlunin byggir á því að jafnrétti sé ekki aukaatriði heldur hluti af menningu, verklagi og stefnumótun bæjarins. Hún fjallar meðal annars um launajafnrétti, jöfn tækifæri til starfsþróunar, sveigjanleika í starfi, aðgerðir gegn einelti og áreitni og stuðning við fólk með ólíkan bakgrunn. Viðurkenning sem skiptir máli Við erum ákaflega stolt af því að Hafnarfjörður fékk nýverið Jafnvægisvogina í fjórða sinn. Viðurkenningin er veitt þeim fyrirtækjum og stofnunum sem hafa náð jafnvægi í stjórnunarhlutföllum og sýna í verki að jafnrétti er hluti af daglegum rekstri og menningu. Að hljóta þessa viðurkenningu er staðfesting á því faglega og öfluga starfi sem unnið hefur verið í þessum málaflokki síðustu ár. Hafnarfjörður er bær þar sem jafnræði og traust eru ekki orðin tóm heldur raunveruleg gildi sem við vinnum eftir dag frá degi. Jafnrétti bætir samfélagið allt Jafnrétti er fjárfesting í betra samfélagi. Þegar fólk fær jöfn tækifæri þá blómstrar nýsköpun, samstarf og samkennd. Við sjáum það á vinnustöðum bæjarins, í skólum, í þjónustu við íbúa og í stjórnsýslu. Þegar við tryggjum að rödd allra heyrist þá styrkjum við ekki bara einstaklingana heldur allt samfélagið. Það er þessi hugsun sem liggur að baki jafnréttisvinnu Hafnarfjarðar. Við ætlum að byggja bæ þar sem allir geti notið sín. Við í Hafnarfirði trúum því að jafnrétti gerist ekki af sjálfu sér, það er meðvituð ákvörðun sem krefst ábyrgðar og samstöðu. Við öll sem störfum hjá Hafnarfjarðarbæ höfum lagt okkar að mörkum. Með þannig samstöðu sjáum við árangur, árangur sem við getum verið stolt af. Höfundur er bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar