Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2025 07:03 Jörðin séð frá gervihnetti NASA. NASA Ef þau ljúga um þetta, hvað annað er þá uppspuni? Árið 2015 gengu tveggja þúsund ára gamlar hugmyndir um að jörðin sé flöt í endurnýjun lífdaga. Að allt sem okkur hafi verið sagt um hnattlaga lögun jarðar sé lygasamsæri vísindamanna og yfirvalda í því skyni að kúga almenning. En hvernig fór þessi afdankaða hugmynd aftur á flug og hvað segir það okkur um samsæriskenningar? Nýjasti þáttur Skuggavaldsins í umsjón prófessoranna Huldu Þórisdóttur og Eiríks Bergmanns fer yfir málið. Frá því að forn-Grikkir fylgdust með samspili sólar og skugga hefur það verið viðtekin þekking að jörðin sé hnöttur. Aristóteles benti á bogadreginn skugga jarðar á tunglinu og breytingar á stjörnum eftir breiddargráðu, og Eratosþenes nálgaðist ummál jarðar með skuggamælingum. Þegar Kopernikus og síðar Galíleó færðu jörðina úr miðju alheimsins var deilt um staðsetningu og hlutverk, en ekki um lögun jarðar. Um miðja 19. öld hófu þó nokkrir sérvitringar í Bretlandi að halda því fram að jörðin væri flöt. Þekktastur var Samuel Rowbotham sem sagðist fyrst og fremst treysta eigin augum. Hann vakti nokkra athygli en oftast sem aðhlátursefni. Á 20. öld hélt veikburða félagsskapur, Flat Earth Society, hugmyndinni í lífi, en hún var nærri útdauð um aldamótin 2000. Síðan dró til tíðinda. Á árunum eftir 2015 sprakk hugmyndin um flata jörð út á netinu. Árið 2018 mættu hundruðir á flatjarðarráðstefnu og bandarískar kannanir sýndu að 2 til 5 prósent ýmist trúa eða efast um hnattlögun jarðar. Skýringin á endurvakningu þessarar fornu hugmyndar liggur í samspili samfélagsmiðla og samfélagsþróunar. Örfáir en afkastamiklir einstaklingar byrjuðu árið 2015 að setja á YouTube myndbönd sem „afhjúpuðu“ meintar lygar yfirvalda og „sannanir“ fyrir flatri jörð. Algrímið ýtti á þeim tíma ögrandi efni að notendum enn frekar en það gerir í dag og því hækkuðu áhorfstölur hratt, sem varð til þess að fleiri settu inn samskonar myndbönd, sem aftur jók framboðið og breiddi út boðskapinn. Flestir horfðu á þetta sem grín en ákveðinn hópur var móttækilegur. Jarðvegur samsæriskenninga hafði orðið frjósamari í kjölfar mikillar útbreiðslu samsæriskenninga um hryðjuverkaárásirnar þann 11. september 2001 og allt var þetta keyrt áfram af sístækkandi netsamfélagi. Að trúa að jörðin sé flöt og að til sé alþjóðlegt samsæri vísindamanna og yfirvalda um að halda hinu sanna leyndu er ein ýktasta birtingarmynd samsæriskenninga. Hún sýnir hvernig einföld, tilfinningaleg frásögn getur unnið á móti áþreifanlegum sönnunum og hvernig vantraust á sérfræðivísindi getur orðið límið í nýjum samfélögum á netinu. Nýjasti þáttur Skuggavaldsins rekur sögu hugmyndarinnar um flata jörð, setur hana í samhengi við samtímann og spyr hvaða áhrif svona hugmyndir geta haft. Hlustaðu í þinni hlaðvarpsveitu. Skuggavaldið Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Sjá meira
En hvernig fór þessi afdankaða hugmynd aftur á flug og hvað segir það okkur um samsæriskenningar? Nýjasti þáttur Skuggavaldsins í umsjón prófessoranna Huldu Þórisdóttur og Eiríks Bergmanns fer yfir málið. Frá því að forn-Grikkir fylgdust með samspili sólar og skugga hefur það verið viðtekin þekking að jörðin sé hnöttur. Aristóteles benti á bogadreginn skugga jarðar á tunglinu og breytingar á stjörnum eftir breiddargráðu, og Eratosþenes nálgaðist ummál jarðar með skuggamælingum. Þegar Kopernikus og síðar Galíleó færðu jörðina úr miðju alheimsins var deilt um staðsetningu og hlutverk, en ekki um lögun jarðar. Um miðja 19. öld hófu þó nokkrir sérvitringar í Bretlandi að halda því fram að jörðin væri flöt. Þekktastur var Samuel Rowbotham sem sagðist fyrst og fremst treysta eigin augum. Hann vakti nokkra athygli en oftast sem aðhlátursefni. Á 20. öld hélt veikburða félagsskapur, Flat Earth Society, hugmyndinni í lífi, en hún var nærri útdauð um aldamótin 2000. Síðan dró til tíðinda. Á árunum eftir 2015 sprakk hugmyndin um flata jörð út á netinu. Árið 2018 mættu hundruðir á flatjarðarráðstefnu og bandarískar kannanir sýndu að 2 til 5 prósent ýmist trúa eða efast um hnattlögun jarðar. Skýringin á endurvakningu þessarar fornu hugmyndar liggur í samspili samfélagsmiðla og samfélagsþróunar. Örfáir en afkastamiklir einstaklingar byrjuðu árið 2015 að setja á YouTube myndbönd sem „afhjúpuðu“ meintar lygar yfirvalda og „sannanir“ fyrir flatri jörð. Algrímið ýtti á þeim tíma ögrandi efni að notendum enn frekar en það gerir í dag og því hækkuðu áhorfstölur hratt, sem varð til þess að fleiri settu inn samskonar myndbönd, sem aftur jók framboðið og breiddi út boðskapinn. Flestir horfðu á þetta sem grín en ákveðinn hópur var móttækilegur. Jarðvegur samsæriskenninga hafði orðið frjósamari í kjölfar mikillar útbreiðslu samsæriskenninga um hryðjuverkaárásirnar þann 11. september 2001 og allt var þetta keyrt áfram af sístækkandi netsamfélagi. Að trúa að jörðin sé flöt og að til sé alþjóðlegt samsæri vísindamanna og yfirvalda um að halda hinu sanna leyndu er ein ýktasta birtingarmynd samsæriskenninga. Hún sýnir hvernig einföld, tilfinningaleg frásögn getur unnið á móti áþreifanlegum sönnunum og hvernig vantraust á sérfræðivísindi getur orðið límið í nýjum samfélögum á netinu. Nýjasti þáttur Skuggavaldsins rekur sögu hugmyndarinnar um flata jörð, setur hana í samhengi við samtímann og spyr hvaða áhrif svona hugmyndir geta haft. Hlustaðu í þinni hlaðvarpsveitu.
Skuggavaldið Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Sjá meira